Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 13
Járnbraut var lögð milli St. Boni- face austan Rauðár til St. Paul og Minneapolis og fyrsta lestin kom til St. Boniface 7. des. 1878. Það var kepst við að teygja vestur á bóginn Canadian Pacific brautina, sem nú nær írá Atlantshafi til Kyrrahafs. Teinarnir voru komnir alla leið til Winnipeg en brautin var þó ekki tekin í notkun og fyrsta fólksflutningalestin frá Montreal kom ekki fyr en 1886. Út af þessu varð mikil breyting til batnaðar, eigi aðeins fyrir ís- lendinga í Winnipeg heldur alla þar og í sveitunum. Nú varð nóg um vinnu, en kaupið var lágt, 10 og 15 cent um klukkutímann, og jafnvel 20 cent fyrir sjerstaka vinnu, svo að nú gátu menn unn- ið sjer inn 2 dollara á dag með 10 stunda vinnu. Þetta hagnýttu íslendingar sjer rækilega, bæði þeir í Winnipeg og í Nýa íslandi. En það var eigi aðeins sú breyt- ing á, að vinna ykist og afkoma manna yrði betri. Nú opnuðust víðlend hjeruð með gróðursælum sljettum, frumskógum fullum af veiðidýrum og vötnum fullum af fiski. Gróðabrallið mikla Miklar sögur gengu af þessum hjeruðum og fólk flyktist þangað úr öllum áttum með búslóð sína til að setjast þar að. Afleiðingin af öllu þessu varð hið mikla gróða- brall í Winnipeg 1880. Til þess að gefa mönnum dálitla hugmynd um verðlag á lóðum í Winnipeg fyrir þann tíma skal jeg geta þess að ekra lands þar sem nú eru skemmur Canadian Paci- fic, var seld fyrir spánskan hund. Lóð hjá Main Street var seld fyrir uxa og kerru. Hornið á Logan Avenue og Main Street var selt fyr- ir 100 dollara með löngum gjald- fresti. En nú breyttist þetta skyndi lega og um leið breyttist hagur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 73 landa. Upp frá því var enginn efi á því að þeir mundu ílendast þar. Gróðabrall þetta var alveg nýtt og óþekt fyrirbrigði í Winnipeg. Sjerstaklega fyrir íslendinga. Þeir höfðu aldrei á ævi sinni kynst slíku fyr. Enginn efi er á því að þeir hafa vel vitað hvað var að gerast í kring um sig. Það gat ekki farið hjá því að þeir yrði varir við hina hröðu verðhækkun og hve auðvelt var að græða fje á skömmum tíma. En fæstir þeirra köstuðu sjer út í hringiðuna. Þeir hugsuðu um annað. Þeir endurvöktu nú f jelags- skap sinn og kölluðu hann Fram- farafjelag íslendinga og hjelt það því nafni þangað til það hætti. Hlutverk fjelagsins var mjög svipað og áður: að rjetta nauðstödd um hjálparhönd, fræða æskulýð- inn, efla kristilega menningu, sem þá hafði hnignað nokkuð þótt söfn- uðurinn væri enn við lýði. Fundir voru nú haldnir oft og voru fjör- ugir, og menn ljetu skoðanir sínar á öllum málefnum skorinort í ljós, og nú var komið fastara skipulag á fundina, því að menn höfðu lært fundarsköp og umræðureglur. Tvö mál voru þó aðallega á döf- inni. í fyrsta lagi að koma upp fundahúsi. Heldu margir því fram að framtíð fjelagsins væri undir því komin að það ætti sjer fund- arstað. Aðrir heldu því fram að fjelaginu væri um megn að byggja. Um þetta var deilt fram og aftur án þess að neitt gengi, þangað til Helgi Jónsson frá Sandfelli í Skrið- dal tók af skarið og bauð að gefa fjelaginu lóð undir húsið ef nóg fje safnaðist meðal íslendinga á einu ári til að byggja það. Helga hafði þá græðst talsvert fje. Til- boði hans var tekið. Húsið var reist og fyrsti fundurinn í því haldinn 10. júlí 1882. Hundrað íslendingar voru við vígsluna. Blaðstofnun fer út um þúfur Hitt málið var að stofna blað. Blaðið „Framfari“ hafði verið gef- ið út hjá íslendingafljóti í Nýa íslandi frá 10. sept. 1877 til 30. jan. 1880. Þá varð það að hætta að koma út vegna stuðningsleysis kaupenda. En þá fundu helstu menn íslend- ingafjelagsins í Winnipeg, eins og Jón Júlíus, Magnús Paulsoú, He.lgi Jónsson, Friðfinnur Jóhannesson og Þorsteinn Einarsson, að útgáfa blaðs á íslensku var mennjngarlgg nauðsyn fyrir alla þá, sem komn- ir voru vestur og von var á síðar. Þetta mál var mikið r.æt.t og vandlega íhugað, bæði,,.-^ fjelags- fundum og í heimahúsipn. ; Ufðu helstu menn fjelagsins að lokum allir á einu máli, að Helgg Jóns- syni undanteknum, að slíkt fyrir- tæki væri fjelagsskapnum ofvax- ið. En Helgi barðist ötullega fyrir blaðinu og ásakaði hina um hug- leysi og dugleysi. Hann sagði; „Það er hægðarleikur fyrir hvern og einn og hrinda þessu í framkvæmd, ef hann hefir hug og vilja á því“. Niðurstaðan varð svo sú, að mál- ið var borið undir helstu menn í öðrum íslendingabygðum. Þeir hjetu stuðningi sínum, ef hægt væri að fá hæfan ritstjóra. Nú var málið tekið upp aftur og rætt á mörgum fundum fjelagsins og leitað með logandi ljósi að manni sem gæti tekið að sjer rit- stjórnina. Seinast var samþykt, eft ir tillögu frá Magnúsi Paulson að bjóða starfið ungum og glæsileg- um manni, sem hafði útskrifast frá skólanum í Iowa 1881. Þessi mað- il v iÞf/ r ur var Friðrik J. Bergman. Hon- um voru send boð og hann kom til Winnipeg til skrafs og ráða- gerða og fell alt í ljúfa löd. Þá var Árni Friðriksson sendúr til Nýa íslands til þess að reyna að ná kaupum á prentsmiðju „Frafn- fara“. Eftir nokkurn tíma skýrjSi hann frá því að prentsmiðjan feng- i Jnruulör I tí Rtí /ii'i]

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.