Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 16
188 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Laxveiði í Norðurá fyrrum. Eggert Ólaffsson lýsir svo veiðiskap í Norðurá: Eini staðurinn, þar sem menn sameinast um laxveiðina, er í Norðurá, nálægt Stafholti. Veiðinni er síðan skift milli veiðimannanna og þeirra fátæklinga, sem þangað ieita. Þetta er gert á sumrin, þegar lítið vatn er í ánni, á stöðum með sljettum botni og hægum straum. Veiðidagurinn er tilkyntur nokkru áður. Á tilsettum tíma safnast þar síðan 100 manns eða jafnvel fleiri. Á grynningum fyrir neðan veiðisvaíðið eru hlaðnir grjót^ garðar, sem vatnið þó siast í gegn um. Garðarnir eru hlaðnir sinn frá hvor- um bakka skáhalt undan straumi og mætast í hvössu horni I miðri ánni. í horni þessu verður einskonar vatns- þró með þröngu aðrensli. Þá eru tek- in eitt eða fleiri net og lögð þvert yfir ána. Ríðandi maður heldur í hvorn enda netsins. Aðrir menn riða á sund eftir netinu og fælist þá laxinn, svo , að hann þorir hvorki að stökkva yfir netið, nje reynir að smjúga það. Á báðum árbökkum standa menn og kasta grjóti út í ána. Við það fælist laxinn enn meir og ieggur á flótta, en á þá ekki annars úrkosta en hlaupa í gildruna Ttjilli garðanna, sem fyr er getið. Þar er hann siðan tekinn og honum skift milli neteigendanna og þeirra, sem land eiga að ánni, en allir, sem aðstoðað hafa við veiðina, og eins fátæklingar, sem að koma, fá einnig sinn hlut. Skýluklútar fóru fyrst að tíðkast á 17. öld og þóttu tildur. Svo kvað sjera Þorlák- ur Þórarinsson í „Þagnarmálum": Sveipa stundum silkin þrjú, svo við grundir blankar, hálsinn, mundir, heilabú, hvað sem undir vankar. Jarteikn Það skeði eitt á dögum Marteins biskups, að laugardaginn fyrir jól, um kvöldið, riðu þeir úr Grafningnum upp eftir Þingvallavatni til söngs og tíða og voru 10; en á miðju vatninu datt niður undir þeim öllum í einu, svo allir fóru niður, menn og hestar; þó komust allir upp, utan einn vantaði; Þegar mestur var snjórinn hier syðra fyrir skemstu, teptist vegur- inn uin Hellisheiði algjörlega og var svo mikill snjór á háheiðinni, að ekki ekki þótti viðlit að ryðja honum af veginum. En oftast nær var þó veginum haldið opnum að Kolviðarhóli og Hveradölum. M.vnd þessi er þá tekin rjett fyrir neðan Kolviðarhól og sýnir hina ruddu hraut, með háum sköflum til beggja handa. þeir drógu þá upp hestana 10; ekki grand sáu þeir til hans að heldur, og þenktu þá allir hann mundi dauður og urðu mjög hryggir, og biðu þó enn um stund, að hann mundi koma upp dauður, því hann væri lengur en hálfa eykt í kafi. Með það riðu þeir á stað, og er þeir voru skamt farnir, kom eftir þeim kall; viku þeir þá aft- ur að vökinni; hann var þá kominn upp með höfðinu og fest hökuna á ísbrún- ina og hjelt sjer svo. Þeir drógu hann upp, og sá ekki grand á honum heldur en hann hefði aldrei í kaf farið; þeir færðu hann í þur föt og reið hann svo með þeim upp til Þingvalla. Hann hafði sagt að hann vissi ekki betur en vatninu hefði verið haldið frá vit- unum á sjer; virtist mönnum það jar- teikn. Frá þessu sagði mjer sjera Jón Bjarnason, en hann sagði honum sjálf- ur. (Jón Egilsson). Sigurður yngri sonur Odds biskups Einarssonar druknaði í Hvítá hjá Oddgeirshólum árið 1617, og með honum maður sá er Bergur hjet. Var líkanna leitað en þau fundust ekki. Þá var það ráð tek- ið að hafa hana í bátnum. „Hittist lík Sigurðar þar beint undir er haninn gól yfir, en Bergur fanst ekki“ segir Fitjaannáll. Gamlar konur. í Múla við Kollafjörð deyði sumar- ið 1702 kona nokkur, hjet Ragnhild- ur Steindórsdóttir, 101 árs. Andaðist önnur á Austfjörðum, stórt hundrað ára; hafði hún fengið nýjar, hvítar tennur. (Mælifellsannáll). Einar ólafsson í Vopnafirði var mesti ferðagarpur Hann fór einu sinni (fyrir eitthvað 60 árum) tvær ferðir fram og aftur í sömu vikunni milli Vopnafjarðar og Húsavíkur, fyrir Pjetur Guðjohnsen faktor í Vopnafirði. Lagði Einar á stað um miðjan dag og fór norður yfir heiðar utan við Hólsfjöll í Axar- fjörð, og svo þvert yfir Kelduhverfi og kom í Húsavík laust eftir hádegi næsta dag. Vikan var ekki liðin, þeg- ar hann hafði farið þennan veg fjór- um sinnum. Gáfu Keldhverfingar hon- um þá nafn og kölluðu Einar flugu, en ekki mun það hafa fest við hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.