Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1949, Blaðsíða 1
5. tölublað. Sunnudagur 6. febrúar 1949. b«I< XXIV. árgangur. Ólafur við Faxafen: SÍGUR ÁLFTANES? -----^MElSHOfDI ■p^.Viy Kort af Álftanesi (úr ,,Sjósókn“) 1. LANDBROT af völdum sjávar, hefur um langt skeið átt sjer stað á Álftanesi, og þótti nú í sumar svo komið, að ekki mætti lengur bíða aðgerða. Var því ráðist í að gera varnargarð við sjóinn, vestan- vert á nesinu, milli bæjanna Gest- húsa (að sunnan) og Traðar. Verki þessu er nýlega lokið, er garðurinn 200 stikur á lengd og kostaði um 50 þús. kr. Þarna, sem garðurinn var gerð- ur, var sjór farinn að ganga yfir nesið, í stórflóðum og inn yfir mýr- lendi, og áfram til austurs, og lenti í skurðum, (sem eru á vinstri hlið við veginn heim að Bessastöðum), og síðan út í Bessastaðatjörn, sem fyrir löngu er orðin sjávarvík. Hætta var á að sjórinn bryti þarna þvert yfir nesið, og að það sem væri þar norður af yrði fljótlega að eyju, sem ekki yrði fært í, þurr- um fótum, nema um fjöru. Yrði þá sjávarsund, um flóð, milli Ey- vindarstaða og Bessastaða ,og veg- urinn að höfðingjasetrinu, á all- löngu svæði, að mjórri landræmu, en sjór til beggja handa. Sumir telja garðinn, sem gerð- ur hefur verið, tæplega nógu lang- an, en þó svo reyndist, mun nauð- synlegt að gera annan garð við Kasthúsatjörn, norðar á nesinu. Vegurinn er þarna á kambi milli tjarnar og sjávar (að vestan), en inn í tjörnina er nú farinn að falla sjór, í öllu stórstreymi, og ber svo undarlega við, að sjórinn fellur inn í hana landmegin, það er að aust- an, úr Bessastaðatjörn. Norður- nesið er því, þegar hátt er í sjó, að- eins tengt við meginlandið eftir þessum kambi endilöngum. En bryfist sjór þarna í gegn, yrði þessi nyrsti hluti Álftanes, (bæirn- ir Akrakot og Breiðabólstaður),. fljótlega að eyju, sem ekki yrði gengið í nema um fjöru. (Að miklu leyti eftir sögn verkstjórans, er stjórnaði garðhleðslunni).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.