Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBL AJÐSINS 67 FYRSTA FERÐ í HÁLOFTSDREKA Eftir GEOKGE H. WAI.TZ ÞETTA HAFÐI verið meiri hátt- ar flugferð. Og nú var ekki annað eftir en komast niður úr skýunum og taka blindlendingu á LaGuardia flugvellinum í New York. Ilt veður hafði hamlað lendingu við f^/rstu tilraun, svo að við höfðum orðið að fara stóran sveig áður en næst var reynt að lenda. „Hjólin niður“, kallaði flugsljóri. „Hjólin komin niður og fest“. sagði aðstoðarflugmaður. „Hemlana tilbúna", kallaði flug- stjóri. ,Hemlarnir eru tilbúnir", var svarað. Flugstjórinn fingrar við stýris- áhöldin og hljóðið í hreyflanum breytist úr dynjandi þrumu í blístr andi hvin. Alt í einu tekur flug- vjelin niðri. Flugmennirnir voru orðnir þreyttir; það gat maður sjeð á svitablettum í hvítu skyrtunum þeirra. Þetta var fyrsta reynsla mín um flug í „Boeing-Stratocruiser“ -- há- loftsdreka —, sem er nýjasta og stærsta farþegaflugvjel Bandaríkj- anna. En slíkar flugvjelar eiga nú brátt að vera í langförum á sex leiðum. Við höfðum flogið í rúma klukkustund, og allt hafði komið fyrir: vont veður, ísing á vængiun- um, vjelbilun og loftskeytabilun. En flugið hafði gengið ágætlera — og þó höfðum við aldrei lvft okk- ur frá jörðu. Þetta „flug“ fór cram í mjög hugvitsamlegri eítirlík ngu af háloftsdreka, sem Curtiss Wright hafa smíðað. Pan American Air- ways nota þessa eftirlíkingu til þess að æfa þá flugmenn sína, sem eiga að vera á háloftsdrekunum Alt fer þar fram alveg eins og á flugi, og gerfiflugvjelin'lætur alveg eíns og flugvjel í lofti: Og áhöfnin er vanin á það að ráða fram úr öllum peim erfiðleikum, sem mætt geta á flugi. Alt er svo nákvæmlega eðlilegt, jafnvel dynurinn í hreyflunum og hnykkurinn þegar lent er Og svita blettirnir í skyrtum flugmannanna sýna, að þetta hefir ekki verið neinn leikur, þrátt fyrir að það var aðeins „ímyndað flug“. ----o----- Vjer skulum nú skoða einn af þessum nýu háloftsflugdrekum. í þeim eru tvö „þilför“. Farþegaklef- inn er 74 fet á lengd og þar eru hægindi svo hugvitsamlega gerð að þau falla nákvæmlega að líkama manna, hvort sem þeir eru grann- ir eða feitir, stuttir eða langir Það tók eitthvað 100.000 klukkustundir að finna upp þessi sæti. Fari svo, að .farþegar þreytist á að sitja, geta þeir gengið niður hringsnúinn stiga og koma þá nið- ur í sal á neðra „þilfari“ og líkist sá salur klúbbvögnum í nýtísku járnbrautarlestum. Loftið í flugvjelinni er altaf eins; það er hreinsað og þjettað og hit- að eða kælt eftir því sem við á. Menn verða alls ekki varir við breytingar á loftþrýstingi upp í 15.000 feta hæð. Jafnvel í “5.000 feta hæð — en svo hátt ve-rður venjulega flogið — er loftþrýsting- urinn álíka og í venjulegri flqg- vjel í 5500 feta hæð. Og það er eng- in hætta á því að menn fái blóð- nasir eða suðu fyrir eyrun, Þegar lagt er upp í langferð hef- ir flugvjelin 7630 gallon af elds- neyti og það vegur um 2214 tonn, en alls getur hún borið 70 tonn. Loftdrekinn (Boeing-Stratocruiser).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.