Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.04.1949, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 185 SONUR SÓLARINNAR Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir norska rithöfundinn Helge Ingstad og heitir „Apache-Indíánar“. Er það fróðleg og skemtileg bók, en jafnframt sorgleg, því að hún lýsir þvi hversu skanunarlega hvítum mönnum hefur farist við frum- byggja Ameríku. Höfundurinn dvaldist lengi á meðal Apache- Indíána og hjá gömlum mönnum komst hann yfir nokkrar þjóð- sagnir þeirra. Hjer er ein, sem lýsii trú þeirra. JEG FÓR að finna vin minn, töframanninn Tenijieth. Það eru fáir Indíánar, sem mjer geðjast jafn vel að. Jeg segi honum, að nú sje jeg að leggja á stað í ferðalag inn til fjalla og þess muni langt að bíða að fundum okkar beri saman aftur. Og jeg spyr hann hvort hann vilji nú ekki segja mjer einhverja sögu. Hann sat hljóður um stund og horfði í gaupnir sjer. Svo hóf hann upp höfuðið og tók að segja söguna af Nayehaezghani. Frásögnin var löng, sagan entist honum í margar klukkustundir. Þetta er upphafið: — Hann, sem gaf okkur lífið, skapaði alt og gaf það sólinni. Ung stúlka stóð nakin á kletti nokkrum. Sólin skein á hana, og lífmagn sólarinnar læstist í hana svo að hún varð þunguð. Svo kom að því að sonur sólar- innar skyldi fæðast. Stúlkan stóð þá á fjalli og austan við hang var svart vatn, sunnan við hana bjátt vatn, vestan við hana gult vatn og norðan við hana hvítt vatn. Milli þessara vatna stóð hún. Hún hóf upp hendur sínar og sneri lófunum upp. Hún tók gullið blómaduft og ekki nema hvað einn maður lenti undir einu flakinu og meiddist nokkuð, en varð þó jafngóður seinna. Kirkjan var eina húsið uppistand andi, því að þökum hafði svift af öll um fjárhúsum. Varð það fólkinu til bjargar að það komst í kirkjuna og ljet þar fyrir berast. Er glögg frásögn um þennan sviplega at- burð í 3. tbl. Lesbókar 1939, og skal því slept að segja nánar frá honum hjer. . jós því mörgum sinnum yfir höfuð sjer. Og hún gerði með því gullna rönd niður ennið á sjer. Og hún gerði með því gullna rönd á hægri síðu sína, eftir bakinu og á vinstri síðu. Hún sagði: „Þetta gulla blóma duft skal hafa áhrif sín á mig.“ Svo hóf hún aftur upp hendurnar og sneri lófunum upp, og fell á knje. Þannig fæddist Nayenaezghani, sonur sólarinnar. Móðir hans hjet Isdzann og hún var ein. Þegar drengurinn var fædd ur bjó hún til körfu að bera hann í. Körfubotninn var fljettaður úr eldingum. Skýlið yfir höfði barns- ins gerði hún úr regnboganum. Og úr svarta vatninu bjó hún til sæng, er sonur sólarinnar hvíldist á. Úr eldinganeistum gerði hún lykkjur á körfubarminn og dró þar í eld- ingargeisla. Þannig reið hún utan um son sinn.-------- Svo segir sagan frá því, að sonur sólarinnar var með sundfit milli fingranna og tánna. Hann óx og dafnaði sem önnur börn. Einhvern dag settist fluga í eyrað á honum og hvíslaði að honum að hann skyldi spyrja móður síná hver væri faðir sinn. Drengurinn gerði það og móðirin sagði að sólin væri faðir hans, en það væri frágangssök fyrir hann að finna föður sinn. En drengurinn lagði þó á stað. Óteljandi torfærur urðu á leið hans, svo sem þjettir kaktusskógar og grenjandi haglbyljir. En villi- dýrin hjálpuðu honum og stundum reið hann á sjálflýsandi ormi yfir verstu torfærurnar. — Að lokum komst hann þangað er sólin á heima, ásamt konu sinni og 12 son- um. Þegar konan sá aðkomudreng- inn varð hún reið og sagði að sólin mundi hafa tekið fram hjá sjer, því að þetta væri sonur hennar. Sólin kvaðst ekki vita neitt um það, en rjett væri að reyna drenginn. í húsi sólarinnar eru mörg eld- höf, eitt svart, eitt blátt, eitt gult og eitt hvítt og drengnum var fleygt í þau í þessari röð. En í hvert skifti kom fluga og hvíslaði að honum töfraorði, sem leysti hann úr eld- hafinu. Þá sá sólin að þetta mundi vera sonur sinn, og skipaði að hann skyldi fara í gufubað með sonum sínum. Inni í gufubaðinu var vatni stökt á glóandi steina og óþolandi hiti varð af gufunni. Þá losnaði sundfitin af fingrum og tám drengs ins og datt af, svo að hann varð eins og aðrir menn. Þetta var vígsla drengsins og nú kannaðist sólin við hann sem son sinn og gaf honum nafnið Nayen- aezghani sem þýðir Drekabani Svo fekk sólin honum gulan hest, ham- ar úr turkis-steini og önnur vopn, svo að hann gæti unnið drekann. íbúar Karlsvagnsins gáfu honum sverð. Honum var líka fengin mat- karfa og vatnskrús og hvort tveggja hafði þá náttúru að tæmast aldrei. Svo helt hann niður á jörðina og vann þar mörg frægðarverk. — Þegar Tenijieth hafði lokið hinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.