Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 4
176 LESBÓK MORGUNBLADSINS að stvrjöld. En á styrjaldarárnnum dó forsetinn, Baillet-Latour og hafði þá Edström tekið við for- setastörfum en var nú formlega kosinn forseti. Fjekk hann miklar þakkir fundarmanna fyrir þann dugnað og áhuga sem hann hafði sýnt á styrjaldarárunum á ýmsum þeim málum, er Olympíuleikunum viðkomu. Þessi fundur í Lausanne stóð yf- ir í vikutíma. Fundirnii voru haldnir í glæsilegum sal í bygg- ingunni, spegilsalnum, sem kallað- ur var. Salur sá er allui þakinn speglum, svo þar sýndust fundar- menn altaf helmingi fleiri en þeir voru. Fóru fundirnir mjög vel fram og voru skemmtilegir, ræðurnar yfir- leitt stuttar og fjörugar. Þær voru ýmist á ensku eða frönsku og þýddar á víxl, eftir því hvaða tungumál ræðumennirnir töluðu. Þýskan var ekki notuð, eins og verið hafði áður. Á fundinum var, sem fyrr segir, rætt um ýmislegt varðandi .fyrirhugaða vetrarleiki í St. Moritz 1948 og viðvíkjandi sumarleikunum í London, sem halda áttu það sama ár. Þarna komu ýmsar sendinefnd- ir víðsvegar að úr heiminum til þess að fá Alþjóða-Olympíunefnd- ina til þess að ákveða að leikirnir 1952 yrðu haldnir hjá sjer. Var það mjög harðsótt frá margra hálfu, enda er mikill áhugi fyrir því í borgum víðsv. um heim að fá Olvm píuleikana til sín. Hafa m.a. komið mjög eindregin tilmæli frá Ástra- líumönnum um það, að leikarnir verði haldnir einhvern tíma á næstunni í Melbourne t. d. 1956. Einnig vilja Bandaríkjamenn og Hollendingar fá að halda Olympíu- leikana 1956. — En ákveðið var, eins og kunnugt er, að vetrarleik- irnir-verði haldnir í Osló 1952, en sumarleikirnir í Helsingfors 1952. íslenskur glímubikar. Fvrir leikana í Stokkhólmi 1912 var leitað hófanna um það hvort ekki væri hægt að koma því til leiðar, að keppt yrði í íslenskri glímu í Olympíuleikunum En til þess að keppni geti átt sier stað í einhverri nýrri íþrótt, þurfa að minnsta kosti sex þjóðir að iðka íþróttina. Árið 1912 gáfu íslending- ar í Kaupmannahöfn fagran glímu- bikar, — farandbikar, — til þess að keppi um á Olympíuleikunum fyrir Stokkhólmleikana og skyldi sigurvegarinn í glímunni þar fá bikarinn. En það var ekki nema innbyrðis glímu-keppni vegna þess, að ekki tóku aðrir þátt í henni en íslendingar. Hallgrímur Benediktsson vann þennan bikar. Síðan var bikarinn sendur til for- seta Olympíuleikanna, scm þá var Coubertin. Hafði síðan ekkert til hans spurst. Fyrr en nú, dagana sem jeg var í Lausanne. Þá gerði jeg gangskör að því að svipast yrði eftír bikarnum á safninu þar, í Mon Repos-höllinni. Eftir nokkra leit fannst bikarinn. Þetta er stór óg fallegur silrurbikar í vönduðum umbúðum. — Ekki stendur því á verðlaunagripnum. En annað mál er það, hvort nokk urn tíma verður hægt að fá sex þjóðir til þess að taka þátt í ís- lenskri glímu á Olympíuleikunum. Til þess að úr því yrði, verður að senda glímukennara hjeðan til ná- grannaþjóðanna og kenna þeim glímuna okkar. Jeg skal geta þess til gamans, segir Benedikt G. Waage, að áður en fundirnir byrjuðu í spegilsaln- um í Mon. Repos-höllinni, gaf jeg forseta Olympíunefndarinnar, Ed- ström, íslenskan borðfána. Hann tók þeirri gjöf mjög vel, og sýndi það í verki, með því að hann ljet þennan fána standa á borðinu fyr- ir framan sig allan þann tíma, sem fundir stóðw yfir. Eitt sinn er gleymst hafði að láta fánann á borðið hjá honum áður en fundur byrjaði, þá spurði hann eftir fán- anum og ljet sækja hann, svo að hann yrði á sínum stað. Með okkur J. Sigfried Edström tókst hinn besta vinátta. Tel jeg hann vera með mætustu mönnum, sem jeg hefi kynnst á lífsleiðinni. Hann verður áttræður næsta ár, ef hann lifir, en er þó, þrátt fyr- ir aldurinn, óþreytandi boðberi íþróttanna. í þessari fyrstu ferð minni til fundarsetu með Alþjóða-Olympíu- nefndinni, varð jeg þess víða greinilega var, hve mikils menn almennt meta þær hugsiónir sem liggja til grundvallar fyrir þessum alþjóða-Olympíumótum. Almennt er litið svo á, að Olympíuleikarn- ir sjeu eitt mesta friðarstarf í heiminum. Þar er lögð aðaláhersla á, að drengskapur sje hafður frammi í hvívetna. Hver sú þjóð, sem iðkar þjóðlegar og góðar al- heims íþróttir, getur komið þar fram í drengilegri keppni við'aðr- ar þjóðir. En það er mikils virði að hver þátttakandi læri að keppa eftir rjettum settum rtglum og drengilega á allan hátt. Jeg fyrir mitt leyti tel það þýð- ingarmikið fyrir okkur Islendinga að hafa fengið aðstöðu til þess að vera sjálfstæður aðili í þessum al- þjóðasamtökum. Með því höfum við fengið fullveldis-viðurkenn- ingu á íþróttasviðinu. Á þessu ferðalagi mínu um Suð- ur-Evrópu 1946, segir Benedikt ennfremur, komst jeg að raun um hve mikilsvert það er, að vega- brjefið sje í góðu lagi. — Að það sje glöggt og greinargott í alla staði og hentugt í broti. Og má segja að vegabrjefið okkar sje það, þótt það mætti vera fullkomnara, einkum hvað viðvíkur því, hvar ísland sje á hnettinum. Og þetta má auðveldlega laga, með því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.