Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •r~ 547 MANNKYNIÐ í HÆTTU Eí kjarnorkusprengja útrýmir því ekki, geta geislanir gert það að vanskapningum Japanskir læknar tóku fljótt eft- ír því, að geislanirnar frá kjarna- sprengjunum í Hiroshima og Naga- saki, höfðu mikil áhrif á þá, sem komust lifandi af. Og nú er það kunnugt að þúsundir manna, sem lifðu í þessum borgum hafa orðið ófrjóvar. Þessu var ekki gefinn mikill gaumur fyrst í stað, en þeg- ar 20 verkamenn í einni kjarn- orkustöð Breta, kröfðust skaðabóta fyrir það að þeir væri orðnir ó- frjóvir af geislanaáhrifum þar, þá kiptust vísindamennirnir við Og síðan hefir mikið verið um þetta rætt. Einn af helstu lífeðlisfræðing- um heimsins, prófessor J. B. S. Haldane, segir að ekki muni við þetta lenda. Hann spáir því, að af- kvæmi þeirra, sem lifa af kjarna- sprengingu, muni verða hræðilegir vanskapningar og ófreskjur bæði til sálar og líkama og þegar fram h'ða stundir muni geislaverkanir kjarnanna geta breytt algjöriega útliti og innræti mannkynsins. Einn af helstu lífeðlisfræðing- um Bandaríkjanna, prófessor H. J. Muller, er honum samdóma. Og hjá honum er ekki um getgátur einar að ræða, því að hann hefir lengi haldið uppi tilraunum um áhrif geislandi efna á skordýr. Hefir hann skýrt frá þessum til- raunum sínum í „Bulletin of Atom ic Scientists“. Hann valdi sjer á- vaxtaflugur til rannsóknanna. Gerði hann það vegna þess að flug ur þessar eru svo bráðþroska, að 12 stunda gamlar eru þær kyn- þroska. Tilraunir hans ná því til 900 ættliða af þessum flugum, en það samsvarar því að hann hefði rannsakað áhrif geislavirkra efna á mannkynið um 25.000 ára skeið. Árangurinn varð sá, að út af flug- unum komu hinir furðulegustu skapnaðir: flugur með þremur vængjum, flugur með óskapleg augu og óskaplegt vaxtarlag. Lit- urinn var líka mjög mismunandi, og þessi kvikindi lifðu ekki jafn lengi og foreldrarnir. Er þetta forboði þess, hvernig fara muni um mannkynið? Mull- er prófessor er ekki frá því. „Um leið og kjarnasprengja drepur bein línis 100.000 manna — hafa hinir, sem lifa, orðið fyrir breytingu, sem nægir til þess að það komi fram á afkvæmunum í slíkum afskræm- isskapnaði — um þúsundir ára“. Hvernig eru áhrif geislananna? Hvernig geta þau hjá þessari kyn- slóð haft áhrif á óbornar kynslóð- ir? Svarið er þetta: Þegar egg frjóvgast í móðurlífi sameinast þar frá föður og móður jafnmargar eindir af því, sem kallast „genes“ (erfðafrjó). Þegar fóstrið þroskast þannig að frumum fjölgar, þá helst í hverri einustu frumu þetta sama hlutfall af , genes“. En hvað er þá „genes“? Eftir því sem vísindamenn vita best, þá eru þetta mjög fjölþættar sameindir. Hver sameind er svo smá, að hún verður vart eygð í bestu smásjá, en í hverri og einni eru fólgnir hinir ýmsu eiginleikar afkvæmisins. Sumar ráða lit augn- anna, aðrar hárlit og gerð o. s. frv. Þótt sameindir þessar sje óum- breytanlegar undir venjulegum kringumstæðum, þá geta þó orðið á þeim gjörbreytingar ef þær verða fyrir óvæntum áhrifum. Og slík- um breytingum geta geislanir vald ið. Breytingin kemur svo fram í því, að afkvæmið verður öðru vísi, en ella mundi verið hafa. Slíkar breytingar hafa gerst í náttúrunni og halda vísindamenn að þær stafi frá geislum utan úr himingeimn- um, og hyggja þeir‘að þar sje að leita ástæðunnar til þess hvernig lífið á jörðinni hefur skifst í ótal kynkvíslir, og hverja með sínum eiginleikum. Þessi reynsla, sem fengist hefir um það að breytiþróun orsakast af áhrifum geislana, hefir vakið mik- inn áhuga vísindamanna fyrir þessu máli. Prófessor Muller hefir sagt: „Ef kjarnorkan verður ekki not- uð til þess að útrýma mannkyn- inu, þá verður hún áreiðanlega notuð til friðsamlegra starfa. Og þá verður að gera ráðstafanir í tíma til þess að fyrirbyggja breyti- þróun. En hvernig svo sem með orkuna verður farið þá er aðkall- andi að gera varúðarráðstafanir gegn geislaefnunum. Blývarnir, sem notaðar eru til þess að hlífa mönnum við X-geislum, eru al- gjörlega ófullnægjandi. Geislanaáhrifin geta verið svo lítil að ómögulegt sje að taka eft- ir þeim, og þau valda ekki breyt- ingum á mannkyninu fyr en seint

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.