Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 1
b*fc 3G. tölublað Jfofgmifclato im Sunnudagur 10. októbor 1048 XXITI. árgangui Björn Th. Björnsson: MERKILEGT LISTAVERK ÞAÐ ER frekar sjaldgæft nú á dögum, að gömul og fræg lista- verk leggist í flakk, en bó mun ótíðara, að þau hafni hjer á ís- landi. Flest hafa fyrir löngu eign- ast, fast heimili á listasöfnura víðs- vegar um heim og er jarðreisa þeirra, sem oft hefur verið æði löng og viðburðarík, þar með kom in á enda. Samt er þetta ekki einhlítt því enn gétur komið fyrir, endrum og eins, að gömul og gild lista- söfn leysist upp og innbyggiarnir sem skreytt hafa veggina, fari á tvístring og leyti sjer nýrra heim- kynna. Þetta kemur sjerstaklega fyrir á slíkum umrótatímum, eins og verið hafa eftir tvær síðustu styrjaldir. Slík upplausn hefur nýlega átt sjer stað, okkur til láns, því ein af perlunum úr elsta og merkasta einkasafni Breta gistir nú höfuð- borgina. Er það ein. meðal fegurstu Venusmynda Titians og hefur ver- ið í safni hertogans frá Wellington í Aspley House, London, um nær aldarskeið. Þar sem það mun víst aldrei hafa komið fyrir áður, að svo gam- GISTIR alt og frægt listaverk hafi borist hingað til landsins, er þetta hinn merkilegasti atburður, og þykir mjer ekki mega undir höfuð leggj- ast að gera almenningi nokkra grein fyrir, honum. Hvert mannsbarn á jörSinni kannast við nafnið Titian Vecelli, og flestir vita, hvað í því felst. Titian er fæddur í alpahjeraðinu Cadore, um 70 mílum fyrir norð- an Feneyjar, árið 1477. Gömul og falleg sögn segir, að þegar hann var lítill drengur hafi hann búið sjer til liti úr safa blómanna og málað með þeim mynd af heilagri Maríu. Hún þótti svo falleg, að það varð úr, að hann var sendur til Feneyja, í listaskóla hins mikla meistara Ciovanni Bellini. Það er talið mjög sennilegt að Titian hafi um skeið numið hjá Bellini, því ekki er að villast um áhrifin frá honum. En þó verða áhrif annars manns drýgri í Íist Titians, birtan af hinum unga snill- ingi Giorgione. . Giorgione var höfundur nýrrar ÍSLAND listrænnar túlkunar. í myndum hans er nýr ljóðrænn strengur, ný mannleg tilfinning, sem heillar Titian. Þetta verður best sjeð í hinni frægu mynd hans í Louvre, Féte Chamétre, þar sem tveir ung- ir menn og ein kona sitja í grasi, en önnur kona stendur við brunn með könnu í hendi og er nakin. Þessi mynd markaði tímamót í sogu evrópskra lista, var tjáning nýrrar og frjálsari kenndar gagn- vart manninum og þeirri náttúru, sem hann lifir í. Þegar Giorgione dó í plágunni miklu 1510, aðeins 33 ára að aldri, fól hann örlög .þessa nýja stíls í hendur vinar síns, Titiani. Enginn listamaður 16. aldarinnar, nje neinna annara tíma, hefði valist betri til þessa, því í list Titians sameinast snilli mikils málara ljóð- rænni og djúp-mannlegri tilfinn- ingu. Frægð Titians var engu síðri í lifanda lífi en eftir hans dag. Allir konungar og auðmenn álfunnar kepptust um hylli hans, Karl keis-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.