Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 2
G2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hans verður því ekki fvrst og fremst minnst fyrir sjálfstætt sköp- unarstarf sitt. En hann var hinn mikli skýrandi og miðlandi. hinn árvökuii ræktandi, sem hlúði að þeim gróðri, er aðrir höfðu til sáð, og jók honum vaxtarmagn Hann var uppskerumaðurinn, sem kom ávöxtunum í hlöðu. Andlegt miðlunarstarf Svein- bjarnar vissi bæði út á við og inn á við. Hann vann að því að gera erlendum fræða- og menntamönn- um arðbærar forníslenskar bók- menntir með mörgum og miklum latínuþýðingum og hinni stórmerku skáldamálsorðabók sinni með lat- neskum þýðingum, Lexicon poetic- um — sem hefur þó vissulega ekl^i síður gildi fyrir íslendinga sjálfa. Með þeirri bók var lagður fvrsti trausti grundvöllurinn að rjettum skilningi á norrænum fornkveð- skap, og hún er eitthvert mesta þrekvirki, sem íslendingur hefur af höndum leyst í nokkurri fræði- eða vísindagrein. En Sveinbjörn vann ekki síður að því að kynna löndum sínum fornbókmenntir, íslenskar og er- lendar, bæði með kennslu sinni í Bessastaða- og Reykjavíkiuskóla, með útgáfum og skýringum ís- lenskra fornrita og með þvi að endurþýða eða frumþýða beint úr forntungunum sígild verk. Hann þýddi j7 af ritum Biblíunnar úr frummálunum fyrir útgáfur IIúis ísL Bibh'ufjclags (í Nýja-testament- inu 1827 og 1851 og Biblíuútg. 1841 og 188!)), cnda var Sveinbiörn guðfræðingur að mcnntun. En því miður cru nú þessar þýðingar hans flestum grafnar og gleymdar. Ekki munu þó aðrar Biblíuþýðingar okkar yfirbragðsmeiri og með per- sónulegra orðbragði, nema helst Nýja-testamentisþýðing Odds Gott skálkssonar. Úr grísku þýddi avembjom margt og mikið, auk Opmberun- arbókarinnar. -Þær þýðingar eru raunar beinlínis sprottnar upp af kennslustarii hans, því að það voru rit, sem hann las með nemendum sínum í skóla. Til eru óprentaðar slíkar þýðingar 17 grískra rita eða ritbrota, m. a. eftir Hómer, Platón. Æskýlos, Lúkían og Plútark En prentaðar eru þýðingar Sveinhjarn ar á Hómerskvúðunum báðum í lausU máli og auk þess á fvrra hluta Odysseifskviðu í ljóðum. Fvrst var prentuð í skólahátíðarritum Bessa- staða 1829—40 þýðing Odysseifs- drápu (sem þar er svq kölluð) í lausu máli. Það er eina Hómersþýð ing Sveinbjarnar, sem prentuð var, meðan hann var á lífi. Þýðingin hefur einkum verið ætluð nemend- um sem hjálpargagn við grísku- námið og orðalag frumtextans því þrætt í nákvæmara lagi. En þar sem útg. tók yfir meira en áratug, óx Sveinbjörn mjög með því verki, svo að verulegur stigmunur cr þar á upphafinu og lokunum. Seinna endurskoðaði Sveinbjörn þó þýð- inguna alla og skrifaði lagfæring- ar og leiðrjettingar í prenteintak sitt. En brátt voru breytingarnar orðnar svo miklar, að Sveinbjörn tók sig til og cndurskriíaði þýðing- una frá upphafi — og vjek þá enn mörgu við að nýju. Var þarna bæði um að ræða ýmsar samræmdax stílbreytingar, þar scm sum atriði voru færð nær horfi samtiðartal- máls, og kennarinn þokaði sjcr nokkuð í sessi fyrir listajnannin- um losaði sig úr þrengslu viðj- um bókslafsins og gaf sig andan- uin meir á vald. Sveinbirni entist þó ckki aldur til að hreinskrifa þannig nema rúman helming þýð- ingarinnar. Þetta handrit hafði Sigfús Blöndal í höndum, er hann gerði úr garði 2. útgáfu Odysseifs- kviðu 1912, og brcytti sjálfui lok- unum lil samræmis \ ið breytingar Bveinbjarnar í f yrra hlutanum En r.u er komið í leitiroar eir.tak Svein bjarnar sjálfs, það er hann hafði skrifað í breytingar sínar til loka, og er það hagnýtt við hina nýju útgáfu Menningarsjóðs, svo að nú er Odysseifskviða í fyrsta sinn gef in út, eins og Sveinbjörn gekk síð- ast frá henni í þýðingu sinni. Fram- an við þýðinguna er allrækilegur og mjög greinargóður inngangur út gefendanna um kviður Hómers og þýðingar Sveinbjarnar, en í bók- arlok skýringar og nafnaskrá. Odysseifskviða er því búin hjer í hendur lesenda að flestu leyti svo sem best má verða. Síðasta árið, sem Sveinbjörn lifði, tók hann til að þýða þetta sama verk í bundið mál (með forn- yrðislagi og lítið eitt undir ljóða- hætti). Hafði hann lokið rúmlega þremur fjórðu hlutunum. þegar hann fjell frá. Benedikt Gröndal sonur hans lauk svo verkinu, og Bókmenntafjelagið gaf það síðan út (Odysseifskvæði 1853- -54). Ilionskviðu sncri Svcibjörn á laust mál með nemendum sínum, en endurskoðaði og endurþýddi hana á síðustu árum sínum, og hefur hún aðeins verið prentuð einu sinni og er nú orðin naesta torgæt (Rit Sveinbjarnar Egilsson- ar I, 1855; II. bindið af ritum Svein- bjarnar voru Ljóðmæli hans 1856, en síðan varð ckkert framhald þcssa ritsafns). Það er því fagnað- arcfni öllum unncndum fagurra bókmennta að eiga von á nýrri og góðri útgáfu Ilionsk.viðu. áður en þctla ár er á enda. Snemma hafði Sveinbjörn tekið að snúa Ilionskviðu í ljóð, þar sem upphafið er með ljóðahætti, en meginið með fornyrðislagi En þetta urðu aðeins brot og eru ó- prentuð (Lbs. 461, 4to). Hins veg- ar íslenskaði Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson Ilionskviðu alla undir íornyröislagi, og gaf Eók- menntaf-jelag'ð út fyrra helming-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.