Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1947, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ 360 þá stendur enn fyrir hugarsjónum minum í ævintýraljóma. Vjer fengum tvo munnbita af hænsakjöti með sósu, kartöflumauk og grænmeti og á eftir það sem dásamlegast var af öllu — súkkulaðiköku með ís. Margir þoldu þetta ekki. Þeir fóru að hágráta þeg- ar það var borið inn. Vjer bárum fyrstu þrjá mánuði reynslutímans nokkurn vegin vel, vegna þess að vjer vissum að þetta var aðeins tilraun. En þegar á leið veittist örðugra að sætta sig við það. Jeg var nú ekki nema 57 kíló — og hungrið var ekki aðeins í munni og maga, heldur einnig í öllum limum. Vjer vorum að eta oss sjálfa upp. Þarna var engin vinnuskylda. Það átti að sjá hvað vjer vildum hafa mikið fyrir stafni og af eigin hvöt. Það kom í ljós að vjer höfðum ekki dug í oss til neins. Þeir, sem áttu að sjá um þrifnað, vanræktu að sópa sVefnherbergið. Einn þeirra sagði við mig, að hann sæi það, að ryk væri undir rúmunum og hann vissi að hann ætti að sópa því burtu. Hann kvaðst fá samviskubit í hvert sinn er hann kæmi þangað, en vanrækja það samt. L Fyrstu mánuðina dreymdi mig oft að jeg væri í veislum og afþakkaði mat, sem mjer var boðinn. En nú át jeg í draumi, án þess að skeyta nokk- uð um tilraunina. Mig dreymdi jafnvel að jeg myrti læknana, sem rjeðu , matarskammti vorum. ú Að, lokum vorum vjer eins og skjögrandi beinagrindur. Hárið var dautt og gljálaust, og nokkrir fengu skalla. Það komu holur við gagn- augun og eyrun og aftan á hálsinn. Skinnið var orðið svo þurrt að það ílagnaði frá hvirfli til ilja. Vjer þold- um ekki að sitja á trjestólum, og urðum að hafa teppi undir oss og við bakið. Engar æðar sáust í augna- hvítunni — augun voru orðin grá og glær eins og þunnt postulín. Vjer vor- í;. um hættir að renna augunum, slörð- um alltaf beint fram og horfðum aldrei nema á einn hlut í einu. Á hverri viku urðum vjer að ganga 42 kílómetra. Einn þátturinn í þeirri göngu var að troða þræíamyllu, sem snerist með sex kílómetra hraða á klukkustund. í henni vorum vjer hálfa stund á hverjum degi. En svo var þar önnur þrælamylla, sem sner- ist miklu hraðara, svo að vjer urðum að hlaupa. Meðan vjer vorum þar var það brennandi freisting að vera allt af að líta á klukkuna og verða svo fyrir þeim sáru vonbrigðum að vis- arnir sýndust ekki hreyfast. Seinustu tvo mánuðina var jeg alltaf hræddur um það að jeg mundi hníga þarna niður í miðju kafi. í hröðu þræla- myllunni gáfumst vjer upp eftir eina mínútu. Seinasta daginn gafst einn upp eftir 15 sekúndur. Það leið yfir annan í þeirri latgengari eftir 20 mín útur; hann hágrjet og hrein langa lengi á eftir út af því. Þegar reynslutímanum var lokið og matarskammturinn aukinn, þá á jeg engin orð til að lýsa vonbrigðum vorum. Vjer fundum ekki neinn mun, þótt 400 hitaeiningum væri bætt við. Vjer hefðum getað etið margfallt meira. En vjer máttum ekki fá meira, því að magarnir í oss voru herptir saman, og magavökvinn svo að segja horfinn. Matarskammturinn var nú stöðugt aukinn, en það var ekki fyr en eftir 10 daga að vjer fundum nokkrun mun á oss. Þegar lífsfjörið tók að færast í oss aftur lifðum vjer upp aftur í öfugri röð öll stig hungursins. Deyfðin hvarf smám saman. Svo fórum við að verða uppstökkir út af engu og seinast unnum vjer bug á því. Vjer fórum að vinna. Og svo uppgötvuðum vjer það að til var kvenfólk. Eftir þriggja mánaða hressingar- tíma kom svo hið ógleymanlega augn^bilk. Vjer sátum að morgun- verði og læknirinn sagði: „Má bjóða yður meira?“ Vjer rifum matinn í oss og það er alveg ótrúlegt hverju vjer gátum torg- að. _ / Miðdegisverðurinn varð hreint og beint o'fát. Og að honum loknum hófst sá fögnuður, sem oss hafði dreymt um vikum saman. Vjer fengum vinber, ís, kökur og smurt brauð. Vjer vorum að þangað til klukkan fimm um morg uninn. Og klukkan átta reif jeg í mig vænan morgunverð og banana og kökur á eftir. Jeg hafði ekki náð fullum kröftum fyr en mörgum mánuðum seinna. Það var sama hve mikið jeg át, jeg varð aldrei saddur. En sú þolraun, sem á sálina var lögð, hefur dregið dilk á eftir sjer. Mjer finnst jeg ekki vera sami maður og áður. Það er eins og jeg viti ekki hver jeg er. (Kenneth Tuttle). ^ ^ ^ ^ ^ — Ef þú getur ekki þjónað mönn- um, hvernig ættirðu þá að geta þjón- að guði? Konfutse. ★ Jeg er góður við þá, sem eru mjer góðir og við hina er jeg líka góður; það er ráðið til þess að allir verði góðir. Leo Tse. ' X ★ Það er sönn vinátta þegar menn hafa ánægiu af því að sitja saman, án þess að tala saman. G. Éberz. V V V ^ BERDREYMI Hertoginn af Uevonshire sagði vin- um sínum einu sinni þessa sögu: — „Einu sinni dreymdi mig það að jeg . vœri aö halda rœðu í lávarðadeild- inni. Svo váknaði jeg —- og þá var jeg að halda rœöu þar.“ \ é

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.