Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 71 heyrt hefi jeg getið um þessa: Jak- ob Eyfjörð, S. Rögnvaldsson, Stefán Stefánsson, Sigurgeir Þor- finnsson, Erlend Árnason, Sölva Sölvason, Hallgrím Holm, Friðrik Sigurbjörnsson, Pál Gunnlaugsson og Jóhannes Jónsson. Settust að út úr vandræðum Um það leyti er frásögn mín hefst, eða árið 1876, er engar heim- ildar að finna um að íslendingar hafi fasta bústaði í Winnipeg. Þeir íslendingar, sem þangað voru komnir, höfðu verið í fyrsta 300 manna innflytjendahópnum og komu þangað frá Kinmount í On- tario haustið 1875. Jeg er viss um að þeir íslend- ingar, sem urðu þarna eftir þegar aðalhópurinn helt áfram til Nýa íslands, hafa alls eigi ætlað sjer að setjast þar að. En þeir hafa verið neyddir til þess. Þótt Winnipeg væri þá ekki nema þorp með tæp- lega 2000 íbúum, þá var það eini staðurinn, þar sem nokkrar líkur voru til að geta unnið sjer inn nokkra dollara, til þess að bægja hungurvofunni frá fjölskyldun- um. Fyrsta íslenska heimilið í Winni- peg var stofnað 1876. Það gerði Friðrik Sigurbjörnsson frá Sævar- landi í Þistilfirði og kona hans Sig- ríður Jónsdóttir frá Geiteyarströnd við Mývatn. Þau voru einnig fyrstu íslensku hjónin sem giftust í Winni peg. Sjera Páll Þorláksson gaf þau saman 6. september 1876. Þau bygðu sjer hús, þar sem kallað var Hudson Bay flat nr. 6. Þau eign- uðust tvö börn. Frank sonur þeirra fæddist 25. september 1877 og var fyrsta íslenska barnið, sem skírt var í Winnipeg. Skírnin fór fram í Grace-kirkju þar sem nú er Fede- ral Building á horninu á Main Street og Water Avenue. Prestur- inn, sem skírði, hjet Frank Walt- er og barnið var látið heita í höf- uðið á honum í þakklætisskyni fyr- ir það hvað presturinn hafði reynst foreldrunum vel í baráttu þeirra við skort og sjúkdóma Frank óx upp og varð gjörfulegur maður. Hann starfaði lengi í stærstu skó- verslun Winnipegborgar, en fór svo til St. Paul og Minneapolis og vanp þar við samskonar verslanir. Síða^ fór hann til Texas og keypti þar bómullarekrur, en seidi þær aftur eftir tvö ár og helt til San Diego. Þar stjórnaði hann stórri skóversl- un þangað til hann ljest fyrir fá- um árum, virtur dáður af öll- um, sem kyntust honum. Seinna barn þeirra Friðriks og Sigríðar var stúlka. Hún fæddist 27. mars 1879 og var skírð Frið- rikka. Faðir hennar dó þegar hún var þriggja mánaða gömul, og hún hefði ævintýralega sögu að segja, ef hún vildi, um það hvernig hún varð að brjótast áfram frá barn- æsku. Hún er nú gift Halldóri Þór- ólfssyni og þau eiga þrjú uppkom- in börn. Sigríður móðir hennar giftist aftur Sigurði Davíðssym málara, sem var alkunnur maður í Winnipeg. Meðal barna þeirra var John Davidson fasteignasali. Fyrsta Islendinga-fjelagið Næsta heimildin um fasta búsetu íslendinga í Winnipeg, er frá ár- inu 1877. Hinn 6. september þá um haustið stofnuðu þeir fjelags- skap, sem þeir nefndu íslendinga- fjelag. Tilgangi fjelagsins er lýst í lögum þess á þessa leið: „Tilgang- ur þessa fjelags er að efla og auka hróður íslensku þjóðarinnar í þessu landi; að varðveita og efla meðal íslendinga hjer frjálsan framfara- hug og þá menningu, sem einkent hefir íslensku þjóðina frá upp- hafi“. Þá er það og tekið fram að fje- lagið ætli að gangast fyrir því að yngri kynslóðin læri að tala og rita íslensku eigi síður en ensku; og hafa. forgöngu í guðsræknisiðkun- um með því að láta lesa lestur á sunnudögum og útvega húsnæði fyrir guðsþjónustur ef íslenskur prestur kæmi til Winnipeg. Stjórn var kosin til þriggja mán- aða og í fyrstu stjórn voru: Jón Þórðarson formaður, Arngrímur Jónsson ritari og Magnús Jónsson gjaldkeri. Fjelagsgjald var 50 cent á ári, og 26. maí 1878 átti fjelagið 10 dollara í sjóði og voru fjelags- menn þá 50. Lögin gerðu ráð fyrir því að skift væri um stjórn ársfjórðungs- lega. Það er ekki ljóst hvernig á þessu ákvæði stendur, hvort það var gert til þess að sem flestir legðu fram lið sitt, eða til þess að koma í veg fyrir kyrstöðu sem oft verður þegar sömu menn sitja of lengi í stjórn. Næsti fundur fjelagsins var hald- inn 20. febrúar 1878 og ný stjórn kosin. í hana völdust Jón J. Júlíus formaður, Bjarni Guðmundsson Dalsted ritari og Helgi Jónsson gjaldkeri. Á þeim fundi var hald- in hlutavelta og söfnuðust 16 doll- arar. Þá var ákveðið að kaupa nokkrar íslenskar bækur og blað- ið „ísafold“. Um miðjan október átti fjelagið 30 dollara í sjóði. Helstu landar í Winnipeg Nú skal geta forvígismanna ís- lendinga í Winnipeg á þessum ár- um. Jón Þórðarson frá Skeri í Höfða- hverfi og kona hans, Rósa Jóns- dóttir frá Eystra-Laugalandi í Stað arsv. komu frá Milvaukee 1877. Þau settust að í Main Street, litlu norð- ar en þar sem ráðhúsið stendur nú og heimili þeirra var altaf kallað íslenska heimilið. Þau Jón og Rósa áttu mikinn þátt í menningarlífi ís- lendinga þar í borg, og á heimili þeirra voru fundir íslendingafje- lagsins haldnir, og þar var ráðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.