Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 4
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orði yfir kistu hans (Pjetur Pjet- ursson). Orðaforðinn er feikilegur, hagleikur á nýmyndanir og orða- samsetningar einstæður, vandfýsn- in og hittnin í orðavali nær því óbrigðul. Dæmi einstakra orða, sem fyllt gætu tugi blaðsíðna, ná þar skammt: unaðsbót, gullinsessa, silfrinbogi, hin örvumglaða Artem- is, klóbjúg örn, bjúghyrnd naut, hinn veðurnæmi fíkjuhóll. Slíkt orðatal yrði aðeins sem einstök lauf úr limríkum, gróskumiklum skógi. Af orðkynnginni sjálfri ber þó hitt, hvernig orðin eru í sveit sett, svipur stílsins: sterk, en hóf- leg stuðlaföll, unaðsleg og hljóm- mikil hrynjandi: „Gekk Odj'sseifur þá upp úr ánni og lagðist niður í sefið og kyssti hina kornfrjóvu jörð“. En hyggilegast er að hætta þegar við fyrstu tilvitnunarsetning- una, því að ella gæti mál þetta orð- ið endalaust. Hjer verður ekki rakin stílþróun Sveinbjarnar nje lýst hinum fjöl- breytilegu stílbrigðum hans, sem er þó harla merkilegt efni. En í því víðrými stílsins, sem hann fór um penna sínum, má segja, að nær því hver reitur sje ræktaður til þrautar. Það eru Hómers- og Biblíuþýðingar Sveinbjarnar, sem skapa aðalmynd okkar af stíl hans, þótt efnið hafi þar miklu um svip- inn ráðið. Málið er þar í nokkrum viðhafnarskrúða, það er bókmál, gætt frjómagni og hljóðfalh tal- málsins, eða talmálið hátíðarklætt, það er málamiðlun fornmáls pg al- þýðumáis samtímans, sameining arfleifðar og sköpunarafls, þar sem meir ber á auðlegð en einfaldleik, meir á tign en mýkt, og býr stíll- inn þó yfir öllu þessu. — Benedikt Gröndal segir: Mjer kenndi faðir mál að vanda, lærði hann mig, þó jeg latur væri; þaðan er mjer kominn kraftur orða, meginkynngi og myndagnótt. Sveinbjörn hefur orðið mörgum faðir í þessu tilliti. Meðal nem- enda hans voru Baldvin Einars- son, Fjölnismenn, Jón Thorodd- sen, Jón Árnason og Skúli Gísla- son, svo að nokkrir sjeu nefndir. Og áhrif kennslu hans og ritstarfa náðu til þjóðarinnar allrar, bein- línis og óbeinlínis. Enginn hefði getað þýtt þessi orð úr Ilionskviðu með meiri velþóknun en Svein- björn: „Tunga dauðlegra manna er vökur; á henni liggja margar ýmiss konar ræður, og vítt er rúm- svæði orðanna. Slík orð sem mað- ur talar, slík orð fær maður aft- ur að heyra“. Og enn má öllum íslendingum verða að því bæði lærdómsauki og unaðsbót að lesa Hómersþýðingar Sveinbjarnar og njóta hans sem leiðsögumanns um hið víða „rúm- svæði orðanna“. í janúarmánuði næstkomandi eru liðin rjett hundrað ár frá því, að nemendur Reykjavíkurskóla gerðu samblástur gegn Sveinbirni og reyndu að hrópa hann frá embætti. Aldarafmælis pereatsins verður nú minnst á þann hátt, sem einn er verðugur og viðeigandi: að lokið verður nýjum og vönduðum út- gáfum af Hómersþýðingum Svein- bjarnar. ^.Uc. jýfe. gfts? §ááf EKKI ER ALT SEM SÝNIST ÞAÐ ER sagt að New Yprk sje mesta „nýtísku borg“ í heimi. Þó eru þar 200.000 heimila þar sem ekki er bað. 0 Barnahjal Vörubílstjóri var að losa bíl sinn á Laufásvegi. Hópuðust þá mörg lítil börn að bílnum og einn snáði á að giska 4 ára spyr bílstjórann: — Hvar áttu heima? — Á Bakkastíg. * — Nú, þar sem Bakkabræður eru, sagði sá litli. ★ Ella Var einbirni og því hafði verið dekrað við hana og alt lát- ið eftir. henni. Faðir hennar var því hálf hræddur um að henni mundi bregða við þegar hún kæmi í skólann. Fyrsta kvöldið spurði hann: — Jæja, Ella, hvernig líkar þjer í skólanum? — Vel, en kennarinn er vitlaus, hann vill ráða öllu. ★ Lítill drengur kom lafmóður inn til að fá sjer að drekka. Mamma bað hann að fara sendiferð fyrir sig. — Jeg má ekki vera að því. Við erum í knattspyrnu og jeg er mark vörður og þeir vita ekki 'að jeg fór. Ö 1 ★ j Pabbi og mamma voru að fara * v*l í boð og ætluðu að skilja Pjesa * iitla einan eftir heima. Hann var ^ 9 ára. Pabbi sagði við hann:: „Við skulum borga þjer 50 m aura um tímann en krónu í eft- i, irvinnu. Sá tími reiknast frá því ÍA að þú háttar og þangað til við * komum heim“. '' Þau voru nýkomin til vina “ sinna þegar Pjesi hringdi og sagði: 11 „Nú fer jeg að hátta og nú byrjar „ eftirvinnan". * ★ * m Jóa og Jón voru systkin og £ þeim varð oft sundurorða. Einu >J sinni slóu þau brýnu í fullri al- l' vöru og eftir það skrifaði Jóa Jóni svolátandi brjef:^ ;• — Kæri Jón. Jeg hata þig og £ ætla aldrei framar að leika við 5i þig. Bless. Þín Jóa. /MOJfll (/> T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.