Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1948, Síða 14
454
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
meðan það blandaðist honum. Þannig
hafði bóndinn, sem fór til Kanada,
sjálfur stíflað olíuuppsprettu heima
hjá sjer, uppsprettu, sem jarðfræðing-
ur sagði um 10 árum seinna að væri
hundrað miljón dollara virði. Fyrir
fjórum árum sagði sami maður að
olíulindin þarna væri þúsund miljón
dollara virði. Þarna stendur nú bærinn
Titusville. Maðurinn, sem átti þetta
land, hafði kynt sjer- alt viðvikjandl
oliu, alt frá öðrum degi sköpunar-
verksins, og samt seldi hann landið
fyrir 833 dollara.
TÆKIFÆRII'' til þess að verða ríkur,
til þess að salna auðæfum, liggur fyrir
fótum yðar. Það er hjer í þessari borg.
og svo að segja hver maður og kona
getur fært sjer það í nyt. Auður er
afl þeirra hluta sem gera skal, og þess
vegna er eðlilegt að menn sækist eftir
honum.
Það er rjett að safna auði, því að sí,
sem það gerir, getur látið meira gott
af sjer leiða en ella. Það hefur þurft
peninga til þess að prenta allar biblíur
heimsins, reisa aliar kirkjur. launa trú
boða og presta. Og það er ekki hægt
að saína f je nema því aðeins að mað-
ur láti jaínframt fje af hendi rakna.
Setjum nú svo að jeg spyrji þig -
„Eru ekki margir gróðavegir í borg-
inni þinni?“ Og þj munt sennilega
svara: „Ójú, hjer eru tækifæri, e'
maður hefur nóg stofnfje til að byrja
með.“
En jeg held því fram, að þú getir
orðið ríkur þótt þú byrjir meö tvær
hendur ^tómar. Jeg skal segja þjer
sögu:
Það var einu sinni fátækúr verka-
maður í Massachusetts. Ilann vann í
naglaverksmiðju. Þegar hann var 38
ára, slasaðist hann svo, að hann ga*
ckki unnið fyrir sjer. Þá var honum
veitt vinna í skrifstofu verksmiðjunn-
ar, og hann átti ekki að gera annað en
þurka út með strokleðri blýantsstryk
og athugasemdir á skjölum. Honum
var fengið flatt strokleður, sem hald-
ið var milli fingranna. Hann þreyttist
fljótt í fingrunum og þá fann hann
upp á því að setja strokleðrið neðan í
skaít og nota það eins og blýant.
Litil dóttir hans sá þetta og sagði:
„Nei, pabbi þú hefur gert uppgötv-
un.“
Þá fór hann fyrst að hugsa um það.
Hann fór til Boston og tók einkaleyfi
á uppgötvun sinni. Ilún er nú komin
um allan heim: blýant, með strokleðri
í endanum. Og hver einasti maður,
sem notar slíkan blýant, verður um
leið að greiða uppfinningarmanninum
fyrir sinn snúð. Hann er orðinn milj-
ónamæringur En hann þurfti ekki að
leggja fram einn eyri til þess. Hug-
myndin gaf honum tekjur jafnt og
þjett, þangað til hann varð miljóna-
mæringur.
Jeg sagði einu sinni þessa eögu á
fundi í New Britain. Kona nokkur,
sem þar var lenti í vandræðum ,er
heim kom að ná af sjer kraga sínum.
Seinast varð hún að brjóta kraga
hnappinn. Maður hennar hló að þe.ssu
basli hennar, en hvað gerði hún? H n
íann upp kragahnappinn, sem hægt
er að opna og loka. Það var fyrsti
kragahnappurinn með haus á hjör
um. Nú kannast hver maður við slíka
bnappa. Seinr.a fann hún upp ýmislegt
fleira og fyrir það varð hún meðeig-
andi í %'erksmiðju. Nú fer hún skemti
för yfir hafið á hverju sumri á sinu
eigin guíuskipi —- og lofar bóndanum.
að vera með sjer!
En snúum að öðru merkilegu atriði.
„Hvaða rnerkir menn og konur eiga
heima í þessari borg?“ spyr jeg. Og
mjer er svarað: „Iljer eru ekki neinir
merkir menn, þeir eiga ekki hjer
heima. Þeir hafa flust til Rómar. Par-
isar. London eða eitthvað annað, hjer
cru þeir ekki“.
Þá kom jeg að þessu, r,em er kjarni
málsins.
Menn níða niður sína eigin borg.
Menn telja allt úr. Ef einhver vill
gera nýa götu, þá er um að gera að
rífa það niður. Ef talað er um að
koma upp betri skólum, þá er það
kveðið niður. Það þykir svo sem sjálf-
sagt að kveða niður allar raddir, sem
minnast á framfarir og enduibætur.
Jeg segi ykkur satt, að það er kom-
inn tími til að snúa þessu við. Það er
kominn timi ty þess að hvetja til frarn
fara heima hjá sjer.
Enginn verður mikilmenni noma
þar sem hann á heima. Og hver maöut
getur orðið morkur maður og miKil-
menni í sinni eigin borg. Sá. sem getur
endurbætt götur og gangstjettir. sá
sem getur endurbætt skóli < g fjöigað
skólum, sá, sem eykur lífsþægindi og
menningu annara, sá, sem færir fólkið
nær guði — hann er nokilmenni hvar
sem hann er.
Mundu eftir þessu: Ef þú vilt verða
mikill maður, þá verðurðu að byrja
þar sem þú ert staddur, og eins og þu
ert staddur í dag í þinni eigin borg.
★
Rmsel H. Conwell var fæddur árið
1843 í Massaehusetts. Hann var af fá-
tæku bændafólki kominn og varð að
vinna baki brotnu í æsku. Árið 1860
tókst honum að fá inngöngu í Yale-
háskólann. Tveim árum seinna varð
hann foringi í hernum. í striðinu fórn-
aði skjaldsveinn hans, Johnnie Ring
lífi sínu fyrir hann. Þetta hafði svo
mikil áhrif á Conwell að hann strengdi
þess heit að vinna ætíð 16 stundir á
sólarhring þaðan í frá — 8 stundir
fyrir sjálfan sig og 8 stundir fyrir
Johnnie Ring. Hann efndi það heit
dyggilega — helming vinnutíma síns
varði hann til að vinna að almennings
heill.
Ilann varð lögfræðingur og hafði
nóg að starfa og hefði getað orðið
ríkur. En svo gerðist hann baptista
prestur í Philadelphia með 600 dollara
árslaun. í þessari borg dvaidist hann
síðan til dauðadags.
Þegar hann hafði verið þar í 30 ár
reisti söfnuður hans stærri kirkju en
nokkur annar söfnuður átti. Conwell
tók að sjer unga og efnilega menn og
kenndi þeim ókeypis. Þannig lagði