Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 75 greiddan í peningum, eftir því sem hlutirnir þá voru virtir. Margir gerðu þetta og yfirgáfu borgina og fóru út í íslendingabygðirnar. Jeg ætla ekki að rekja starfsemi fje- lagsins, en aðeins benda á að til- gangur þess var að hjálpa íslend- ingum til þess að hagnast á á- standinu eins og það var þá, en að það var ekki stofnað í eigin hags- muna skyni eins og sumir hafa haldið fram. Hlutafje fjelagsins nam 14.757 dollurum og hluthafar voru 41. Stærstan hlut, 2049 dollara, átti Jón Júlíus, en flestir áttu 100 doll- ara. Jón Júlíus var kosinn fram- kvæmdastjóri og meðstjórnendur Friðfinnur Jóhannesson frá Skriðu í Hörgárdal og Kristján Jónsson frá Heðihshöfða á Tjörnesi. Alt gekk vel í fyrstu. Gróðinn varð 15% fyrsta hálfan mánuðinn og í desember 8%. Veturinn 1881 hafði fjelagið milúð fyrir stafni. Það rcisti tvö hús við Ross Street og leigði hvort þeirra fyrir 40 dollara á mánuði. Ennfremur reisti það stórt verslunarhús og byrjaði að versla þar. Niðri í húsinu voru ný- lenduvörur og kjötbúð og þeim veitti Baldvin L. Baldvinsson for- stöðu. Uppi á lofti var skóverslun og hcnni stjórnaði Andrjes Reyk- dal. Ur því að jcg nefni þessa versl- un, verð jeg að láta þess getið að þctta er ekki fyrsta íslenska versl- unin í Winnipeg. Árni Friðriksson hafði oröið á undan þeim, vel kynt- ur rnaður meðal íslendinga bæði í Kanada og Bandarikjunum. Hann kom til Winnipeg liaustið 1875 og gerðist matvinnungur hjá skósmið um veturinn. (Hann var skósmið- ur sjálfur). Haustið 1876 fór hann til Gimli og setti þar á fót skó- smíðastofu og ofurlitla skóverslun. Eftir lítimi tíma hvarf hann aftur til Winnipeg og opnaði þar skó- verelun 23. júní 1879. En svo seldi hann verslunina árið eftir Gísla Jóhannessyni úr Skagafirði fyrir 300 dollara og hvarf þá um hríð til Dakota. Þrátt fyrir mikil umbrot í ís- lendingum um þessar mundir van- ræktu þeir þó ekki fjelagslífið. í öllum fjelögunum voru tíðir fund- ir og málefni dagsins rædd af hispursleysi. Framfarafjelagið helt uppi kenslu, og Jón Júlíus kendi söng. Guðsþjónustur voru á sunnu- dögum og sunnudagaskóli Söng- skemtanir voru haldnar. Á einu skemtikvöldi kvenfjelagsins voru 10 ræður haldnar og 12 lög leikin á hljóðfæri auk margs annars. Ár- ið 1880 sýndi Framfarafjelagið sjónleikinn „Sigríður Eyafjarðar- sól“, eftir Árna Jónsson frá Þverá í Eyafirði. Varð sá leikur mjög vin- sæll. Afturkippur og hrun Veturinn 1882 verður lengi í minnum hafður vegna fannkyngi. Ailir vegir urðu ófærir og svo var ófærðin mikil úti á sljettunum að antilópur og hreindýr sátu föst í snjónum og gengu menn þar að þeim á skíðum og rotuðu þau. En í vorleysingunum urðu hin mestu flóð, sem sögur fara af. Sljetturn- ar fyrir austan, vestan og sunnan borgina voru eins og hafsjór Inn- flytjenda-járnbrautarlestir, sem komu að sunnan, sátu fastar í flóð- inu. Sumir innflytjendanna reyndu að halda áfram á bátum, aðrir sneru aftur og sögðu sínar farir ekki sljettar. Kvikfje drapst og druknaði. Heyverð komst upp í 80 dollara vagnhlassið í Pembina og 100 dollara í Brandon. Þetta varð mikið áfall íyrir alla í vestur bygð- unum. Straumur ensku innflvtj- andanna stöðvaðist og þar með var gróðabrallinu í Winnipeg lok- ið. — Jeg þarf ekki að taka það fram að bessi afturjdppui' bitnaði á ís- lendingum sem öðrum. Surnir höfðu keypt lóðir, en borgað að- eins- hlut í þeim. Þeir mistu það alt flestir. Gróðafjelagið varð fýr- ir miklum skakkaföllúm, en lagði þó ekki árar í bát. Þáð gat ekki selt neitt af lóðum sínum og húsa- leigan hrapaði úr 40 dollurum nið- ur í 12 dollara á mánuði. Verslun- . i inni var haldið áfram næsta ár og fengu fjelagsmenn þar nauðsynjar sínar — jafnvel þeir,' sem höfðu mist alt sitt við þessa óvæntu at- burði. Eftir árið treystist fjelagið ekki til þess að halda áfram leng- ur. Eignum þess var skift milli fjelagsmanna í hlutfalli við inn- eign þeirra og svo lagðist fjelag- ið niður. (Úr „The Icelandic Canadián“). ^ L L V - Molar - Vísindamenn höfðu getið þess til, að skrautlegir fuglar væru óætir. Það væri vörn þeirra, að rándýr og rán- fuglar vissu þetta og skiftu sjer ekki af þeim. Annars mundu þeir fljótt hafa liðið undir lok, vegna þess að skrautið hefði blátt áfram bent ofsóknurum a þó. Nú hefir farið fram 5 ára *rann- sókn á þessu. Nokkrir menn voru sjer úti um ýmsar tegundir af skrautfugi- um og matreiddu þá handa sjer. Emi- fremur höfðu þeir 9 ketti í fjelagsskap við sig til þess að ganga úr skugga um hvaða smáfuglar þeim þætti lostætastir ,og hverjir verstir. Reynsla af þessum tilraunum virðist benda til þess að skrautlcgir fuglar sje verri til átu en aðrir fuglar. Clarence E. Blucher, forstjóri De Soto bilaverksmiðjunnar (Chrysler), sagði einu sinni: ,,Ef eitthvert erfitt verk þarf að vinna í verksmiðjunni og jeg veit ekki hvernig auðveldast er að leysa það af hendi, þá fel jeg lat- asta manninum í verksmiðjunni 'að framkvæma það. Og eftir 10 daga hef- ir hann áreiðanlega fundið hvernig Ijettast sje að leysa það af hendi og þá tökum rið upp aðíerð hahs .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.