Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •* | 362 styrjöld, þar sem enn væri hins verra von. IV. Enginn má skilja mig svo, sem jeg telji vonlaust um, að þeirri heims- 'atyrjöld, sem þó nú virðist svo mjög draga til, verði afstýrt. En víst er um það, að hinar yfirvofandi hættur eru meiri nú en nokkru sinni áður í sögu mannkynsins. Og munu þó hættumar enn fara vaxandi, meðan ekki getur tekist sú stefnubreyting, sem nauð- synleg er. Jafnvel þó að enginn iegði trúnað á orð mín, þá læt jeg það ekki aftra mjer frá að segja það, sem jeg get ekki efast um að mikið ríður á að vita. Mannkyn, sem á, eins og al- kunnugt er orðið nú, upptök sín neðst niðri í lífríki jarðar vorrar, verður að vitkast svo, að það skilji vegna hvers nokkru af hinu líflausa efni eins jarð- arhnattar er snúið til lífs, og vegna hvers er verið að leitast við að vaxa fram til vits, og vaxa að viti. Sam- band verður að nást við mannkyn, sem ofar eru í framvindu sköpunar- verksins, en vjer og ef það samband ekki tekst, þá er glötunin vís. En tak- ist það, þá verður á skömmum tíma, gjörbreyting á högum mannkyns. — Framför í þekkingu verður þá svo mikil, að mannkynið fer að geta náð tökum á náttúruöflum síns hnattar, jafnvel langt fram yfir það, sem talið er hugsanlegt hjá helstefnumannkyni. V. Prófessor Andersson minnist í sinni stórmerku bók á framtíð Svíþjóðar. Hann getur þess, hvernig rannsóknir G. de Geers, eins af ágætustu ísaldar- fræðingum, leiddu til þess að hann gat sagt, að fyrir hb. 10000 árum, hefur jökull legið þar á landinu, sem Stokk- hólmsborg er nú. Andersson segir, eins og óefað er rjett, að gera megi ráð fyrir því, að enn geti orðið veður- farsbreyting, og það svo, að Svíþjóð yérði aftur óbyggileg. Telur hann víst, að þegar hinn vaxandi skriðjökull rótar upp því, sem nú er hið frjósama akurlendi Skánar, muni það koma í ljós, að niðjar nútímamannkynsins verði einskis megnugir gagnvart nátt- úruöflunum. Nú er að vísu óhætt að segja það, að áður en til slíks kæmi, mundi helstefnumannkyn vera liðið undir lok. Því að engar líkur eru til að mannkyn vort mundi eiga fyrir höndum þúsund ára sögu, hvað þá meir, ef stefnubreytingin mikla tekst ekki. En ef hún tekst, þá þarf ekki að kvíða því, að mannkynið verði van- megnugt gagnvart veðurfarsbreyting- um eða jafnvel eldgosum og jarð- skjálftum. Það er engin furða, þó að slíkt þyki ótrúlegt. En minna má á orð Aragos, hins ágæta franska stjörnufræðings. Vjer skulum fara mjög varlega í að nota orðið „ómögu- legt“, þegar um framtíð vísindanna er að ræða, sagði Aragod. Og er þó mun auðveldara nú en á hans dögum var, að renna grun í að hann hafi haft rjett fyrir sjer, jafnvel þó að fram- sókn vísindanna hafi tekið nokkuð ranga stefnu, mest vegna þess, að sumar tegundir vísindamanna hafa átt erfiðara uppdráttar en þurft hefði. En hvern mundi hafa grunað, fyrir rúmum 300 árum, þegar hið nýfundna rafmagn, virtist ekki vera til annars en lítilsháttar skemmtunar, en til einskis gagns, að þar væri raunar upphaf vísinda, sem á nokkrum ára- tugum mundu gjörbreyta högum mannkynsins. Og þó er til orka, sem þegar menn fara að kunna stjórn á henni, mun margfaldlega miklu meir en rafmagnið miða til að bæta hagi mannanna, og gera þá að stjórnend- um náttúruaflanna. Það er ekki þódeilismagnið (atómorkan), sem jeg hefi þjer í huga, heldur miklu fremur annað magn, sem kunna verð- ur tökin á, ef ekki á atómorkan að verða meir til að auka hættur mann- lífsins en hagsæld. Sept.—okt. 1947. - Helgi Pjeturss. , O——--------------------------— Barnahjal Árni 4 ára og Magga 2 ára eru að leika sjer í gömlum bíl. Amrfia þeirra fer’ að vitja um þau. Þá situr Magga við stýrið, en Árni er í aftursæti og þykist sofa. — Er Árni sofnaður? segir amma. Þá rumskar Ámi og kallar: — Nei, amma mír.. Hún er bíl- stjórinn, en jeg er fulli karlinn í aftursætinu. Siggi var mjög gjarn á að tala, en pabbi sagði honum að hann mætti aldrei tala á meðan hann væri að borða. Nú er það einu sinni við borðið að pabbi sjer að Siggi brcnnur í skinninu af löngun til að tala, en stilti sig þó. Eftir borð- haidið segir pabbi: — Jæja, Siggi minn, hvað lang- aði þig til að segja? — Er gott að borða maðk? spurði Siggi. — Nei, en hvers vegna spurðu að því? ^ — Það var maðkur í fiskinum þínum áðan, en nú er liann kom- inn niður í maga. Stína 5 ára var að lesa kvöld- bænina sína. Þá kemur Siggi litli, bróðir hennar og tók í hárið á henni. Stína sagði: — Góði guð, aísakaðu mig snöggvast meðan jeg ber hann Sigga. Kennarinn: Hvað er uppgerð? Mundi litli: Að koma brosandi í skólann. Jónsi fór að vitja um leikbróður , .. sinn, sem var veikur og spui’ði mömmu hans hvernig honum liði. — Hann er mjög veikur, sagði mamma, en þakka þjer kærlega fyrir að þú komst að spyrja um hann. Það var fallega gert. Jónsi mjakaði sjer aftur á bak út úr dyrunum og spurði svo: — Get jeg fengið hlaupahjólið hans, ef hann skyldi deyja? | -r---------------------------rV

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.