Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 14
LESBÓK MOliGUNBLAÐSINS F 74 ist fyrir 450—500 dollara. Var þá leitað samskota og sumir lögðu fram fje. En af einhverjum ástæð- um, sem nú er ekki unt að sjá hverjar hafa verið, fjell áhuginn niður og ekki varð neitt úr neinu, að svo komnu. Fyrsta kvenfjclagið Þetta sama ár, 1881, vaí fyrsta kvenfjelagið stofnað. Jeg hefi ekki sjeð lög þess og er hræddur um að þau sje nú týnd. En jeg þarf ekki á þeim að halda. Allir þekkja hvílíkt starf kvenfjelögin okkar hafa unnið með því að draga úr bágindum, hugga sorgmædda, og veita hverju góðu málefni lið til sigurs, sem hefir greitt götu okkar að æðra og göfugra marki. Og konurnar í þessu fyrsta kven- fjelagi voru þar engin undantekn- ing. En svo minst sje á nokkur afrek fjelagsins fyrsta árið, þá lagði það fram 65 dollara styrk til tiFramfara“, 122 dollara til kenslu- ^tarfsemi Islendingafjelagsins í Winnipeg, greiddu 87 dollara kenslugjöld fyrir tvær ungar ís- lenskar stúlkur og lögðu fram 50 dollara til minnisvarða Hallgríms Pjeturssonar. Og þó átti fjelagið 150 dollara í sjóði eftir árið. Fjelagið gerði einnig mikið til þess að greiða götu nýrra íslenskra innflytjenda, sem venjulega komu fyrst til Winnipeg. Þær voru svo stórtækar í þessari hjálparstarf- semi að þær settu upp veitinga- stofu í innflytjendaskrifstofunni og veittu þar ókeypis mjólk og mat þeim, sem ekkert áttu. Og einu launin fyrir þetta var meðvitund- in um það að hafa gert góðverk, nema hvað Mr. W. C. Graham inn- flutningastjóri færði þeim opin- berlega inniiegar þakkir og viður- kcnningu. J fyrstu stjórn þcssa kvenfjelags voru þær Kristrun Olafsdóttir for- :taður, Sigríður Jocsdóttir írá Eeð- inshöfða ritari, Hólmfríður Guð- mundsdóttir varaformaður, Krist- rún Sveinungadóttir vararitari og Guðný Jónsdóttir frá Heðinshöfða gjaldkeri. Landar ætla að græða Þriðja fjelagið komst einnig á laggirnar meðal íslendinga þetta ár og var nefnt „Gróðafjelagið“ Jeg þarf tæplega að taka fram, að það var stofnað til þess að gefa ís- lendingum kost á að hagnýta sjer hina miklu verðhækkun á lóðum í borginni. En áður en það var stofnað höfðu þó nokkrir íslend- ingar tekið þátt í gróðabrallinu. Fyrstur varð Helgi Jónsson til þess. Hann keypti fyrstu lóðina, sem ís- lendingur eignaðist í Winnipeg. Það var haustið 1880. Hann átti lóð ina stuttan tíma og seldi hana svo með góðum hagnaði. Hann var trje- smiður og fyrsti íslendingurinn, sem bygði hús handa sjer í Winm- peg. Það stendur enn. Annar, sem hagnaðist vel á lóða- braski, var Jón Júlíus. Hann keypti tvær lóðir þar sem nú er Elgin Avenue og greiddi 400 doll- ara fyrir báðar, bygði þar hús, sem kostaði 250 dollara og seldi svo alt tveimur mánuðum eftir að húsið var fullsmíðað og græddi á því 500 dollara. Svo keypti hann tvær lóð- ir aðrar og bygði hús á báðum. Það er enn búið í báðum þeim húsum. Meðal annara, sem græddu á lóðum, má nefna Eyólf Eyólfsson og unga stúlku, Guðrúnu Jónsdótt- ur frá Máná á Tjörnesi. Hún byrj- aði mcð 20 dollara, en eftir tvo mánuði átti hún 400 dollara. Lóðir í Winnipeg voru venjulega seldar á uppboði á þeim árum og menn komu þangað og keyptu í blindni. Tveir íslendingar rákust cinu sinni á uppboð. Annar þcirra var nýkominn til Winnipeg utan af landi, þar sem hann haíöi unn- ið við járnbraut, og hafði talsvert fje handbært. Hinn var Bárður Sigurðsson frá Eisustöðum í Eya- firði. Bárður hvatti fjelaga sinn að kaupa, en hann þorði ekki. Þá bauð Bárður og honum var slegin lóð fyrir 150 dollara og átti þeg- ar að greiða 50 dollara. En hann hafði þá ekki nema 6 dollara á sjer. Hann bað fjelaga sinn að lána sjer 44 dollara og fekk þá. Bárður átti þessa lóð í mánuð, en þá keypti Jón Júlíus hana af honum fyrir 250 dollara. Björn Guðmundsson Skúlason úr Vesturhópi í Húnavatnssýslu, seinna nefndur Björn Byron, kom á uppboð þar sem menn keptust við að kaupa. Hann helt að góðar lóðir væri í boði fyrst menn voru svo sólgnir í þær. Uppboðshaldar- inn bað þá um tilboð í lóð, sem enginn vissi hvar var. Björn bauð 15 dollara og hrepti hana. Svo frjetti hann að þessi lóð væri langt úti á sljettunni og þá nenti hann ekki að fara þangað til að skoða hana. Eftir þrjár vikur kom Jónas Bergmann til hans og vildi fá lóð- ina keypta. Björn sagði að hann gæti fengið hana fyrir 125 dollara. Bergmann bauð 100. En Björn vildi ekki selja. „Við skulum ekki vera að þessu, við skulum skifta því sem á milli ber millum okkar“, sagði Bergmann. Og þá fekk hann lóðina, en Björn 112,50 dollara. Frá „Gróðafjclaginu“ Minnumst nú aftur á „Gróðafjc- lagið“. Það var einstakt í sinni röð. Það var nokkurskonar samvinnu fjelag. Menn lögðu fram ákveðna upphæð eða tryggingu fyrir henni í seljanlegum vörum. Þær voru svo virtar og fjelagið gaf út skír- teini fyrir andvirðinu og greiddi vexti samkvæmt því. Annað var einkennilegt við þetta fjelug, að menn gátu gengfð ur þvi hvenaer sem þeir vildu og fengið siryi hlut

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.