Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 1
JHorjjmiMflto im 10. tölublað Sunnudagur 14. mars 1948 XXIH. árgangur 'i .!• i 11 j;- ■■ ■ 1 "■ - ..> mm -M. jm. jWBrwJL’a—j* .._ KÉill Ml» 1ÉÉM -«* ' Sít> ■& :«r •* - Arni Ola: MYKJUHAUGURINN í HAFNARSTRÆTI \t! iSSiku ns i* V Hús Thomsens við Lækjartorg á miðri myndinni; bak við það var búðin og haugurinn þar fyrir norðan. MEÐAL elstu húsa í Hafnarstrcéti er „Smjörhúsið“ (Hafnarstræti 22). — Þetta hús reisti Bjarni Sívertsen ridd- ari upphaflega og verslaði þar, og þess vegna var það kallað Sivertsens- hús. Þá var það að eins einlyft. Því veittist sú virðing á árunum 1852—- 72 að prestaskólinn var þar. En upp úr því eignaðist Caroline Sivertsen húsið og setti nýa hæð ofan á það. Vestan við þetta hús stóð vöru- geymsluhús, sem Bjarni Sivertsen átti. Það hús keypti Ditlev Thomsen kaupmaður hinn eldri um 1840 og breytti því í sölubúð. En þar fyrir norðan, á malarkambinum, hafði hann fiskþurkunarreit. Fyrir sunnan búð- ina og fram að Lækjartorgi reisti hann íbúðarhús. — Var það uppi- staðan að húsi því, er nú á seinni árum hefur verið nefnt „Hótel Hekla“. Um þær mundir var enn frum- býlisbragur á Reykjavík, og fór margt ver en skyldi vegna hugsunarleysis og kæruleysis. Segir Klemens Jóns- son að engin götumynd hafi verið á vegunum um bæinn, og þeir hafi orð- ið ófærir hvenær sem rigndi. Götulýs- ing var engin; hún kom ekki fyr en 1876. „Verslun var þá gríðarmikil í Reykjavík, þvi að þangaö sóttu Mýra- menn, Borgfirðingar, Árnesingar, Rangæingar og jafnvel Mýrdælingar. Um lestatímann var mest að gera, ómögulegt að þverfóta fyrir þröng í búðunum; illmögulegt að komast um Hafnarstræti fyrir hestaþvögu, og krökt af tjöldum á Austurvelli. Hann var þá með dældum og smáhæðum á milli.-----í tjöldunum var oft kátt á kvöldin og háreisti, því að þá var brennivín falt í hverri búð“. Þrifnaður í bænum var þá ekki á marga fiska, en hjer verður ekki talað um annað en mykjuhaugana. Þeir voru um allan bæ, ekki síður í Mið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.