Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 Við megum engan tíma missa NÝR FRAN&KUR land'itjóri var kom inn til Algier. Hann byrjaöi á pví aö feröast um landiö til aö kynnast því. Einhvern dag kom hanv par sem feUi- bylur ltaföi brotiÖ ínörg hundruö brauöaldintrjáa, eöa rifiö pau upp meö rótum. — Hvers vegna hafa ekki ný trje vcrið gróöursett í staö pessara? spuröi hann. — Þaö liggur svo sem, ekki á, var svariö, pau spretta ekki á einum degi. — Hvað purfa pau langan tíma til aö proskast? spuröi landstjórinn. — Þrjú hundruö ár. — Þrjú hundruö ár! Þá megum viö sannarlega engan tíma missa. — Viö veröum undir eins aö gróðursetja ný trje. Þarna koma fram ivö sjónarmiö: sjónarmið kœruleysisins, sem ckki vill ráöast í framkvœmdir vegna pess aö svo langt sje að bíöa árangurs, og sjónarmiö áhugans, sem veit aö maö- urinn má aldrei viö pví aö missa neinn tmia. Nú er hjer vaknaðv.r áhugi fyrir pví aö rækta barrskóga. Árangurinn af pví sjest máske ekki fyr en eftir hundrað ár. Hvoru sjónarmiöinu vilt ÞÚ fylgja, sjónarmiði kœruleysisins, aö ekkert liggi á, eöa sjónarmiöi á- hugans, að vjer megum engan tíma missa? ^ 4^ 4^ LAUSN Á GESTAÞRÁUT • í seinasta blaði: Takið glas 2 og hellið úr því í glas 5 og látið það svo aftur á sinn stað. o * • ** ■- agi *> -M Gamall íurustoín úr frumskoginum i Maalselvdal í Noregi. — (Sjá fremstu grein. ^ ^ Lím fóerýótein Jó> onáóon JEG HEF fylgst með skrifum Árna Óla, blaðamanns, í Lesbók Morgun- blaðsins, um Elliðaármálin. Einn, sem kemur þar við sögu er bróðir minn, Bergsteinn Jónsson. Það er ýmislegt í frásögn Magnúsar Ólafssonar í Eyjum í Kjós, sem jeg finn ástæðu til að gera athugasemdir við. Magnús Segir að Bergsteinn hafi dáið skömmu eftir málaferlin. Hann dó ekki fyr en 14 árum síðar. Þegar hinir umgetnu atburðir gerð- ust, dvaldi Bergsteinn á Elliðavatni, hjá Benedikt Sveinssyni, við smíðar. Bergsteinn var söðlasmiður að iðn og þótti smíða betri söðla en áður höfðu tíðkast. Þeir voru með nýju lagi og voru kallaðir klakksöðlar. Að Bergsteinn hafi leitað ásta hjá Ólafíu Jóhannsdóttur tel jeg ólíklegt. Hún hreif menn vegna afburða gáfna og göfgi — jafn karla sem konur, en við karlmenn heyrði jeg hana aldrei kennda. Bergsteinn átti heima á Eyvindar- múla í Fljótshlíð, sonur bóndans þar, Jóns Þórðarsonar, alþingismanns. Jeg tel því líklegt að hann hafi verið á leið heim, er hann gisti á Lækjar- botnum, og er haila ólíklegt, að hann hefði valið þennan gististað, ef um flótta var að ræða, enda er þess víst hvergi getið í rjettarbókum. Berg- steinn var þekktur fyrir gáfur, fram- sækni og vaskleik og mátti hvergi sjá rjettu hallað. Það er því óverðugt, sem gefið er í skyn um flótta hans. Frá Bergsteini er sagt í bók Árna prófasts Þórarinssonar „í sálar- háska", bls. 299. Um ætt hans má sjá í Bergsætt, bls. 1. Bergsteinn Jónsson var fæddur 17. júní 1856. Kvæntur 30. ágúst 1890 Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka. Dáinn 14. maí 1894. Þau Þórdís eignuðu^t eitt barn, en það dó nokkurra vikna gamalt. — Áður var Bergsteinn trúlofaður Kristínu, dóttur sjera Guðmundar á Borg (hálfsystur Jóns Sveinssonar (Nonna)). Áttu þau einn son, Guðmund, síðar kaup- mann á Breiðafirði, en meðal barna hans er Jóhann Salberg, sýslumaður Strandasýslu. Elísabet Jónsdóttir. íW -V ^ HINN frægi cirkuseigandi John Ringling Ijet mála mynd af sjer, þar sem hann stóð með hendur í buxna- vösum. Hann var mjög hreykinn af myndinni og sýndi hana vini sínum Will Rogers. „Myndin er alls ekki eðlileg", sagði Rogers. „Hvernig stendur á þvi?“ spurði Ringling hissa. „Það er vegna þess að þú ert með hendurnar í þínum eigin vösum“, sagði Rogers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.