Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 12
552 LESBÖK MOItGUNBIIADSlNS engum manni datt í liug að bana sæotri. Svo skall á heimsstyrjöldin seinöi- Japar hertóku nokki-ar af Aleut-cyum. Þá gerðust menn hræddir um áð nú mundi sæotr- inum útrýmt. Það var svo sem auðvitað að Japanar mundu veiða dýrin eins og þeir gætu, vegna þess hvað belgirnir voru dýrmæt- ir, og ekkert skeyta um friðunar- lögin. Til annara eya var flutt ainerískt herlið svo að vegna hernaðaraðgerða höfðu sæotrarnir ekki friðland þar heldur. Herskip og kafbátar voru þarna á ferð, tundurdufl voru alls staðar. Flug- vjelar Ijetu sprengjum rigna. Og öðru sinni kváðu vísindamenn upp úr með það, að dagar sæotursins væri taldir. En þeir höfðu ekki „tekið það aneð í reikninginn“ að sæoturinn hafði breytt um lifnaðarháttu. Hann komst eigi aðeins lifandi út út heildarleiknum, heldur hafði honum fjölgað mjög á stríðsárun- um. Sæoturinn er skynsöm skepna óg hann hefir lært mikið á því að kynnast mönnunum. Hann hefir gerst tortryggur og margra ára friðun hefir ekki breytt neinu um það. Áður helt hann aðallega til á landi. Þar voru iátrin og þar ólust kóparnir upp. En nú hefir hann skift um bústað og flutt sig út á liafið. Heldur hann aðallega til þar sent ílekkir af blöðruþangi eru á floti: Hann kemur ekki einu sinni í land til að kæpa, heldur elur afkvæmi sín út á sjó. Er það mikil venjubreyting og veldur hon um miklum óþægindum, því að kóparnir eru ósyndir og ósjálf- bjarga. Þeir eru lengi á „höndun- mu“ og mæðurnar verða að synda með þá í fanginu þangað til þær hafa kent þeim að synda. En hvað eiga bær bá að geia begar þær kafa eftir fæðu, þurfa að elta fisk eða .sækja skelfi.sk nfður á sjávar- botn, þar sem er 150 feta dýpi? Þær hafa fundið ráð. Þær krafsa saman blöðruþang á yfirborðinu og búa til úr því dyngju. Þar leggja þær svo kópana á bakið, svo að þeir geti ekki brölt neitt og breiða svo blöðruþang yfir þá. Þegar hin fullorðnu dýr kafa niður í sjávarbotn eftir skeljum, koma þau oft með stein með sjer. Þau leggjast svo á bakið hjá dyngju „krakkans“ og láta sig fljóta. Brjóta þau þá skeljarnat á bringu sjer með steininum og mata svo þann litla. Einkennilegt er það. að sæotr- arnir hafa lært eitt af mönnunum. Veiðimenn höfðu áður þann sið að koma að dýrunum úr sólarátt, því að þeir tóku eftir því að þau sáu ekki neitt ef þau horfðu mót sólu og þess vegna var liægt að ganga að þeim. En nú hafa sæotrarnir lært það að skyggja liönd fyrir augu, þegar þeir horfa undir sól. Þeir hafa líklega tekið eítir því að menn gerðu þetta og lært það þannig. ^ ^ ^ ^ ^ WalrffL eni ómitlerar ÞAÐ HEFIR löngum verið talið eitthvert augljósasta dæmið um bað hvað hvitir menn standa villu- þjóðutn framar að menningu, hvernig þeir ganga að mat sínum — borða með hnífapörum. Það er talinn órækur vottur um siðmenn- ingu og hreinlæti, að borða með hnífapörum. Og nú kemur einn af fremstu læknum Breta,' dr. I. Gordon, og segir að það sie hreinasta vilh- menska og soöaskapur að borða með gaffli og gafflarnir sje máske einhverjir verstu smitberar. Þetta byggir hann á athugun- um, sem hann hefir gert. Hann og nokkrir aðstoðarmenn hans, heimsóttu 100 bestu gistihúsin í London og athuguðu sitt hnífa- parið á hverjum stað. Þeir höfðu ekki smásjá með sjer, en af 100 göfflum sem þeir skoðuðu með berum augum, virtist þeim 21 vera hreinn, en í klaufunum á hinum 79 voru alls konar óhreinindi, svo sem varalitur, leifar af hreinsun- ardufti og mat. Síðan hefir dr. Gordon ritað grein um þetta í læknablaðið ,,Lancet“ og segir þar meðal ann- ars: „Um hundruð ára hefir engin breyting verið gerð á matgöfflun- um. Það er haít svo þröngt á milli armanna að mjög erfitt cr að fága þá og hreinsa, sjerstaklega í kverk unum. Það er undarlegt að menn skuli gera mikið veður út af því að íóik notar sprungna bolla, en skeyta ekkert um það að gafflarn- ir eru máske allra hættulegustu smitberar“. Hann leggur þó ekki til að gaffl- arnir verði lagðir niður, heldur verði gerð þeirra breytt. Og hann liefir sjálfur smíðað gaffal, sem liann vill að komi í stað þeirra, sem notaðir liafa verið. Þessi nýi gaffall er hafður þannig að sem allra auðveldast sje að hreinsa hann. Hann er breiður og með stuttum örmum og armarnir ekki nema þrír Við það verða klauf- irnar víðari og svo gengur laut upp frá þeim og er þarrnig hvergi nein brún, senr óhreinindi geta sest í. Slíka gafíla er hægt að fága með klút, svo að livergi verði nein óhreinindi eftir. Þessir rrýu gafflar eru svo hajidlrægir og þægilegir að dr. Gordon segir að alhr rnegi verða íegnir að losna við hina gðmlu og hættulegu gaffla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.