Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 Þriggja ára Alaska aspir í Múlakoti, slíkt landssvæði er ekki nema um 65% af allri túnstærð landsins en um Yg af því skóglendi, sem nú er til í land- inu. Að lokum má geta þess, að innan fárra ára mun unnt að ala hjer upp allt að 2 milljónum plantna árlega og jafnvel meira, ef þess gerist þörf. Hitt er annað mál, hvort þjóðin beri gæfu til að sinna þessum málum eins og þörf er á. Vantrúin á landið er svo í rótgróin að furðu gegnir, jafnvel meðal þeirra, sem bæði ættu að hafa menntun og vit til þess að vera rjett- sýnir. Hákon Bjarnason. ÓNOTUÐ ÞEKKING Það er ekkert að vera án þess, sem maður þekkir ekki, en það er hastarlegt, að geta ekki hag- nýtt sjer það, sem maður veit að er til. MARGAR uppgötvanir liggja niðri árum saman og eru ekki notaðar. — Tökum til dæmis sulfalyfin. Það er öllum kunnugt að með þeim var sigr- ast á lungnabólgunni, og þau björg- uðu ótölulegum fjölda mannslífa í seinasta stríði. Það eru nú ekki nema 9 ár síðan farið var að nota þau. En það eru nær 40 ár síðan þau voru uppgötvuð. Það gerði Paul Gelmo, sem þá var námsmaður við tekniska háskólann í Vín. Þetta var 1908. Árið eftir náði þýska fjelagið I.G. Farben í uppgötvunina og ætlaði að vita hvort ekki væri hægt að nota hana til að bæta litunaraðferðir. Árið 1919 komust Þjóðverjar að því að meðalið var sýkladrepandi. En rannsóknir á því drógust enn í 15 ár. Milljónum mannslífa hefði mátt bjarga á þeim tíma ef rannsóknum hefði verið hrað- að frá upphafi. DDT er eitthvert öruggasta lyf gegn sníkjudýrum og skorkvikindum. Það er ómetanlegt í baráttunni við lýs og mýflugur, sem útbreiða tauga- veiki og hitasótt. Þetta meðal fann ungur þýskur maður upp árið 1874. Hann hjet Zeidler. Hann' tilkynnti þetta og það var fært inn í efnaskrá, en þar við sat. Og milljónir manna dóu úr taugaveiki og hitasótt. — Skömmu fyrir síðasta stríð, var svissneskur efnafræðingur, Múller að' nafni, að svipast um eftir hentugu skordýraeitri. í efnaskránni rakst hann á DDT þar sem það hafði verið gleymt í 60 ár. Og fyrstu tilraunirnar báru þegar ágætan árangur. í fyrra heimsstríðinu hrundu menn niður í hundraða þúsunda tali úr taugaveiki. í seinna stríðinu bar lítið á því, enda sendi UNRRA 7]/2 milljón punda af DDT til Evrópu. Og nú eru menn vissir um að hægt sje að sigrast á hitasóttinni, hvar sem er í heiminum, ef hafist er handa um það. Þjer hafið máske heyrt getið um „1080“, nýasta og öruggasta rottu- eitrið. Þetta eitur hafði verið fundið upp í Póllandi löngu fyrir seinna stríðið. Bretar gerðu tilraunir með það. í stríðinu og heldu að hægt mundi að nota það í kemiskum hern- aði. Að lokum komst það til Banda- ríkjanna, og þá fyrst var uppgötvað hve framúrskarandi það er í barátt- unni við rotturnar. Þrákelkni og fastheldni við fornar venjur, er oss til mikils tjóns. Tökum tímatalið til dætnis. Vjer höfum hnitmiðað tímann svo, að ekki munar meiru en hálfri sek- úndu aftur til vors á heilli öld. Þetta er vísindaleg nákvæmni. En skipting ársins 1 daga og vikur er gcmul erfða- synd. Hvers á febrúar að gjalda að vera stystur af már.uðunum? Sú saga er til þess að Ágústus keisari stal einum degi af febrúar, og bætti hon- um við þann mánuð, sem hann Ijet heita í höfuðið á sjer. Margt er í almanakinu álíka vitlaust. Árinu er ekki skipt niður í jafnlanga hluta til að auðvelda allan reikning Helgidag- ar eru á flækingi fram og aftur. Það er erfitt að koma á samræmi í kaup- gjaldi, þar sem greitlS er vikulega og mánaðarlega. Þessu er ákaflega auð- velt að kippa í lag. Það eru að minnsta kosti til tvö almanök, sem eru miklu betri, en það sem vjer búum við. — Ekki þarð nú annað en einföld lög til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.