Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 10
1 422 LESBOK MORGUNBL'AÐSINS t sjerstakar sýningar, og fræðsluer- indi. Þar ætti að setja upp sögu íslendinga, með táknrænum mynd- um, og stuttorðum skýringum, svo hver maður, sem þangað kæmi, er- lendur sem innlendur, gæti á fám mínútum fylgt söguþræðinum gegn um aldirnar. Og væri það sem fram kom á sýningunni vorið 1944, góður grundvöllur eða upphaf að því sem þarf að vera. Er sem mig minni, að þessi hugmynd hafi komið fram áð- ur. Jeg sá þarna vel, hve fram- kvæmanleg hún er. Borg listanna Borg listarinnar. — Höfuðstaður hins góða smekks. Þannig er titill á myndabók um Parísarborg. Og er sannmæli. Úr mjmdahöll Impressionistanna gengum við út á Concorde torgið. Þar gnæfir obeliskinn, yfir fagrar myndastyttur breiðar ak- og göngu brautir. Torg þetta er talið vera eitt hið víðáttumesta í nokkurri borg. Þær hafa mokað vel skess- urnar hans Napoleons, sem Grön- dal talar um í Heljarslóðarorustu, er þær mokuðu húsum og hverju sem var til að auka alnbogarúmið fvrir hina keisaralegu umferð. Jeg hafði verið einn á ferð um torgið daginn áður, en þá hafði ver- ið bílstjóraverkfall framan af degi, og var nú afljett. Umferðin á torg- inu minti mig á stórfljót, sem velt- ur fram í mörgum kvíslum, en ferðamenn verða að velja sjer vöð á brotum, til þess að komast klak- laust leiðar sinnar og týnast ekki í straumiðunum. Síst var jeg til Par- ísar kominn, til þess að götuhreins- arar fleygðu mjer á hjólbörur og flyttu mig þannig út úr hinni jarð- nesku tilveru. Valdi jeg þann kost- inn, að „þræða brotin" og komast með tíð og tíma leiðar minnar. Fullsamin saga Ekki segi jeg hjer sögu obelisk- Concordctorgið mcð obcliskanum ans. Hann ber utan á sjer sem kunn ugt er, frægðarsögu Ramsesar II, er ríkti með sæmd í Egyptalandi fyrir um 4000 árum. En Mehemet Ali nokkur skenkti Louis-Philip steininn og var hann fluttur hmgað, til prýðis og augnayndis. Við staðnæmdumst úti á torginu til þess að virða fyrir okkur hinar fögru byggingar, sem umlykja þenna sögulega stað. Eitt sinn var torgið kent við Lúðvík XV. og þá var mynd hans hjer. Síðan varð það Byltingartorgið. Og þá voru höfuðin látin hjer fjúka undan fall- öxinni. Síðar verður það kent við sátt- mála, sáttatorgið, þegar íbúum borgarinnar þykir komið nóg af blóðsúthellingunum. Eða þannig hugsa jeg, áð það geti verið, en skálda að vísu nú í eyður þekking- arinnar. í einhverri af sögum Einars Kvar ans kemst hann að orði um Reykja víkurbæ á þá leið, að Víkin okkar sje eins og frumdrög að skáldsögu, sem sje langt frá því lokið, aðeins í byrjun, með miklum eyðum og ósamstæðum þáttabrotum. Þetta var meiningin í orðum Einars, en langt um betur orðuð hugsunin hjá honum. Þetta datt mjer í hug á torginu, þar sem allar byggingarnar, öll stórhýsin renna saman í eina list- ræna heild, þar sem maður rekur hvergi augun í neitt, sem er of eða saknar neins. Þetta er borg, sem kynslóðirnar hafa lokið við að yrkja. Og þess vegna er hún svo aðlaðandi og stórfengleg. Ekki síst fyrir þá, sem ala aldur sinn, þar sem ekkert er fullgert og það sem gert hefur verið, er yfirleitt af van- efnum unnið. • - • • •»— Borg háttprýðinnar Við settumst fyrir framan einn af hinum fjölmörgu veitingastöð- um við Champs d Elysées og horfð- um á umferðina við eitt glas af köldu öli. Mannelfan leið framhjá í sunnudagssólskininu. Margskonar fólk, margskonar þjóða. Enginn þurfti að flýta sjer. Yfir öllum þess um fjölda var mikil friðsæld, sem fór sjerlega vel þessu umhverfi. Það er ekki að furða, þó að fólkið sem á heima í þessari listaborg,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.