Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 11
LTCSBOK MORGUNBLAÐSINS 423 höfuðstað hins góða smokks, eigi erfitt með að hugsa sjer, að stvrj- öld sje yfirvofandi sem verða myndi hin mannskæðasta. sem mannkvnið hefur lifað. Fóll-dð sem er hjer, sem kallar þessa borg sína, hefur erft hana, elskar hana, og alla fegurð hennar, lítur sennilega svo á, að það sje ekki fvrir neinum í heiminum. Það vill fá að njóta lífsins, eins og þarna þenna sunnudag. Af öUum þeim tugþúsundum, sem þarna sátu, oggengu, og hvíldu sig, var ekki einn einasti, sem gerð- ist brotlegur við hina fylstu hátt- prýSi. Og þó voru tjlhneigingarnar ekki lagðar í viðjar neinnar bind- indisreglu. Eftir því sem umhverfi manna er fágaðra, eftir því gerist mönnum það auðveldara að fága hegðun sína. Mikil ógæfa var það, að svo fáir íslendingar skyldu feta í fótspor Tómasar Sæmundssonar, og gista heimsborgina á unga aldri. í stað þess að láta útþrá sinni fullnægt við Eyrarsund. Er þetta ekki mælt af neinni óvild til Hafnar, eða íbúa hennar. En Strykið, á milli Ráð- hússplássins og Kongsins Nýja- torgs, er ekki heimsborg. Sjónar- miðin sem þar skapast verða altaf önnur en hjer. Á leiðinni til baka, eftir Ódáins- völlum, beindi Kristján athygli okk ar að standmynd Clemenceaus. — Hún stendur í trjálundi á Ódáins- völlunum. Karl er þar ekki prúð- búinn, með pípuhatt að hofmanna- sið. Hann kemur þar til dyra, eins og hann var, þegar hann var stærst ur, mestur, þegar hann óð áfram á vígstöðvunum í heimsstyrjöldinni fyrri, í regnúlpu, með hjálmi líkan hattkúf á höfði, og vel búinn til fótanna. En austanstormurinn lem- ur hann utan, örfar hann, svo hann hraðar göngunni. Þannig var þessi þjóðforingi Frakka, þegar re-ið meat á, þegar þeir m. a., fyrir tilstilli iians, stóðu fastast fyrir. Skelfilegur munur er á svona mynd, og hinum, sem eru settar upp eins og kommóðustáss. Fótstallur myndarinnar er veður, barinn, breiður klettur, alveg ó- breyttur frá því sem náttúran hef- ur gengið frá honum. Kvöld í garðinum Er kvölda tók, gengum við stund- arkorn um Tuilleri garðinn. Þar er. Louvrehöllin með öllum hinum mikla ræg listaværka frá öllum öldum. í garði þeim var þetta kvöld e. t v. ennþá viðkunnanlegra en á ..Völl unum“. M- a. vegna þess, að þar var svo mikið af börnum, á öllum aldri, í fylgd með foreldrum sínum og fóstrum. Á tjörnum í garði þessum, sem sjálfar eru hreinustu listaverk var siglt litlum leikfangasnekkjum í kvöldblænum. En börn og fullorðn- ir fylgdust með því, af athygli, hvernig hverju því fari miðaði á- fram. — Blómskrúðinu umhverfis tjarnir þessar verður ekki lýst með orðum nje þeim hagleik, í sam- setning gróðurs, er þar mætir aug- anu. En hvernig er á öðru von í borg þar sem jbúarnir hafa svo mikinn fegurðarsmekk, að hægt er að ganga á milli búðarglugganna til þess eins, að hafa ánægju af vöru- sýningunum eins og fögrum kyrra- lífsmyndum hinna bestu málai a. Sá einn er munurinn, að myndirnar eru óumbreytanlegar, þegar þær eru einu sinni komnar á ljereftið. En „myndunum“ í búðargluggun- um er breytt, jafnvel daglega. 1 suðurhluta Frakklands eru rækt- uð ýmis blóm, jasmine, rósir o. s. frv. eingöngu til þess að ná angan þeirra í ilmvötn. En fleira þarf til þess að gera góð ilmvötn. Það þarf rósarolíu frá Búlgariu. trjákvoðu frá Brasiliu, magnolíu frá Borneo og Ylang-Ylang frá Madagascar. Það er gulgrænt blóm, sem aðeins vex þar. Blómin þarf að lesa á vissum tima dags og við ákveðið lofthitastig, svo að ilmurinn af þeim sje sem bestur. Ilminum er náð úr þeim með feiti og gastegundum. Til þf-ss að fá eitt pund af jasminvatni, þarf um R00 pund af blómunum. Mjög er það sjaldgæft að sama ilmvatnið sje markaðsvara árum saman- Undantekning frá þessu er franska ilmvatnið Chanel nr. 5- Fað hefir nú verið eftirsótt í 25 ár, og enn er eftirspurnin jafn mikil og verið hefir. Þetta er talið eins dæmi. Og það er ofurlítil saga um það hvernig þetta ilmvatn varð til. Ung- ur franskur maður, Ernesc Beaux var á heimleið frá Rússlandi árið 1923 og fór um Finnland. Þá var þar alt í hásumarskrúða og landið hvarvetna þakið blómum. Þá datt Beaux í hug að úr þessum blómum mætti fá hina unaðslegustu angan. Þegar hann kom heim til Frakklands rjeðist hann hjá tískuhúsi Mlle Ga- brielle Chanel og hún bað hann að finna upp gott ilmvatn til að setja í tískukjólana sína. Þá bjó hann til Chanel nr. 5. Það var kallað Nr 5 vegna þess að það var revnt í fyrst$ skifti á tiskusýningu sem var opnnð 5. mai. ^ ^ ^ ^ ^ Þið er ekki nóg aö hafa rjett fyrir sjer endrum on eins. Klukka, sem stendur, er rjett tvisvar sinnum á sólarhri/ng (New., Reaordj,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.