Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 8
r 356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þess að taka upp annað hvort þeirra. Þá munu allir mánuðirnir verða jafn- langir, hver helgidagur mundi vera á sínum stað, allur reikningur yrði mörg um sinnum auðveldari. En vjer þrjósk umst við. Margar nýungar eiga erfitt upp- dráttar vegna þess að til eru menn, sem ekki vilja láta raska skilningi sínum eða fyrirfram sannfæringu. Þeir Wright-bræður höfðu hafið sig til flugs í flugvjel, sem var þyngri en loftið, sex mánuðum áður en ame- rískur vísindamaður sýndi fram á og fullyrti að slíkt væri óhugsandi. Þegar Edison var að gera tilraunir með glóðarlampann, sagði rektor við tekniskan háskóla, að þétta væri hreinasta vitleysa. Þegar George Westinghouse fann upp lofthemlana — sem er einhver allra þýðingarmesta uppgötvun fyrir eimlestir — þá svaraði" Vanderbilt honum því að hann talaði ekki við íífl. Þegar fyrstu járnbrautirnar voru gerðar i Þýskalandi, þá reiknaði spekingur það út, að menn gæti ekki ferðast með farartæki, sem færi 35 km. á klukkustund — hraðinn væri svo óskaplegur að blóð mundi springa út úr öllum vitum á mönnum. Oft er ný þekking stöðvuð af mönnum, sem halda að hún geri sjer fjárhagslegt tjón. Eiga auðmenn og verkamenn jafnt sök á því, að spyrna á móti notkun nýrra vjela. Verka- menn hafa gert það vegna þess að þeir eru hræddir um að hinar nýu vjelar muni taka atvinnu frá sjer, en auðmenn hafa keypt einkaleyfi til þess að sitja á þeim, annað hvort til þess að keppinautar s^nir næði ekki í þau, eða þá til þess að komast hjá kostnaði við öflun nýrra vjela, og byltingu í viðskiptarekstri. Vinnu- veitendur hafa oft verið á móti öllu því er gat valdið verðlækkun, og verkamenn á móti þeim vjelum, sem vinna á við marga menn. En hvorir v tveggja heya þar vonlausa baráttu, er þeir reyna að stöðva framfarir, og gera sjálfum sjer tjón. Hvergi kemur íhaldssemin við gamla lagið greinilegar fram heldur en í því hvernig menn bvggja yfir sig. Sjálfsagt htfur steinaldarmaður- inn ekki lært það fyr en eftir margar aldir, að betra er að búa í húsi en helli. Það þurfti 350 ár og ríkisstjórn 13 konunga til þess að opna augun á Dönum fyrir því hve stórkostleg brunahætta fylgir stráþökum á liús- um. Og enn í dag stympast Englend- ingar á móti því að hafa miðstöðvar- hitun í húsum sínum. Og í Banda- ríkjunum standa menn enn ekki feti framar í byggingarlist íbúðarhúsa, heldur en á dögum Jefferson. Bæði byggingameistarar og þeir, sem byggja hús til að leigja þau, hafa kóstað kapps um að finna upp allar mögulegar gerðir húsa, nema þau, sem sæma fólki á 20. öld að búa í. Svipað er að segja um bílana. Hver einasti bílasmiður getur talið upp svo. marga ókosti á bílunum, að yður mundi blöskra. Væri bætt úr þessum göllum yrði bílarnir ódýrari, öruggari og endingarbetri. En það má ómögu- lega bæta úr þessu, vegna þess að það hefur kostnað í för með sjer, og vegna þess að kaupendur kæra sig ekkert um það. Sjálfræsirinn, sem var ein- hver þarfasta umbótin, var fundin upp árið 1899. En 1912 hafði ekki tuttugasti hver bílaframleiðandi sett ' sjálfræsa í bíla sína. Sjö ár þurfti til þess að fá þá til að taka upp endur- bætto hjólbarða. Og mörg ár þrjósk- uðust þeir við að smíða lokaða bíla og liafa í þeim 8 cyl. hreyfla. Sjópvarpið hefur verið 70 ár á leiðinni. Þýskur maður, Paul Nipkovv að nafni, uppgötvaði það árið 1877 að hægt mundi að senda myndir langar leiðir. Tólf ár éru nú liðin síðan að öll tæki fyrir sjónvarp voru til, en það verður langt þangað til þú færð það inn á heimili þitt. Auglýsendur vilja ekki nota það enn, vegna þess hve fáir hafa það. Þess vegna eru engar sjónvarps dagskrár til. Og á meðan þær koma ekki, hliðra menn sjer hjá því að kaupa viðtæki. Þannig bindur hvað annað. S. C. Giefillan hefur athugað um 19 helstu uppgötvanir, sem komu til framkvæmda á árunum 1899—1913, hve lengi þær hafa verið á uppsigl- ingu. Og honum telst svo til að 170 ár hafi liðið að meðaltali frá því upp- götvunin var gerð, og þangað til hún komst í framkvæmd. En síðan hafa að meðaltali liðið 24 ár þangað til hún var almennt viðurkennd. Þannig liggja margar uppgötvanir í láginni.' Helicopter-flugvjelin er nú fyrst að ryðja sjer til rúms, en það var Leonardo da Vinci, sem fann hana upp. Ef til vili eru hleypidómar manna fremur þröskuldur í vegi fyrir því að hagnýtt sje sú þekking, sem þegar hefur fengifet, heldur en eigingirni. Menn vilja ekki sinna þekkingunni, og láta hana sem vind um eyrun þjóta (George Mann). V V V MARGIR ERU Á MÓTI .. því aö aöskilja ríki og kirkju. Þeim finst þaö ganga guölasti næst. En þeir segja ekkert viö aöskilnaöi kirkju og guös. . ★ að tala um æfikjör hundsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.