Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBEAÐSINS 419 hann, „þá er ekki um annað að gera en auka matvælaframleiðsluna heima fyrir eins og mögulegt er. En nú blasir alls staðar við oss eyðilegging og landauðn". Hvernig hugsaði hann sjer þá að bæta úr matvælaskortinum? Hann svaraði því svo: I stuttu máli verða að koma alheims samtök um það að láta þá, sem þurfa, fá landbún- aðarvjelar og áburð Það verður að, koma á fót stórkostlegum á- veitum og nýrækt. Hann fekk í lið við sig hundr- uð vísindamanna, sem tjáðu sig fúsa að starfa hvar sem væri í heiminum. Og störf þeirra hafa verið með mörgu móti. Skal hjer aðeins drepið á fátt eitt. Pakuechou heitir lítil ey skamt frá Nanking í Kína. Um margar aldir höfðu eyjarskeggjar lifað á landbúnaði og vefnaði. Svo kom stríðið og Japanar einangruðu eyna frá meginlandinu. Þá varð þar eld- neytisskortur og eyjarskeggjar hjuggu skóginn, sem þar var, og notuðu hann í eldinn. En þegar skógurinn var farinn tók landið að blása upp og rigningavatn skolaði jarðveginum burt. Horfði þarna til stórkostlegra vandræða og var leitað til FAO. Það sendi þangað 2,000,000 gróðurkvista og menn hjálpuðust að að gróðursetja þá Nú eru að vaxa þar trje aftur. — Uppblæstrinum er lokið. Og búist er við því að árið 1950 verði öll ummerki rányrkjunnar horfin. í Kína hefur gengið illkynjuð fjárpest, sem hefur drepið milljón- ir nautgripa á hverju ári. FAO út- vegaði nýtt bóluefni frá Kanada og á þessu ári verða 15 milljónir stórgripa bólusettar. Er búist við því að ein bólusetning dugi til þess að nautgripur geti ekki tekið veik- ina. Samkvæmt áætlun, sem FAO hefur gert, eyðileggja rottur, skor- dýr og mygluskemmdir 33 milljón- ir tonna af brauði og kornmat á hverju ári. Það mundi nægja til þess að halda lífinu í 150 milljón- um manna. Sir John var kunnugc um af eigin reynslu, að með betri geymslu er hægt að koma í veg fyrir að svona mikið fari í súginn. Hann sendi því menn sína þangað sem mest kvað að því að matvæli færi til spillis. Sá heitir dr Step- han S. Easter, sem sendur var til Egvptalands. Hann sá þa að upp- skeran var látin í strigapoka og þeir geymdir á bersvæði, þar sem ómögulegt var að verja þá fvrir skaðræðisdýrum. — Hann skipaði mönnum að reisa hlöður úr stein- steypu. Egyptar brugðust reiðir við og sögðu að kostnaðurinn við að reisa eina slíka hlöðu væri sjer ofurefli. Hann sýndi þeim þá fram á hve mikið tjón þeir biðu við það að geyma uppskeruna í strigapok- um og að það næmi svo miklu á 17 mánuðum, að fyrir það gætu þeir reist nýtísku kornvöruskemm- ur. Þá hefur FAO leitað um allan heim að nýjum matjurtum, sem hægt væri að rækta með góðum árangri. Á þessu ári var t.d. gerður út leiðangur inn í frumskóga Suð- ur-Ameríku, flugvjelar, bátar og jeppabílar. Þar fannst pálmahnot, og er helmingurinn af þunga henn- ar ætilegt viðsmjör. Spratt svo mik ið af þessum hnotum þarna, að leiðangursmenn sögðu að þar mætti fá næga matarolíu handa öllum heimi — væri hægt að koma hnotunum á markað. í Ítalíu hefur komið upp sýki í kastaníutrjám, sem mikið hafa verið ræktuð þar. FAO hefur látið flytja loftleiðis frá Kína aðra teg- und kastaníutrjáa, sem talið er að sýkin muni ekki geta unnið bug á. Og ítölskum og spönskum sjer- fræðingum hefur verið falið að leita uppi fleiri tegundir. Jurt, sem kölluð er „sunflower" hefur verið send í stórum stíl til ræktunar í Tjekkóslóvakíu, en úr fræi hennar fæst ágæt matarolía Kynblandað korn hefur verið flutt til Ungverjalands og hefur aukið uppskeruna þar um 32—117%. I Júgóslavíu er verið að gera rækt- unartilraunir með nýar tegundir af smára. Og til Póllands hafa ver- ið sendar útsæðiskartöflur sem kartöflusýki bítur ekki á, og gefa ágæta uppskeru. ★ Fyrir nokkru lagði Sir John nið- ur formennsku í FAO. Hann þótt- ist mundi gera meira gagn með því að vera óháður því fyrirtæki, því að þá mætti hann tala óhikað og reyna að sannfæra hinn villuráf- andi heim um það, að menningin er á barmi glötunarinnar ef vjer margföldum ekki hið bráðasta mat vælaframleiðsluna. Hann er nú 68 ára? að aldri og situr á búgarði sínum í Skotlandi. Og þessi sjerfræðingur í fram- l'eiðslu, hagnýtingu og notagildi matvæla, lætur það vera sitt fyrsta verk á hverjum morgni að borða einn disk af hafragraut. „Mjer þyk- ir hafragrautur góður“, segir hann „og það er heilsusamlegt að borða ofurlítið á hverjum degi af þeim mat, sem manni þykir góður“. íW OKTÓBER Glóey lœkkar ganginn sinn, glööum fækkar brosum, blíðu smækkar bragurinn, brún á hækkar rosum. Stiltu blíö í stormahöll stóru hríöarelin, byrgja stríö þau straumaföll stjömu fríöu hvelin. BENEDIKT EINARSSON, Miðengi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.