Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Qupperneq 3
LESBÖK MORGUNBL'AÐSINS þeirra voru ekki jafn traust. Catlin lýsir þeim þannig: — Mandanar eru sannarlega merkilegur og viðfeldinn þjóðflokk ur og um útlit og siðu líkjast þeir ekki neinum Indíánum, sem jeg þekki. Jeg er sannfærður um það, að þeir eru af einhverjum öðrum uppruna, en aðrir kynflo'kkar í Norður-Ameríku, eða þá að þeir eru kynblendingar hvítra manna og Indíána. Margir þeirra eru hvítir — einkum konur — gráeygir og blá eygir, vel vaxnir og svo háttprúðir, að maður hlýtur að dást að þeim. Háralitur er mjög mismunandi eins og á meðal hvítra manna, nema rautt hár sá jeg hvergi. Allir aðrir Tndíánar eru eirrauðir á hörund og með svart og strítt hár.--- Maximilian segir um þá að þeir sje nær hvítir og sumir rjóðir í kinnum. Þeir hafi hvorki ai'narneí nje há kinnbein eins og Indíánar. Kristnar huginyndir Það var eigi aðeins um útJit að Mandanar rnintu á það, að þeir væri af hvítum mönnum komnir, heldur bentu og ýmsar venjur þeirra og siðir til þess. Trúarskoð- anir þeirra og bábyljur voru yfir- Jeitt hinar sömu og' meðal annara Indíána, en þó var í þeim ýmislegt er benti til þess að þeir liefði haft kynni af kristnunr fræðum. Allir Indíánar trúa á einhverja fornald- arlietju, sem þeir þykjast komnir af, og það gerðu Mandanar líka En sá var mismunurinn, að hjá þeim var þessi hetja hvítur maður, sem hafði komið að vestan á stórum báti. Svo rík var trúin á þessa sögu, að þeir höfðu bát á helsta torgi sínu, sem heilagt tákn um þennan atburð. Því var lílra trúað, að þessi hviti íorfaðir heíði komið með nýa siði og nýa þekkingu. Og enn um það leyti, er Catlin hennsóttí bjóö- flokkinn, var bessa atburðar minst með árlegri hátíð. Mandana-konur með blá augu og glóbjart hár. (Teikn. Catlins). Margt í trúarbrögðum Manduna bendir til þess, að þeir hafi komist í kynni við kristin fræði. Má þar nefna að þeir segja að einu sinni hafi hrein mey alið barn, og þegar drengurinn var fullþroska gerði hann mörg kraftaverk, þar á meðal að metta ljölda íólks með litlum mat og urðu þó leifarnar engu minni en maturinn var upphaflega. Þá er og getið um ofsóknir gegn honum og að óvinir hans hafi látið taka hann af lííi. Þeir hafa og sog- una um syndaíall Evu og söguna um syndaflóðið svipaða og hún er sögð í biblíunni. Flestir Indíána- þjóðflokkar eiga að vísu sögu um ógurlegt ílóð áður en jörðin var til, en Mandanar einir liafa sögu um flóð eftir að jörðin fór að byggjast. Og þeir segja Jíka að þá hafi dúfa vei'ið gerð út af örkinni til að leita að þurru landi, þegar flóðið fór að sjatna, og komið aftur með græna grein af pílviði 1 nefinu. Þetta er alveg eins og í fyrstu bók Móse. nema þar er sagt að dúfan hafi komið með olíuviðarlauf í nefinu. En þar sein olíuviður þekldst ekki á þessum slóðum, hefur liann breyst í pilvrð hja Mandönum Cathn segir um þetta, aö þaö virðist svo sem þeir haíi haft kvnni af ejihverjum trúboðum, því að þetta þekki ekld aðrir þjóðflokkar þarna. Maximiiian segir líka frá bví að þeir kunni biblíusögur um örk - Nóa, syndaflóðið, Samson sterka o. fl.,- og þetta hljóti þeir að hafa lært af viðkynningu við krislna menn, einhvern tíma, Hverjir voru forfeður þcirra? Öllum þeim, sem kyntust Mand- önum og skrifað hafa um þá bei saman um það, að þeir liljóti að vera afkomendur livítra manna og Indíána. Og þá er að athuga, hvaða hvítir menn það hafa getað verið. Þeir hljóta að liafa verið kristnir, eins og sjest á því, sem áður heiur verið sagt. Og þeir hljóta líka að hafa verið af norrænum ættum, það sjest á því, að Mandanar skyldi vera með grá og blá augu og ljóst liár. Það getur ekki komið til mála að Innna hvítu foríeðra Mandana sje að leita meðal fyrstu landnemanna í Ameríku, og liggja til þess marg- ar ástæður. Saga landnámsins er vel kunn og þar er ekki getið urn neina, sem hafi ráðist inn í landið, Eu þott svo heíði verið, þá er harla ohklegt að þeir mundu liafa. kom- ist 1500 míluf inn í lar.dið, fram hja hinum herskau Indíán aflokkum, sem alls staðar voru a þeirfi ;lei.ð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.