Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1948, Blaðsíða 6
418 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS HUNGURVOFAN ÆGILEGRI EN KJARNASPRENGJUR — áeair J^ir /ýohn iSoud LJt FYRVERANDI forstjóri mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, „Food and Agriculture Or- ganization", venjulega skammstaf- að FAO, er merkilegur maður og á merkilegan starfsferil að baki. — Hann heitir John Boyd Orr og e: skoskur. Hann segist sjálfur vera „lítill maður, með mjög mikið verk efni, en lítinn tíma til að leysa það af höndum". Hann stundaði læknisfræði á unga aldri, en að loknu prófi gerð- ist hann forstjóri Fóðurrannsókna- deildarinnar við háskólann í Aber- deen. Það þótti virðulegur titill, en launin voru aðeins um 8 Sterlings- pund á viku, og rannsóknastofurn • ar voru mjög bágbornar. En hani: gerði stofnunina víðfræga, og þang að hafa komið sjerfræðingar frá ótal löndum til þess að læra. Árið 1929 fór hann til Austur- Afríku til þess að skoða hin upp urðu beitilönd þar. Þá komst hann í kynni við Svertingja og sá að skipta mátti þeim í tvo flokka. í öðrum hópnum voru höfðingjarnir. sem átu kjöt og drukku blóð. í hinum hópnum voru þrælarnir, sem lifðu á jarðargróða og mjólk Og þegar hann hafði gert saman- burð á þeim, hvarf hann frá fóðrun búpenings og sneri sjer að mat aræði manna. Þegar heim kom fór hann svo að gera tilraunir. Hann fekk því til vegar komið að í siö skoskum borg um var nokkrum litlum skólabörn- um gefin mjólk á hverjum degi. rr Þau vor* öll heilbrigð og virtust hafa haft nægan mat. En að lokn- um reynslutímanum höfðu þau þyngst um 20r< og „loið miklu betur". Þetta kom öllum á óvart. Seinna gaf Sir John v.t ritgerð sem hjet „Food, Health and In- come" (Fæði, heilsa og tekj/r) og þar skýrði hann frá því berum orðum, að helmingurinn af bresku þjóðinni fengi ekki nægilegt viður- væri, og að minnsta kosti hver 10. maður væri miður sín af tíúti — Vakti þetta óhemju athygli í Bret- landi og var mikið rifist um það í mörg ár. Sir John kvartaði um það að sjer gengi illa að vekja áhuga manna fyrir mataræði fólks „Mjer veitist auðvelt að vekja áhuga bænda fyrir því að fóðra skepnur sínar vel", sagði hann, ,,því að je^ get sannað þeim að það borgar sig. En jeg get alls ekki vakið áhuga þeirra fyrir að fóðra vel sín eigin börn, hvað þá að annara manna börn þurfi betra viðurværi en nú". Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst var Sir John falin umsjá með matvælaskammti Breta. Og ár angurinn var sá, að breska þjóðin var hraustari í stríðslok en hún hafði áður verið. Á stríðsárunum fór Sir John ti! Ameríku og átti tal við Roosevelt forseta um matvælaástandið i heiminum. Varð það til þess að ráðstefna var boðuð um þetta mál i Bandaríkiunum. Bretar vildu ekki senda Sir John á þá ráðstefnu Sir John Boyd Orr. vegna þess hvað hann væri óbil- gjarn. En þá sendi Sir John þang- að kvikmynd, sem f jallaði um mat- vælaskort og ráð til úrbóta og fylgdi stutt ræða, sem hann hafði haldið. Þótti fulltrúum á ráðstefn- unni þetta stórmerkilegt. Svo var það 1945 að ráðstefna var kölluð saman í Quebec til þess að stofna FAO. Þá sendu Bretar Sir John sem ráðgjafa, en ekki sem fulltrúa. Hann helt þar eina ræðu og ætlaði svo að fara heim. En þá voru honum send skilaboð um það, að hann hefði verið kos- inn forstjóri FAO. Hann byrjaði þá á því að ráða sjer samverkamenn, sjerfræðinga og kunnuga menn í öllum löndum hinna 57 þjóða, sem þá voru í Sþ. Og hann skipaði framkvæmda- nefndir. „Þjóðunum stafar miklu meiri hætta af matvælaskorti heldur en kjarnorkusprengjum", sagði hann. Og hann miðaði starf sitt við þetta. Hann hefur bent á það, að sein- ustu 10 árin hefur mannkyninu fjölgað um 200 milljónir, og í tíð þeirra manna, sem nú lifa, muní því fjölga um 300 milljónir í við- bót. „Og vegna þess að nú er ekki í nýar heimsálfur að venda". sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.