Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1948, Blaðsíða 16
550 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS LOFTSIGLINGAR ÍSLENDINGA. Eitthvert ljósasta tímanna tákn um stórhuff og framfarir á íslandi er það, hvernig íslendingar hafa tekið á flugmálunum. Nú eiga þeir stóran flota farþegaflugvjela og standa þar öðrum þjóðum ekki að baki. En þegar þessa er minst er einnig skylt að minnast þess manns, er þar var fyrsti hvatamaður og brautryðjandi dr. Alexanders Jóhannessonar prófessors. — Hjer á myndinni má líta tvær ísienskar flugvjelar á ferð skýum ofar. „Gullfaxi“ Flugfjelags íslands er nær á myndinni. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). muni rokast á loftsteina og þá mjög líklega gjörevðileggjast. Hann álítur samt, aö sá tími sje ekki langt undan, er ráð verða fundin til að verjast þessum hætt- um. Dr. Lincoln La Paz, sem eink- um fæst við hverskyns rannsókn- ir á loftsteinum, er fallið hafa á jörðina, sagði fyrir skemstu að þess sje ekki langt að bíða. að rákettur með menn innanborðs, muni svífa um himingeyminn, því að fjölmargir vísindamenn vinni nú stöðugt að rannsóknum á þess- um efnum, og þekking manna auk- ist hröðum skrefum. Svo eru menn bjartsýnir nú í Bandaríkjunum, að ríkisstjórnin hefir fahð hinum yngr> vísinda- mönnum að kortleggja ferðir rá- kettanna um himingeiminn því að þeir segja, að yngri kvnslóðin muni lifa það að sjá draum sinn um ferðalög milli stjarnanna ræt- ast. W W W ^ Tunglkomur. Það þykir oft hafa mikla þýðingu fyrir veðráttuna, í hvaða átt tunglið springur út, hvenær og í hvaða átt það kviknar, og verði það höfuðáttin, sem pá ræður mestu um veðrið, a. m. k. til kvartilaskiftanna næstu eða jafn- vel til næstu tunglkomu. Springi tungl- ið út í landsuðri kl. 9 að morgni, verð- ur áttin suðaustlæg, en springi það út í gagnstæðri átt kL 10—12 að kvöldi, verður kuldi og norðanátt o. s. frv. Um tunglið er þessi vísa: Tunglið eigna maður má mánuði, sem það endar á, en hinum ei, sem upphaf tók. Jeg sá þetta skráð á bók (Austantórur). Þllskipið Vonin frá Akureyri, skiþstjóri Sæmundur Sæmundsson, lenti í miklum ís úti í nafi sumarið 1904. Alt í kring voru selir að bylta sjer á jökunum og öðru hvoru hóf selahjörðin upp ófagran söng, gólaði í kór, ámátlega og sker- andi. Sló óhug á skipverja, og einn kom til Sæmundar og spurði hvort hann heldi, að andar þeirra, sem deya, geti hlaupið í allskonar kvik- indi. Sæmundur svaraði að eitthvað -væri sagt um það í biblíunni að and- ar hefði hlaupið í svin. — Svo það væru þá 'líklega helst andar þeirra, sem hefðu farið illa? — Því í ósköpunum ertu að spyrja að þessu, maður? sagði Sæmundur. Jú, svarið kom hikandi og eins og með rykkjum: — Mjer hejrrist gólið í selnum svo líkt eins og í honum föður mínum sáluga þegar hann var drukkinn. (Úr „'ý'irkum dögum‘0. Lögskipað var hjer fyrrum að reka naut til heiða á sumrin og þótti þá ekki dælt aS fara um heiðarnar, þegar á leið sumar og margt var þar nauta. Mest er talað um Hellisheiði (Bolavelli) og Langavatnsdal. Einhverju sinni var maður á ferð yfir Hellisheiði og varð 'par fyrir mannýgum bola. Fóru svo leikar, að boli hafði manninn undir og gat hann ekki rönd við reist. Sein- ast tók hann það ráð, að hann tróð svipuskaftinu sínu svo langt sem hann gat upp í nösina á bola. Firtist boli við það og snautaði á brott. Nokkr- um tíma síðar fanst hann dauður og sat svipuskaftið enn í nösinni á hon- um. Hafði hann ekkert getað bitið og drepist úr hungri. Goðafoss er talinn spá fyrir veðri þannig að hærra lætur í honum fyrir sunnan- ntt en ella. Hafa menn tekið mark ú því fram að þessu. Um það kvað Björn á Ingjaldsstöðum: Öskrar Goði eins og hroði, eykst þá voði straumadyns; en að hann froði og fram sjer troði er fyrirboði sunnanvinds.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.