Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 10
70 LESBOK MORGUNBL\DSINS sinnh til sóma, heldur sköruðu {_ær fram úr þeim á ýmsan hátt, þar sem þær áttu við enn meiri og örð- ugri erfiðleika að stríða, en mæðr- um beirra hafði nokkru sinni að höndum borið. Jeg dáist oft að því hug’-ekki, viliafestu og andlegu br°ki. sem bessar un?u íslensku stúlkúr sýndu. Þær lögðu grund- völlinn að framtíð íslensku nýlend unnar í Winnipeg og gerðu það með sóma. En þær gerðu meira. Þær tóku virkan þátt í að semja lög og reglur fyrir íslensku ný- bygðina á ströndum Winnipeg- vatns. Tíl bess að bier fáið betur skilið me’-'mncm ng einurð íslensku land- námskve-m*nna í Winnipee, skal ieg bends á brief, sem ein af beim vugri skrifaði löndum sínum í Nýa íslsndi. begsr beir voru af með- fæddri íslenskri brætugirni að deila um stiórnskioan fvrir nýlend- una. Jeg ætla ekki að birta alt brjefið, heldur aðeins þetta: '„Gangið ekki fram hjá vorri eig- in menningu, en hafnið aðeins bví, sem revnst hefir illa. Eflið frið og eindrægni. Glevmið ekki boðum guðs m'e drenglvndri framkomu. Gerið lögin eins skír og unt er — fáorð. kiarnmikil og rjettlát og hlýðið þeim svo sjálfir". Þannig var framkoma hinna ungu íslensku landnámskvenna í Winnipeg. Þetta er sá menningar- grundvöllur, sem þær lögðu og ís- lenska þjóðh'fið í Winnipeg var bygt á. Skortur og atvinnuleysi Eins og áður er getið var við- horfið alt öðru vísi fyrir karlmenn- ina þegar til Winnipeg kom. Þeir voru færri en konurnar og bað var reyndar heppilegt, því að ilt var að komast af í Winnipeg á þeim árum. Eina atvinnan, sem þá var að hafa var að skipa vörum upp úr gufuskipum og flutningadöllum sem komu að sunnan, og skipa þeim svo aftur út í báta, sem fluttu vör- urnar vestur á bóginn. En þetta var ekki nema með höppum og glöppum. Stundum fekst vinna við að hlaða eldsneyti á skipin, því að öll þau skip, sem þá sigldu eftir A^siniboine og Rauðá, kvntu með viö: undir kötlunum. Viðurinn var höggvinn á vetrum og dreginn í köstu á árbakkanum, þar sem hægt var að grípa til hans á sumfin. En þá þurfti menn til þess að bera viðinn úr köstu”um um borð í skipin. Þetta vai erfitt verk jafn- an, en út yfir tók þó þegar rigndi. Kaup fyrir þetta voru 40 dollarar á mánuði. En er siglingaleiðin lok- aðist á haustin, þá var vinnunni- lokið fyrir þessa menn. Og þá var ekki um aðra vinnu að ræða en höggva við í eldinn, en hún var stonul fvrst í stað. Árið 1878 fór röskur maður gang andi heiman frá sjer í Nýja íslandi, til að leita sjer atvinnu og sár- þreyrðra dollara. Hann helt til Winnipeg. Þegar hann kom heim aftur hafði hann þessa sögu að segia: „í Winnipeg var enga vinnu að fá af neinu tagi. Jeg gekk því 12 mílur vestur frá staðnum í vinnuleit, en hvergi var'vinnu að fá“. í brjefi sem alkunnur íslending- ur, Arngrímur Jónsson, skrifaði 22. febr. 1786, stendur þetta: „í Winni- peg er enga vinnu að fá aðra en höggva við, nema fyrir þá sem komast í fasta stöðu“. Hvernig var að vera í „fastri stöðu“ Sumum kann að vera ókunnugt um það hvað „föst staða“ þýddi á þeim árum. Jeg get þá gefið upp- lýsingar um það, því að mjer auðn- aðist að fá fasta átöðu fyrsta vet- urinn sem jeg var vestan hafs. Þetta var þannig, að maður skuld- batt sig til að vinna ákveðinn tíma hjá einhverjum. Jeg skuldbatt mig til þess að vinna í sex mánuði. Það sem jeg átti að gera var að kliúfa skíð í ofn og eldavjel, moka hest- hús tvisvar á dag, fara með hesta- sleða 14 mílur út í skóg alla daga nema sunnudaga, höggva þar við, hlaða honum á sleðann og kom- ast nógu snemma heim aftur til þess að mjólka kúna og hlusta á lesturinn. Kaupið var 5 dollarar a mánuði og gott fæði, en svo Ije- leg húsakynni að rúmið mitt var þakið snjó í hvert sinn sem hvesti. Með því að draga sjálfan mig inn í söguna er jeg kominn lengra fram í tímann en ætlað var. Jeg var að tala um þá erfiðleika sem íslenskir innflytjendur áttu við að stríða er þeir komu fyrst til Winni- peg, og fyrstu árin, sem þeir dvöld ust þar. Tvö aðalvandamál biðu þeirra þar. í fyrsta lagi hvernig þeir ætti að fá eitthvað í sig, og í öðru lagi hvernig þeir ætti að fá þak yfir höfuðið. Það var lítið um húsnæði í Winnipeg á þeim ár- um, og enda þótt húsnæði væri fáanlegt, þá höfðu innflytjendur enga peninga fyrir húsaleigu Þeir stóðu því á götunni og veturinn vofði yfir. Það er sagt að neyðin kenni naktri konu að spinna. Og svo fór um þessa íslensku innflytjendur. Skamt frá lendingarstað skipanna og rjett norðan við ármót Assini- boine og Rauðár, var autt land, sem nefnt var Hudson Bay flats. Þangað leituðu nú íslendingar. Þeir voru þá allir einhleypir. Þeir öfl- uðu sjer efniviðar eins og best gekk og bygðu sjer sjálfir kofa úr þessu og gátu hafst þar við óáreittir um nokkur ár. Þetta kofahverfi var kallað „Shanty town“ og „shanty dwellers“ þeir, sem þar áttu heima. Ekki er mjer kunnugt um hve margir þessir kofamenn voru, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.