Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 6
173 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ‘ HÖRÐ LÍFSBARÁTTA Árni Óla skráði eítir írá- sögn Stefáns Filippussonar. BENÓNÝ Gunnlaugsson var fæddur í Eiðasókn um 1801. Móðir hans var Elín Tómasdóttir Guðmundssonar. Tómas hafði farið í skóla, en verið rekinn þaðan fyrir galdur, og svo kallaður Galdra-Tómi. Benóný var hol- góma, sjervitur og einkennilegur, en allvel greindur. Hann átti Ólöfu dótt- ur Latínu-Magnúsar Jónssonar. Magnús var fæddur um 1763 og var greindur maður. Þórunn ríka á Álandi, móðursystir hans, tók hann að sjer og ætlaði að hann skyldi ganga skólaveginn. Kom hún honum fyr- ir til að læra latínu undir skóla. En þá dó Þórunn og varð ekki meir úr skólalærdómi, en út af því fekk hann nafnið Latínu-Magnús. Hann bjó í Borgarfirði og átti Viiborgu Jónsdóttur Þorvarðssonar, er sagt er að hafi verið sá Jón Þorvarðsson, er varð úti á Kili með Reynistaðabræðr- um. — Magnús sonur Benónýs átti Kristbjörgu Geirmundardóttur frá Kleppjárnsstöðum og með henni mörg börn, er sum dóu ung. Magnús var „vandaður maður, guðrækinn en sjervitur kreddumaður“. (Úr Ætt- um Austfirðinga, eftir sira Einar Jónsson). Benóný er maður nefndur. Hann var Gunnlaugsson og átti heima í Eiðaþinghá á Fljótsdalshjeraði. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá og holgóma og þótti ein- kennilegur að fleiru, en vitsmuna- maður og vandaður. Hann fekk þeirrar konu er Ólöf hjet og vildu þau nú reisa bú, en erfitt mun hafa verið að fá jarðnæði. Þá rjeð- ist Benoný norður til Borgarfjarð- ar og fekk leyfi til þess að reisa nýbýli í Hvalvík, en þar hafði aldrei verið bygð áður. Hvalvík er milli Glettingsness og Skjótaness. Er þar dálítil dal- skvompa, hallandi niður að sjávar- bökkum, en nokkur gróður í laut- um milli holta og melhryggja. Á meðan þau Benóný og Ólöf voru að koma þarna upp kofum yfir sig, lágu þau í tjaldi, og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Var það stúlka og hlaut hún nafnið Brandþrúður. Seinna eignuðust þau tvo drengi og hjet hvortveggia Magnús. Ekki munu þau hafa búið mörg ár í Hvalvík, því að þar var ekki líft, jarðarnytjar sama sem engar og útræði ekkert, vegna þess að víkin er fyrir opnu hafi og sjór fellur þar alls staðar að björgum. Er aðeins lendandi á einum stað, en þar er ekkert uppsátur. En þau urðu að lifa á sjónum, og þar sem ekki var uppsátur í víkinni, varð Benoný að hafa bát sinn úti á Glettingsnesi. Var erfitt að stunda útræði þaðan, því að fyrst varð að fara upp snarbratta fjallshlíð, sunnan við Hvalvík og upp á brún, og klöngrast svo niður hengibratt- an Glettinginn niður á nesið. Þess- ir erfiðleikar ollu því að Benoný yfirgaf Hvalvík og reisti sjer nú annan bæ á Glettingsnesi. Þar hafði engin bygð verið áður. En þar er gott útræði og fiskur á þeim árum upp við landsteina. Hættulegir stórdrættir. Þótt það yrði hlutskifti Benónýs að stunda sjómensku, þá var hann ekki hneigður fyrir það og altaf sjóhræddur. Norður af Glettings- nesi var gott lúðumið, sem nefn- ist Gjáarmið og höfðu þar oft fengist stórar lúður. En ekki var Benóný um að róa þangað, var hann hræddur við stóru drættina. Og ef bátinn ætlaði að bera á Gjá- armið, var hann vanur að segja við þann, sem með honum var: „Ekki í gjána! Ekki í gjána!“, því að bann óttaðist að lúðurnar yrði þeim ofurefli og mundu ef til vlll brjóta bátinn eða hvolfa honum enda mun báturinn hafa verið lje- legur og lítill. Einu sinni bað hann bátverja sinn að skera sem snar- ast á færi sitt, því að nú væri hvalur kominn á öngulinn. Hinn vildi ekki skera á færið, en tók við því og dró þar væna lúðu. Hugvit Benónýs. En það var ekki ætíð að Benóný hefði mann með sjer. Reri hann þá einn. Hann var hugvitsmaður mikill og fór hann þá að hugsa þegar hvesti hamaðist „róðrar- inn. Smíðaði hann þá „róðrar- karl“ eða róðrarvjel til þess að róa á móti sjer. Er sagt að þetta hafi verið spjöld eða spaðar, sem snerust í sjónum fyrir vindafli. En þegar hvesti hamaðist „róðrar- karlinn" svo, að Benóný hafði ekkert við honum. Sneri hann þá fljótlega á Benóný og hamaðist svo að alt ætlaði um koll að keyra. Varð Benóný því að „afskrá“ hann með öllu, og hrósaði happi, að hann skyldi ekki hafa drepið sig. Annað dæmi um hugvit og hand- lagni Benónýs er það, að hann smíðaði sláttuvjel. Var hún not- hæf, en kom honum að litlu gagni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.