Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 15
LFJSTíOK MGRGtJNB!-.AF)isIN-S ............... ■ 427 hleypir hann af, sitjandí á stóln- utn. Sögurnar af svaðilförununi eru álíka áreiðaniegar og sögurnar um villidýrin. Flestir veiðimenn fara með járnbrautarlest til Nairobi, sem er inni í landi. Er þangað 22 stunda ferð. Þaðan er svo í'arið 1 veiðiferðir. Venjulegur iauðlegu?’ maður (jeg tala þar af eigin reynslu) getur ferðast ósköp þægi- lega inn í Afríku með því að hafa sex Svertingja til að bera farangur sinn. En jeg hefi aldrei heyrt getið um neina veiðimenn, sem lögðu af stað með minna en 30 burðarkarla. og' heyrt hefi jeg getið um veiði- leiðangra þar sem voru 200 burðar- karlar. Þeir voru látnir bera tjöld, stóla, borð, rúm og rúmstæði og ógrynnin öll af matvælum frá Evrópu. Og þó er víðast hvar hægt að fara á hestum eða bílum Það er líka rjett að hafa það í huga, að í Austur-Afríku, þar sem veiðaruar eru aðallega stundaðar. er loftslag ákaflega milt. Meðal- hiti ársins er þar 63 stig á Fahren- heit. Sögurnar um sýkingarhættu eru líka orðum auknar sem annað. Jeg vildi að mjer gæti liðið jafn vel á Manliattan og mjer líður á lág- lendinu í Vestur-Afríku, og' er þó miklu verra að vera þar en á há- sljettunum að austan. Blöðin eru allt af að stagast á því að þessir veiðimenn sje „land- könnuðir“, en i eitt skipti fyrir öll skal það tekið fram að þeir hafa ekki minnsta rjett til svo virðulegs kenningarnafns. Fæstir þeirra faro um önnur hjeruð en þau, sem hafa verið kortlögð fyrir löngu, og þar sem eru hvítir landnemar og hvitir embættifemenn. Og nú er hægt að íerðast yfir þvera Afriku frá Kon- go til Kenya með nýtísku farar- tækjum jarnbrautum cg íljóta- bétnci. Út f'ra þeirri leið Lggja margix ágaetir bflvegií', meðal ann- ars inn í hinn nafnkunna Ituri- skóg. Kunnur rithöfundur hefur fram- an á kápu einnar bókar sinnar mynd af anddyri, sem hann kailar „kjörgripasafn“ sitt. Á veggjunum hanga hausar af ótal dýrum og allt á milli er þakið feldum og skinn- um af dýrum, sem þessi heiðurs- maður hefur sjálfur drepið. Her bergi þetta hefur hann út búið sjálf um sjer til dýrðar. Hann situr þar og segir: „Jeg drap öll þessi dýr sjálfur". Jeg er ekkert hrifinn og ségi bara, ja, svei. ÍW ÍW V 5W ^ - Molar - Þegar Abraharn Lincoln var enn ungur maður og stundaði málfœrslu bar eitt sinn svo við áð harin hafði tvö mál surna daginn hjá sama dórn- ara. Maliri voru alveg hliðstœð, en hann var sœkjandi í öðru og verjandi í hinu. Um morguninn talaði hann af miklum sannfæringarkrafti og rökstuddi sitt mál svo vel að hann vann það. Seinna um daginn mœtti hann í hinu málinu og talaði nú af sarna sannfœringarkrafti. Dómarinn gat ekki varist brosi og spurði hvers vegna hann hefði skift um skoðuti síðan i nvorgun. — Það getur vel verið, herra dóm ari, sagði Lincoln, að jeg hafi haft rangt fyrir rnjer i morgun, en nú er jeg viss um að jeg hefi rjett fyrir rnjer. Flugmaður sem sendur var upp í loftið til áð skrifa reykskrift, auglýs- ingu fyrir Pepsi Cola, var harnslaus af bræði þegar hann lenti. Fjelagar hans spurðu hvernig á því stæði og þá sagði hann þeim raunaspgu sina: — Jeg ver uppi í hcloftinu og byrj cði £fð skrifa* 'Býfiaði á þvi e3 oua til pað fallegasta P sem jeg neji nokkru sinni skrifað. Svo bjó jeg til lítið e, fallegt p, Ijórnandi s og ágætt i. Svo bjó jeg til stórt og skrautlegt upphafs C, eins og rnig hafði lengi langað til að skrifa þáð. Síðan bjó jcg t’l o svo kringlótt og fallegt að . unun var á áð horfa. Og síðan litið l af nýju gerðinni Jeg var rjett cð enda við að búa til a, en hváð haldið þið áð þá hafi skeð? Kemur ekki jlugvjelarskratti og rennir sjer beint í gegn um mitt fallega o og evðilagði alt saman. Jeg varð svo reiður að jeg flaug á bak við ský og skrifáði hvað eftjr annáð á loftið: Óþokki, óþokki, óþokki........ Ungur franskur maður hafði korn- ist i kynni við dóttur auðkýfings og langaði ákaflega til að giftast henni. En hann var bláfátækur, svo áð hann leitaði r.áða hjái málafœrslumanni. — Þetta ber vel í veiði, sagði rnála fœrslumáðurinn. Jeg er boðinn þang áð í veislu á rniðvikudaginn kemttr og þá skal jeg fœra þetta í tal fyrir yður. Jeg bið yður áðeins að svara einni spurningu: Munduð þjer vilja lála skera af yður nefið, ef einhver byði yður hundrað þúsundir franka fyrir þáð? — Nei, þáð mundi jeg aldrei gera, sagði ungi máðurinn. — Það er gott, þetta þurfti jeg að vita, sagði málafærslumáður. Svo var það í veislunni að hann fór að tala máli piltsins. — Getið þjer sagt mjer hvort hann á nokkuð til? spurði auðkýfingurinn. — Já, mjer er kunnugt um þáð áð hann á ekki handbært fje, sagði málafærslumáður, en jeg veit méð . vissu að hann á verðmæti, sem hann vill ekki selja þótt honum sje boðnir . hundrað þúsurid frankar í það. Pilturinn fjekk stúlkuna. Ef þjóörrnar fara ékkl sð vinna otvl- ' le ja sð þvt ýtrýhui ciriði, þá nu.H Sortció ú'crýma þeim (E’wansön Náws- " ettej,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.