Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 12
72 LESBÓK MORGUNBLAtíSlNS öðrum ráðum er snertu íslendinga í Winnipeg. Jón J .Júlíus rar frá Akureyri. Hann1 var eigi aöeins duglegur fje- lagsmaður, heldur varð hann fyrst- ur tnanna til þess að kenna söng og safna úrn sig sönghneigðum æsku- lýð. Hafði þetta mikla fjelagslega þýðingu og varð til gagns fyrir marga. Arngrímur Jónsson frá Heðins- höfða á Tjörnesi var víðlesinn mað ur og hafði mikinn framfarahug. Hélgi Jónsson var úr Skriðdal, 6g ain hánn má hið sama segja, og mun j!eg rhinnast á hann síðar. Helstu íslensku konurnar þarna um þessar mundir voru: Kristrún Ólafsdóttir, systir Jóns Ólafssonar ritstjóra og skálds, Kristrún Svein- ungadóttir, Jóhanna Kr. Skafta- dóttir, Rósa Jónsdóttir, sú er fyr getur, Andrea Fisher, Helga Þor- steinsdóttir, er síðar giftist Arn- grími Jónssyni, og nokkru seinna hinar svokölluðu Eyólfssystur, vSig- ný, Björg og Sigurborg. Auk þeirra verkefna íslendinga- fjelagsins, sem getið er, þá var það mælskuskóli bæði fyrir menn og konur. Þar var deilt hart og skarst stundum í odda milli karlmann- arina, en það varð þó ekki til þess að þeir mistu sjónar á hlutverki fjelagsins nje heldur erfðu þeir þáð hvor við annan. Fyrsti sofnuðurinn Hinn 11. ágúst 1878 var fvrsti íslenski söfnuðurinn stofnaður í Winnipcg, algjörlega laust við ís- lendiiigafjclagiö. í stjórn safnaðar- ins voru kosin Jón Þórðarson, Arn- ^rímur Jónsson og Andrca Fishcr, pg safnaðarfulltrúar Arngrímur Jönsson, Helga Þorsteinsdóttir og Jóhahna Kr. Skaftadóttir. Þetta fólk sá um allar guðræknisiðkan- ir íslensku nýlendunnar í Winni- peg af miklum dugnaði um nær tveggja ara skeið. En þa fluttust þau Jón og Rósa til Norður-Dakota. Gerðist Jón þar bóndi, kornsali og þingmaður. Um sama leyti flutt- ust þau Arngrímur og Helga til Pembina. Varð þetta mikið áfall fyrir íslenska söfnuðinn í Winni- peg, sjerstaklega fyrir sunnudaga- skólann, sem hann hafði komið á fót. Jeg hefi nú gefið ófullkomið yf- irlit um líf og háttu íslendinga í Winnipeg fram á árið 1879. Jeg hygg að það verði dómur flestra, að þrátt fyrir það fjelagslíf, sem nú hefir verið lýst, hafi skort mjög á festu og samheldni, vegna þess að fæstir hafi hugsað sjer að setj- ast þar að fyrir fult og alt. Manito-Waba Árið 1870 hafði Manitoba gengið í kanadiska bandalagið. Áður hafði þetta -ríki verið kallað Manito- Waba, en það er indíánska og þýð- ir „sund hins mikla anda“. Það er dregið af því hve einkennileg- ur þytur heyrist í straumnum í Þrengslunum í Manitobavatni. Það heldu Indíánar að væri rödd Mani- to, hins mikla anda. Waba þýðir þrengsli eða sund. Nú var nafn- inu breytt og síðan heitir fylkið Manitoba. Þá voru þar 11.963 íbú- ar, þar af 1565 hvítir menn. Hin- ir voru 5757 frönskumælandi kyn- blendingar, 4083 enskumælandi kynblendingar og 558 Indíánar. Þá var Winnipeg aðeins smá- þorp mcð 215 íbúum. Þar var cng- inn banki, ekkert pósthús, enginn lögfræðingur, einn læknir, ein kirkja, eitt lítið blað, einn lög- regluþjónn og um 20 liús. Þremur árum seinna fekk Winnipeg kaup- staðarrjettindi og þá hafði íbúun- um fjölgað upp í 1800. En hversu þýðingarmiklar sem þessar ráðstaf anir voru, þá höfðu þær mjög litil áhrif á aíkomu íslendinga. Alt var i óvissu uni hina ísiensku nýlendu þarna. íslendingar komu og fóru. í brjefi, sem Arngrímur Jónsson skrifaði 1879, segir hann: „Heilsufar landa hjer í Winni- peg er gott og þeir eru rólegir. En í haust töluðu þeir mikið um að flytjast heðan og þeir í Nýa Is- landi hvöttu menn mjög til þess. Þó hafa fæstir hjer trú á Nýa ís- landi, en höfðu heldur augastað á Norður-Dakota. Nú hefir þetta hjaðnað niður og sjaldan minst á brottflutning. Atvinna hefir verið mjög lítil fyrir karlmenn fram að árinu 1879. í sumar urðu menn að eltast við alt sem hægt var að fá að gera og í fyrra vetur var helsta atvinnan að saga við“. Þessi vinna, að saga við, var mjög algeng þá og um það kvað K. N.: Piltar út á djúpið draga drjúgum til að saga við. Þeir ætla að vera við að saga og ætla að fara að saga við. Nauðsynleg áhöld við þessa við- arsögun var viðarsög, öxi og sög- unarhestur. Menn fóru að heiman eldsnemma á morgnana með sög- unarhestinn á bakinu, sögina í hendi og öxina reidda um öxl. Þannig út búnir lögðu þeir út í frost og stórhríðar og hverju sem viðraði á hverjum morgni, heldu út í borgina þangað til þeir komu þar sem skíðahlaði var í húsagarði. Þar börðu þeir að dyrum og báðu um leyfi til þess að mega saga við- inn í eldinn fyrir 50 cent faðminn af mjúkum viði og 75 cent ef það var harðviður.* Hætisí iu‘ Nú komum vjer að þeim kafla sögunnar þcgar fór að rætast úr, eigi aðeins fyrir íslendingum í Winnipeg heldur einnig fyrir borg> inni og öllu fylkinu. Breytingin kom með bættum samgöngum. — ' Breumfaðmur er 8 íeí a leugd, 4 fet á hæð og 4 fet á breidd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.