Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 1
HVÍTIR INDÍÁNAR JfL omendur norrœnna manna, óem Lomu tií ^MmenLa löncjn d undan ^JJolumL Eftir lestur frásagnarinnar um Kensington rúnasteininn í sein- ustu Lesbók, munu margir hafa spurt sem svo: ,.Hvað varð af þessum mönnum, sem ristu rúnirnar?“ Hjalmar Holand hefur reynt að svara þessu og birtist hjer ágrip af athugunum hans. RÚNIRNAR á Kensingtonsteinin- um segja, að þar hafi verið staddir 30 menn úr leiðangri Páls Knúts- sonar. Má telja nokkurn veginn full sannað, að menn þessir hafi aldrei komist vestur til Vínlands. Fyrst og fremst er ólíklegt að þeim mundi hafa tekist að brjótast 1500 mílur yfir fen og frumskófra vestur að Atlantshafi, og í öðru lagi eru engar frásagnir um ferðalag þeirra, og eru þó heimildir til um það að leiðangurinn kom aftur heim til Noregs 1364. Það virðist hví ekki vera nema um tvennt að ræða, annað hvort hafa Indíánar drepið þá, eða tekið þá höndum og haft þá hjá sjer. Ef hin seinni tilgátan væri rjett, bá má hiklaust gera ráð fyrir því að hinir norrænu menn hafi kom- ist til vegs og virðingar meðal Indí- ána, vegna þekkingar sinnar og yf- irburða. Og þá hefðu átt að finnast einhverjar minjar þess. Nú vill svo einkennilega til, að einmitt á þessum slóðum var uppi til skamms tíma þjóðflokkur, sem sýnilega var afkomandi Indíána og hvítra manna. Þessi þjóðflokkur bar eins og gull af eiri af öllum öðrum þjóðflokkum Indíána þar í grend. Þeir voru kallaðir Mandan- Indíánar og áttu heima í þorpum hjá Missouri í Mið-Dakota. Þeir Indíánaflokkar, er bjuggu næstir þeim, lifðu eingöngu á veið- um og voru á sífeldu flökti fram og aftur. En Mandan-Indíánar bjuggu í víggirtum þorpum og lifðu mestmegnis á akuryrkju. Hús þeirra voru stór og rúmgóð og yfir- leitt traustlega bygð. Þeir voru frið samir menn og smiðir góðir. Um útlit skáru þeir sig úr öðrum Indí- ánum, því að margir þeirra voru hvítir á hörund, með blá augu og gult hár, og andlitsfall þeirra mjög Hjalmar Holand ólíkt því, sem er um aðra Indíána. Þeir höfðu einnig marga siði og háttu, sem voru algjörlega frá- brugðnir því, sem títt er hjá Indí- ánum. Öllum ferðamönnum, sem kyntust þeim, ber saman um það, að þeir hafi borið af öllum öðram þjóðflokkum í Norður-Ameríku um menning, gestrisni og alla hæfi- leika. Fyrstu frásagnir um Mandan kynkvíslina Það fór snemma svo mikið orð af Mandan-Indíánum að margir geiðu sjer ferð til að heimsækja þá. Fyrst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.