Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Side 12
184 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS til þess að draga það, sem á öng- ulinn sje komið, en þeir verði að draga varlega og gæta þess að tapa ekki drættinum. Þetta var þá stór stofnlúða, hin eina, sem veidd- ist þetta sumar í Kjólsvik. Skaldmælt fróðleikskona. ar. Brandþrúður var hagmælt vel og orkti talsvert. Meðan annars orkti hún rímur af Göngu-Hrólfi. En þegar hún frjetti það, að Bene- dikt Gröndal og Bólu-Hjálmar hefði orkt rímur út af sömu sögu brendi hún handrit sitt og kvaðst eigi vilja við þá keppa, síst Hjálm- ar. Til marks um kveðskapargáfu hennar má geta þessa. Eitt sinn er hún var á Glettingsnesi var hún stödd niður við sjó ásamt Magnúsi bróður sínum. Norðanveður var og voru trje að berast að landi, en þau systkinin þarna komin til að bjarga þeim og draga á land. Þá orkti Brandþrúður: Koma úr flóa kafandi, sem krít að lita er flýtur, hrakning sjóa hafandi hvítar, nýtar spýtur. Hoppa berum básnum á, brjótast hljóta í róti. Magnús fer og fetar þá fótaskjótur móti.* Brandþrúður var mjög góðum gáfum gædd, fjölfróð og stálminn- ug. Hún var einu sinni um tínia hjá sjera Sigurði Gunnarssyni á Ðesjamýri, og hafði hann látið svo um mælt að hún værí með algáf- uðustu konum, sem liann liefði kynst. Einar prófastur Jónsson á Kirkju bæ (seinna á Hofi í Vopnafirði) ‘jViiUr þfciáar hafa brrst i Lesbok áður, en fyrri vísan þá ekki rjett, svo að þær eru birtar aftur. hinn alkúnni áettfræðingur, tók sjer einu sinni ferð á hendur til að hitta Brandþrúði og fræðast af henni um ætt hennar og annara Borgfirðinga. Hafði hann frjett að hún væri manna fróðust í því eíni. Hann kom þar heldur ekki að tóm- um kofunum og rakti hún ætt sina langt fram. En er hún tissi ekki lengra og prestur vildi fá meira að vita, kvaðst hún hafa heyrt að sá, er hún nefndi síðast, hefði ver- ið komin af marmennli, og lengra yrði ekki rakið. III ævi — bctra franiundan. Stefán kyntist Brandþrúði þeg- ar hann var í Brúnavík og kveðst hann hafa verið sóttur til henn- ar rjett áður en hún dó, til að at- huga ígerð, sem hún hafði á líf- inu. Þegar hann tók umbúðirnar frá, vall þar út gröftur. Enginn læknir var nálægt, enda svo kom- ið að ekki var hægt að lækna hana. Hún var róleg og kveið ekki dauða sinum, þvi að hún var trúuð kona og treysti á bctra líf handan móðu dauðans, þvi að hún hafði lifað grandvarlega alla ævi og aldrei mátt vamm sitt vita. En enn mint- ist hún þess hvað hún hefði átt bágt í uppvexti og oft verið svöng, jafnvel eftir að hún hafði borðað það, sem henni var skamtað. Kvaðst hún þá oft hafa beðið móð- ur sína að gefa sjer „hvolpaskóf- irnar“ úr pottinum, en það er þuim húð, sem kemur á pottbarm- inn. Sagði hún að sjer liefði þótt það góður ábætir og má uokkuð af því marka hvernig líðan henn- ar hefir verið. En möglunarlaust hafði hún gengið í gegn um lífið, unnið öðrum alla ævi og aldrei hugsað um sjálfa sig njc sinn stuudlega hag. Eöra í kaupstaðarferð. Hausúð 1897 fluttst Stefáu og fólk hans af Hjeraði til Vestdals- eyrar í Seyðisfirði og fengu leigt hjá Einari Helgasyni í Vestdals- gerði og Aðalbjörgu móður hans. Þau voru gestrisin og tóku vel öllu fátæku fólki. Komu því marg- ir til þeirra. Einar græddi vel á því að versla við franskar skút- ur og hafði alt af nóg af hinu góða kexi, sem þeir frá Dunkirk komu með. En ekki vildi hann versla við þá frá Pampol, því að þeirra brauð þótti vont; það var eins og brún- bakað skonrok. Eitt kvöld komu tveir unglingar keifandi upp brekkuna neðan frá sjóhúsunum og heim aö Gerði. Þetta voru börn Magnúsar í Kjóls- vík, Ólöf og Þorsteinn, og voru með ótrúlega þunga bagga á baki Þeim var vel tekið. Þau voru á stærð við 10—12 ára börn, en hafa líklega verið eitthvað eldri; prúð, hæglát og hæversk voru þau, svo að hverjum manni gast vel að þeim. Þau voru nú að sækja björg í bújð, og má nærri geta hvernig ástatt hefir verið heima, að senda þau yfir tvo vonda fjallgarða og láta þau bera þungar byrðar 'heim. Það þótti ærin karlmennskuraun ungum og hraustum mönnum að fara yfir þessi fjöll með byrðar á baki. Þau gerðu bæn sína áður en þau lögðu á stað og alt hátta- lag þeirra benti til þess að þau væri vel upp alin. Og heim kom- ust þau ein síns liðs. Ólöí giftist og átti heima í Reykjavík, en er nú dáin. Þorsteinn bróðir hennar býr i Húsavik eystri við Borgarfjörð. Hann hefir eign- ast milli 10 og 20 börn og eru þau nú öll upp komin. Hann er einn af best stæðu bændum þar urn sveitir. Þegar Þorsteinn keypti hálfa Húsavik var þar nýlegt timburhús. portbygt. í'áum árum seinira íauk það í ofsa veðri rneð öllu íólkinu. For húsið í mola, en folk sakaði k

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.