Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 4
„ 416 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Venusmyndin í safninu í Dresden, eftir Titian og Giorgione í Kensington safninu í London. Þegar myndirnar voru seldar á síðastliðnu ári, vildi svo vel til. að Sigurður Benediktsson blaðamað- ur var staddur í London og rjeðist hann í, af einstökum stórhug og glöggskygni, að fastna þetta merki- lega listaverk, með velvild og að- stoð vina sinna í Englandi. Myndin er með afburðum fög- ur. Venus liggur hjer sofandi á skarlatsrauðu klæði, hneppt blóm- um, með aðra hendina undir höfð- inu en hina í skauti sjer. Hún sef- ur undir greinum mikillar eikar. en til hægri opnast auganu hluti af landslagi Cadore með húsa- þyrpingu og hinum forna kastala að Mel. Fvrir framan þorpið ligg- ur særður hermaður, en hirðingi, með staf sinn kemur honum til hjálpar. Yfir allri myndinni ríkir mild og ró kvöldslikja, og hvert form í líkama Venusar kvílir í djúpum blundi. Það er aðgins mikils snill- ings, að anda sömu tilfinningu í mynd nakins líkama og landslag, og skapa úr því eiria heild sam- stiltrar tjáningar. En hjer er þetta gert. Litglóðin í trjánum og hús- unum, mýktin í línum hinnar sof- andi konu, og ekki síst hinn bljúgi svipur andlitsins, slær allt streng hinna sömu tilfinninga. Mjer þykir vel mega taka undir orð hins ágæta danska listfræð- ings, Chr. Barfoed, sem var sjer- stakur fræðimaður um Titian þeg- ar hann segir um Venus frá Darm- stadt, og um leið um þessa mynd hjer, að hún beri af öðrum Venus- myndum Titians fyrir fegurð. Það má greinilega sjá, hve merki- leg myndin hefur þótt, því að til eru kópíur af henni í ýmsum fræg- ustu söfnum Bretlands, svo sem Dudley House í London, i Fitz- william Museum í Cambridge (nr. 38), og í safninu í Dulwich. Allar eru eftirh'kingar þessar talsvert minni. En sú, sem nú er hjer, og hin í Darmstadt eru jafnstórar, 166 X120 cm. í Venusmynd þessari er bak- grunnurinn hinn sami, eða mjög syipaður og í „Nöli me tangere“ í National Gallery í London og nokkrum fleiri myndum. Það, sem aðallega ber á milli er það, að í þessari er kastalinn í bakgrunnin- um sívalur, en í öllum hinum fer- strendur, og hefur þetta atriði stundum verið notað til að rengja höfundarnafn Titians að henni. í þessu sambandi er það athvglis- vert, að í mynd Titians, „Heilög og jarðnesk ást“, er sama húsaþyrp- ingin með kastalanum og hier, en sjeð hinum megin frá. Þar er kast- alinn sívalur, eins og í þessari. Listasafnið í Dresden í Þýska- landi á Venusmynd eina, sem er mjög lík þeirri, sem hjer um ræð- ir. Hefur hún löngum verið eign- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.