Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 1
6. tölublað. Sunnudagur 13. febrúar 1949. b&k XXIV. árgangur. <3 ¦ - /7. f^oróteinóóon clr. SVEIMBJÖRM EGILSSOM OG HÓMERSÞÝÐfiMGAR HAMS ÁGÆTI Hómersþýðinga Svein- bjarnar Egilssonar er eitt af því, sem fleiri munu hafa kynnst af frægðarorðinu, sem af þeim fer, en sannreynt með því að lesa ritin sjálf. Þó má segja, að þar sje mönnum nokkur vorkunn, því að bækurnar hafa um langt skeið ver- ið ófáanlegar — nema einstöku sinnum við geipiverði hjá fornbók- sölum. En nú hefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hafist handa til að bæta úr þessu á myndarlegan hátt. þar sem hún sendi frá sjer nokkru fyrir síðustu jól vandaða, en þó til- tölulega ódýra útgáfu af Odys- seifskviðu, sem tölumerkt er sem II. bindi af Hómerskviðum, en fyrra bindið, Ilionskviða, mun væntan- legt fyrir næstu áramót. Grísku- fræðingarnir Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason hafa tekist á hend- ur að búa bæði ritin til prentunar og auðsæilega lagt mikla alúð við það verk, svo sem verðugt er. Þess- ar línur eru skrifaðar í því skyni að minna menn á þessa nýju út- gáfu og mæla fram með henni, þótt Sveinbjörn Egilsson hjer verði ekki um neinn ritdóm að ræða. Sveinbjörn Egilsson var inorg- unsins maður, bæði í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. Hann hóf dagsverk sitt jafnan milli kl. 5 og 6 á morgnana. Og hann var uppi á morgni 19. aldar (1791—1852) og á morgni mikils vaknin^atíma í málssögu okkar og bókmenntasögu. Og hann var einn helsti vakninga- maður þess viðreisnartíma. Við aldamótin næstu eftir þau, sem Sveinbjörn lifði, orti Einar Bene- diktsson: Vjer óskum hjer bóta við aldanna mót, en allt þó með gát og á þjóðlegri ról. Samkvæmt þessari kennisetn- ingu hafði Sveinbjörn Egilsson ein- mitt lifað og starfað. Sveinbjörn var í senn fræðimað- ur og listamaður. Hann er einn lærðasti maður á grísk, 'atnesk og íslensk fræði, sem nokkru sinni hefur uppi verið á íslandi. Og hann er einhver sannmenntaðásti og listfengasti fræðimaður, sem við höí'um átt. Sveinbjörn var skáld, góðskáld. en lagði aldrei þá rækt við skáld- gáfu sína, sem hún verðskuldaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.