Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBL/VÐSINS G5 C^inar (ju&munclóóon: KAFHELLIR ENN ER ýmsum í minm ei Kristján X. kom til Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum og líkti þeim við Capri.* — Vestmanna- eyingar fögnuðu kóngi vel en látlaust, með því að sigla fiski- flota sínum, um 50 vjelbátum, út Víkina til móts við hann. Fn kóng- ur sat enga veislu í Eyjum. drakk þar ekki þakkarfull, svo að þessi ummæli hans voru eigi skálaræðu- gum. Kóngurinn átti bústað við Miðjarðarhaf, hafði gist Capn. og sjálfsagt sjeð ýmsar fegurstv. eyj- ar í heimi. Fullyrða má, að hann hafi haft margt til samanburðar, samlíking hans verið nærri sanni. Óvænt hrós var hún fyrir flesta Vestmannaeyinga. Ef kóngur hefði sjeð Kafhelli í Vestmannaeyjum, sem mun vera einn fegursti hellir Evrópu, litlu síðri en Grotta azz- urra (Bláhellir) á Capri, hefðu þessi orð verið enn meira sann- mæli honum í munni. Heimaey og Capri munu vera svipaðar að j'msu leyti. Báðar eru sæbrattar, við báðar eru ljeægar hafnir. Vatnsskortur er á Capn eins og í Vestmannaeyjum, ncysluvatn að mestu rigningarvatn þar sem í Eyjum. Ccpribúar hætta stundum húsasteypu sökum vatnsskorts, en Vestmannacyingar liafa komist upp á að nota sjó í óvandaðri húsa- steypu, er vatn þrýtur, enda er sjór inn eigi eins saltur hjer nyrðra. Capri er góður sjóbaðstaður Og við sandbrekkur í skjóli Heima- kletts, gegnt sunnansól, er besti sjóbaðstaður, sem enn þekkist á ís *)Capn þýðír Hafursey. landi. En það skilur, að á Capri er svo hlýtt, að sjóböð geta verið nota- leg á vetrum. Heimaey er um sextán ferkíló- metra — eða að kalla fimm ferkíló- metrum stærri en Capri. Gróður- far og atvinnuhættir eru að vonum ólíkir á eyjunum. Þó'stunda Capri- búar nokkuð fisk- og fuglaveiðar, Einn farfugl þeirra, lynghænan, mun veidd af álíka miklu kappi og farfugl einn í Vestmannaeyjum, lundinn. Mestu náttúruundur á Capri eru hellar og drangar. Hið sama að kalla er að segja um Vestmanna- eyjar. Capri er fjölsóttur ferða- mannastaður, fekki síst vegna Blá- hellis. Engir ferðalangar koma hins vegar til Vestmannaeyja að skoða Kafhelli. Ósjór er oft nyrst i At- lantshafi, sólskin stopult og sjáv- arfalla gætir mjög. En við Capri er sjaldan stórbrim, þar er afar sól- ríkt og flóðs og fjöru gætir lítt eða ekki. Hins vegar verður helst að sæta sjávarföllum til þess að skoða Kafhelli og sólskin þarf að vera og dauður sjór, eigí fegurð hans að njóta sín að fullu. Kafhellir er í úteyjunni Hænu. Hún er syðst fjögurra svonefndra Smáeyja, sem eru skammt fyrir vestan Heimaey. Mun vart vera nerha fimm mínútna róður úr Staf- nesi á Heimaey út í Hænu En hafnleysa er með vesturströnd Heimaeyjar, skipalagi hvergi leng- ur í eynni nema í höfninni við norðanverðan kaupstaðinn Þaðan er tuttugu mínútna sigling í Kaf- helli, sje farin skemmri leiðin norð ur fyrir Klettinn. í ágúst árið 1942 leigði jeg, á- samt vini mínum, Ingólfi prentara Guðjónssyni, vjelbát út í Kafhelli. Báturinn hjet Gæfa, var tvær rmá- lestir að stærð og hraðskrciður. Nokkrir gestir voru með, flest amerískir liðsforingjar, en auk þéss einn enskur liðsforingi, som feng- ið hafði undanþágu til að dveijast í Eyjum, þótt landar liáns væru allir færðir þaðan. Hann háfðl ték- ið tryggð við Vestmannaéyjár Síð- ar var hann kallaður heim. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.