Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 9
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 421 Hjá lnipressiouislum Víkjum þá aftur suður til Ódáins- valla. Við vorum fjögur samferða þenna dag, Kjartan Thors, kona hans frú Ágústa, Kristján Alberts- son sendisveitarfulltrúi og jeg. Og byrjuðum ferð okkar í mál- verkasafni því, sem nýlega hefur verið sett upp, til varðveislu á þeim listaverkum Impressionistanna sem eru í ríkiseign. Safn þetta er vestarlega í Tuill- eri-garðinum. Var húsið uppruna- lega bygt fyrir knattborðsleiki þeirra, er bjuggu í Tuilleri höllinni. En þá konungshöll brendu Comra- unardarnir í uppreisninni árið 1871. Þar bjó Lúðvík sextándi, og María Antoinetta. En úti á C.on- cordé-torginu, fyrir framan höllina, voru þau hálshöggvin, setn og ntarg ir þeirra, er líflátnir voru á bylting arárunum í lok 18. aldarinnar Hjer er ekki tækiíæri til að lýsa safni Impressionistanna. Fróðlegt verður það þegar saga íslenskrar myndlistar á öndverðri 20. öldinni verður satnin, að sjá hvernig rakin verða áhrifin frá þeim brautryðj- endum, höfundum myndanna sem Ódaúisvellir — Champs-Elysées Saga í stuttu máli í fyrstu solum safnsins, þegar inn er konnð, eru nokkrar myndir úr lifi þessara brautryðjenda. Þær hafa sögulegt en rnmna listrænt gildi. Þar er lika saga Impression- istaima sögð á nokkrum veegflöt- um, með myndum og stuttum áletr- unum eða málsgreinum. En eftir- tekt vekur það, hve flestir þessara manna bera mikimi svip erfiði og elju. Það er ekki tekið út með sitj- andi sælunni að vista sig á ódáins- völlum listarinnar. Þegar jeg sa þessa sogu Impress-. ionistanna, þannig uppsetta, datt mjer í hug salurinn í Þjóðminja- safninu heima, sexn ætlaöur er fyrir Sigurboginn á Stjörnutorginu lijer eru geyrndar, til okkar af- skekta lands. Mjer var það vitah- lega Ijóst, áður en híngað kom, að það er stefna þeirra, og starf, sem verið heíur einn mesti og besti afl- gjafi íslenskrar myndhstar undan- íarna áratugi, að svo miklu leyti, sem hún lifnaði og vaknaði fyrir erlend áhrif. Jeg get ekki neitað því, að jeg varð fyrir nokkrum votibrigðum þarna, vegna. þess, hve tiltölulega fáar myndir eru á safni þessu eftir Cezanne og Van .Gogh. En hvað um það. Eftirminnilegt verður það fyrir alla, er þeir í fyrsta sinn með eigin augum sjá myndir’ eftir þessa 19. aldar menn, sem kendu mönn- um að beita augum síniim árnýján hátt, og sköpuðu með því í raun og veru nýjan heim fyrir mannkynið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.