Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 2
174 LESBÓK MORGUNBLMJSINS OLYMPIUFARAR 1908. Jóhannes Jóscpsson, Hallgrímur Benedikts- son, Guðmundur Sigurjónsson, Sigurjón Pjctursson, Páll Guttormsson, Jón Helgason, Pjctur Sigfússon. bæði ítalir og íslendingar þátt í íþróttamóti, eins og kunnugt er, og við góðan orðstír. Síðan flugum við snemma dags í flugvjelinni frá Gautaborg, í ágætisveðri, áleiðis til Ítalíu. En er á dag- inn leið, gerði afspyrnurok á móti okkur. Svo flugvjelin gat ekld komist nema 2/3 af venjulegum hraða sínum. Þegar við flugum yf- ir Suður-Frakkland þraut bensín vjelarinnar, svo að við urðum að nauðlenda í Marseilles. Flugmenn ætluðu að fá bensín þar og hafa litla viðdvöl, en það fór á annan veg. Var þá svo grunnt á því góða milli Frakka og ítala, að ítölunum var neitað um ben- sín og urðum við að bíða í Marseill es til næsta dags. Við sváfum á flugvellinum uni nóttina. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram. Mjer þótti ákaflega skemmti legt og tilkomumikið að fljúga fram með suðurhlíðum Alpafjalla og til Mílanó. Jeg gisti í Mílanó um nóttina og fjekk dálítið tækifæri til þess að skoða mig um í borginni. Sjá hina heimsfrægu dómkirkju og söng- leikahúsið m. a. Næsta dag fór jeg með járn- brautarlest norður um Simpson- skarð til Lausanne í Sviss, þar sem Olympiuþingið átti að vera. 50 ára afmæli. Á þessu ári var lialf öld liðin siðan Olympíuleikarnir voru end- urreistir fyrir tilstilli franska í- þróttaleiðtogans Pierre de Couber- tin, sem var baron að nafnbót (f. 1863, d. 1937). Hann boðaði til fundar i Paris í júnímánuði 1894, kallaði þar saman íþróttafrömuði frá ýmsum þjóðum og stofnaði þá eiginlega alþjóðaneíndina, sem enn er starfandi. Þessi nefnd skipu- Ugði fyifcty Oiymiuleikaui ^er híiárdt Vcrii i Aþ&nuþcíg ar:ð 18fro. Coubertin var forset. nefndar innar meðan heilsa hans ent- ist. Næsti forseti nefndarinnar var Belgíumaður, BaiJlet-Latour greifi og sá þriðji var svo Svíinn J. Sigfried Edström, sem nú er for- seti C. í. O. Auk þess sem hann hefir þetta mikla og virðulega starf með höndum, stendur hann mjög framarlega í verslunarmálum Svía, hann er forstjóri og aðaleig- andi A. S. A. Síöan 1896 hafa svo Olympíu leikarnir \'crið haldnir fjórða hvert ár, cins og ákveðið var í upphafi. Nema þegar styrjaldir hafa komið i vcg fyrir, að hægt væri að koma þeim á fót. Þeir fjellu niður árið 1916, vegna heimsslyrjaldarinnar fyrri, og svo afhir núna 1940 og 1944 Þeir hafa jafnan vrrið haldn ir í Evrópu, nema Ivisvar sinnum i Ameríku, í St. Louis og Los Ang- eles (sumarleikirnir) og vetrar- leikirnir í Lake Placid. íslendingar koma fyrst við sögu Olympíuleikanna árið 1908, er þeir voru haldnir í Lotidon í fyrra sinni. Þa fóru nokkrir íslendingar þang- dö, fyrst cg fremst flokkur mamia er sýr-d: ísler.ska glímu. Jóhannes glúnukáppi Jósefsson tók eimúg þátt í grísk-rómverskri glimu leikjanna, og var einn aí fjórum, sem komust í úrslit. En hann var svo óheppinn að viðbeinsbrotna og varð því að ganga úr glímunni vegna meiðsla, þegar svo langt var komið. En var aldrei að velli lagð- ur. Iiann fjfkk vandað heiðursskjal frá Alexandrine Bretlandsdrotn- ingu fyrir góða framgöngu í grísk- rótnversku glímunni. — í glímu- ílokknum, sem þangað íór, voru þeir m. a. Hallgrímur Benedikts- son og Sigurjón Pjetursson. Flokk- urinn sýndi íslenska glimu í fjöl- lcikahúsi i London, og buðu glimu- menn hverjum þeim sem vildi meðal áhorfenda, að koma og reyna við sig. En engimi, sem gaf sig fram, stóðst þeim snúning. — Voru íslensku glímumennirnir róhi aðir fyrir vaskleika og skemmti- lega framgöngu. Aftur var nokkur þátttaka í Olympíuleikunum, sem haldnir voru í Stokkhólmi 1912. Þangað fór íslenskur glímuflokkur og Sig~ nrjóu Fjetursson, til þess að taka fcóff í Ha^n vax í mið-þyngdaíflokk. cg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.