Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBEAÐSINS i>53 AUÐUG OLÍULIND FUNDIN sLamt joa&aa er CCteplian Cj. átti heL eima MIKE TURTA hafði búið í mörg ár skamt frá þorpinu Ledoc í Albertafylki. Hann var duglegur og iðjusamur maður, eins og sljettu bændurnir eru yfirleitt. Þeir verða að vinna baki brotnu til þess að sjá sjer farborða. Uppskeran er oft góð, en stundum koma haglel og eyðileggja hana, og stundum koma engisprettur og þá er ekki á verra von. Bærinn hans Mike var afskektur og enginn kannaðist við hann nema nágrannarnir. Þorpið Ledoc höfðu og fáir heyrt nefnt. Það fóru engar sögur af því nje hinum 864 sálum, sem þar bjuggu. En svo breyttist þetta alt í einu í fyrra — nánar tiltekið 13. febr. kl. 4 síðdegis. Verkfræðingar höfðu verið að bora þarna til að leita að olíu. Jarðnafarinn var kominn í 5066 feta dýpi, og alt í einu varð þar gos, og 50 feta hár olíustrók- ur stóð beint upp í loftið. Frjettin um þetta barst eins og eldur á sinu um alt Kanada og Bandaríkin, og til annara heimsálfa. Og í einu vet- fangi var litla þorpið Ledoc orðið heimsfrægt og nafn Mike Turta á hvers manns vörum. Nú varð uppi fótur og fit og um óraleiðir streymdu menn til Ledoc til þess að reyna að njóta góðs af þessum fundi. Olíufjelögin sendu umboðsmenn sína til þess að kaupa lönd og námurjettindi. Imperial Oil í Kanada (sem er deild úr Standard Oil fjelaginu) keypti undir eins 2 miljónir ekra af landi. McColl-Frontenac (sem er deild úr Texas Oil fjelaginu) keypti eina miljón ekra. Og önnur olíufjelög, svo sem Socony-Vacu- um, Gulf, Standard Oil í Kali- forníu og nokkur olíufjelög í Kan- ada keyptu það sem þau gátu náð í. Alls keyptu fjelögin þarna 6 miljónir ekra af landi fyrir marg- ar miljónir dollara. Þetta kom eins og reiðarslag yf- ir bændurna í grend við Ledoc og þeir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið. Um áratugi höfðu þeir erjað jörð sína hörðum höndum, haft nóg að bíta og brenna»þegar vel gekk, en söfnuðu skuldum þeg- ar illa áraði. Engum þeirra hafði komið til hugar að auðæfi væri fólgin undir ökrum sínum. Og nú kom í ljós að þeir gátu orðið ríkir á svipstundu. Fyrir 30 árum hafði Pólverji nokkur komið þangað og keypt 160 ekrur lands. Hann hjet Broni- slaw Rebus og andaðist 1940, en ekkja hans bjó nú á jörðinni. At- lantic Oil fjelagið keypti nú land- ið af henni fyrir 400.000 dollara og svo á hún að fá 12%% af verði þeirrar olíu, sem þar kemur úr jörð, en það getur veitt henni um 25.000 doll. tekjur á ári. „Jeg vildi að við hefðum átt ofurlítið af þessu fje, þegar við byrjuðum bú- skap fyrir 30 árum“, varð henni að orði, er hún hafði ritað undir kaup samninginn. Hvað átti hún nú að gera með þetta stórfje í elli sinni? Það voru ekki aðeins landeig- endur, sem græddu á þessu. Milli- liðir komu þar til sögunnar — hinir og aðrir slungnir menn, sem fundu auraþefinn. Þeir urðu á und an olíufjelögunum og keyptu lönd af bændum og seldu þau svo aftur fyrir mikið hærra verð. Einn græddi 20.000 dollara á þessu á einni vik'u, og annar 75.000 dollara á einum mánuði. í Ledoc komst alt á annan end- ann. Aðkomufólk streymdi þang- að og var brátt orðið miklu fleira en íbúarnir. Nýar byggingar þutu upp, heilar götur mynduðust á einum sólarhring. Það voru tilbú- in hús, sem menn fluttu þangað nnnvörpum handa verkfræðingum, námumönnum, vegavinnumönn- um, smiðum o. s. frv. Og sam- tímis jókst verslun í Ledoc svo að undrun sætti. Alt, sem þar var til, var óðar uppetið. Búðarholurnar varð að stækka, nýar verslanir þutu upp, greiðasölustaðir og kaffi hús. Kanadabanki (The Royal Bank of Canada) varð að setja þar upp útbú. Húsnæði var ekkert, svo að hann fekk inni í þingstofu þorps- ins. Og þegar bæjarstjórnin þurfti að halda fundi1— en þeir gerðust nú tíðir — þá varð bankinn að flytja sig fram í forstofu og af- greiða þar við smáborð. Og þar var miljónum velt. Lögfræðingar höfðu nóg að gera að ráðleggja bændum og skrifa fyrir þá kaupsamninga og samn- inga um olíurjettindi. Og þótt þeir ynnu 14 stundir í sólarhring, þá höfðu þeir varla undan. Og bæj- arstjórinn varð að vinna nótt og dag að þinglýsingum skjala. —0— . . Það er ekki að furða þóti þessi olíunámá setti alt á •annan end- ann. Kanada hafði lengi'verið í olíuhraki. Olíueyðslan-þar í -lahdi nemur 66 miljónum' tunha á ári, 'en af því vár ekki framleitt í'land- inu nema svo sem tíundi hlutinn. Hitt varð að kaupa frá Bandaríkj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.