Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 4
5H LESBÖK MORGUNBIlAÐSINS Og svo hlýtur kynblöndunin að hafa átt sjer stað miklu fyrr því að annars mundu Mandanar hafa haft einhverjar frásagnir af atburð- um, er svo nýlega höfðu gerst Það verður að leita hinna hvítu forfeðra þeirra meðal hins norræna kynstofns í Evrópu. Og er þá ekki um aðra að ræða en Þjóðverja, Hol- lendinga, Englendinga og Norður- landabúa. Nú er það ekki kunnugt að hirar þrjár fyrst töldu þjóðir hafi gert út neinn leiðangur, er gæti hafa látið eftir sig afkomendur lengst inni í landi í Ameríku. Það má því full- yrða, að forfeður Mandana voru ekki Þjóðverjar, Hollendingar nje Englendingar. Og er þá ekki öðr- um til að dreifa en Norðurlanda- búum. Og um þá horfir öðru vísi við. Það er eigi aðeins kunnugt að Norðurlandabúar lögðu leiðir rín- ar til Ameríku snemma á öldvm, heldur hefur nú Kensington-steinn inn sannað, að stór hópur þeirra var staddur skammt frá Mandön- um árið 1362. í „Handbook of Arne- rican Indians" segir svo um Mand- ana: Málfar þeirra og flutningar beirra vestur á bóginn eftir að sög- ur hófust, benda til þess að þeir hafi áðui . átt heima austar, senni- lega í grend við Efri-vötnin. Þá er og sennilegt að sagnir, sem ganga í norðvestur Wisconsin um hina svokölluðu „húsa-Indíána“ er einu sinni bjuggu þar og bygðu sjer niðurgrafin hringmynduð hús eigi við Mandana. Gera má ráð fyrir að þeir hafi áður hafst við efst með Missisippi og sennilega farið nokk- uð niður eftir því fljóti áður en þeir fóru til Missouri“. Þetta getur bent til þess að það, sje-rjett -í sögusögn Mandana að hvíti maðurinn, forfaðir þeirra, hafi komið að vestan. Hið seinasta, sem vjer vitum um norrænu leið- angursmennina er það, að þeir voru á austurleið. Það er því ákaflega sennilegt að Mandanar hafi erft menningu sma og hinn hvíta hörundslit frá ein- hverjum þeirra manna, sem nefnd- ir eru á Kensington steininum. Og prófessor N. H. Winchell hefur þeg ar áður giskað á þetta í hinu mikla riti sínu ,.The Aborigines of Minne- sota“ Hjer stendur alt heima. Svíar og Norðmenn eru af hreinu kvni og bess vegna var eðlilegt, að afkom- endur þeirra og Mandana erfðu í ríkum mæli einkenni þeirra. Þá skýrist og það, hverja heigi Mand- anar hafa á báti. Þegar þeir hafa int hina norrænu menn eftir hvað an þeir komu, munu þeir auðvitað hafa sagt að þeir hefði komið á skipi yfir hafið. Nú eiga Mandanar heima lengst inni í landi, og gátu því enga hugmynd gert sjer um hafið. En í meðvitund þeirra verð- ur það að ímynd hins m.ikla flóðs. Báta þektu þeir. Og svo trúa þeir bví að fyrsti hvíti maðurinn hafi sloppið úr flóðinu á báti. Það er fleira sem styrkir þessa tilgátu. Það má ráða af því. hver.iig hinir framandi menn brcyttu hátt- um og menningu Mandana, að þeir hafa komist þar til valda, og því bæði verið greindir og miklir fvrir sjer. Og það hafa förunautar Páls Knútssonar óefað verið, þar sem Konungur leggur áherslu á að hann taki úrvalsmenn sjer til fylgdar. Það má líka sjá, að hinir hvítu forfeður Mandana hafa verið trú- ræknir menn. Sjest það best á því að enn á dögum Catlins og Maxi- milians búa Mandanar að því En bað er einmitt kunnugt um Pál Knútsson og menn hans að þeir voru í trúboðserindum. Norræn liúsagerð Þá má geta þess að húsagerð var önnur hjá Mandönum en kynbræðr um þeirra þar fyrir austan og vest- an. Hús þeirra voru svo gjörólík hinum birkiþöktu kofum Indíán- anna fyrir austan og tjöldum Indí- ánanna fyrir vestan, að óhugsandi er að byggingarlag þeirra hafi ver- ið framþróun í þeim bvggingarstíl. Ekki er óhugsandi að einhverjum kynflokki Indíána hefði hugsast að byggja öðru vísi en nágrannar hans gerðu, en það er þó harla ólíklegt. Hitt er líklegra að Mandanar hafi lært byggingarlistina af aðkomu- mönnum. Á hinn bóginn er það ekki nema eðlilegt, að hvítir menn hafi viljað breyta byggingarlagi Indíána og koma upp húsum sem líkustum þeim, er þeir á+tu að venj ast, eftir því sem efni og smíða- áhöld leyf ðu. En er þá nokkur svip- ur með húsum Mandana og bygg- ingum á Norðurlöndum á 14. öld? Til að byrja með er best að segja frá húsum Mandana eins og þeir Catlin, Henry og Maximilian hafa lýst þeim. Húsin voru hringmynduð og um 40 fet, eða meira, í þvermál. Vegg- irnir voru þannig gerðir að stoðir voru reistar með svo sem 10 feta millibili og vegglægjur festar þar ofan á. Síðan var klætt utan með fjölum. Þar utan á voru settir bjálk ar og torfveggir hlaðnir í knng. Inni í þessum hring voru settar niður 4 stoðir fimtán fet á hæð, með 10 feta millibili. Milli þeirra voru sterkir bjálkar. Síðan var sí- reft af veggjum og voru raftarnir svo langir að þeir náðu hjer um bil saman efst í toppnum; þó var þar ljóri, bæði til þess að reykur gæti farið út og birtu lagt inn. Ofan á raftana var lagt þykt tróð af skógarlimi og síðan þakið yfir með torfi og þar utan á borinn þjettur leir, sem harðnaði. Beint niður undan ljóranum voru hlóðir, gerð- ar úr hellum, sem reistar voru á rönd. Rúmin stóðu út við vegg og voru um 2 fet á hæð. Voru breidd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.