Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSÍNS
491
AMERISKAR
RÚSSI nokkur vildi fá amerískt
borgárabrjef. Hann fór á skrán-
ingarskrifstofuna í New York og
með honum kom annar Rússi, sem
lengi hafði verið í Bandaríkjunum.
Nú vildi svo illa til að umsækj-
andinn kunni mjög lítið í ensku og
vissi blátt áfram ekkert um sögu
nje stjórnskipun Bandaríkjanna,
nje hin helstu lög. Sá, sem yfir-
heyrði hann sagði því við fjelaga
hans:
— Þessi vinur þinn veit blátt
áfram ekki nokkurn skapaðan hlut
af því, sem hann þarf að vita.
Farðu burt með hann og reyndu að
útskýra fyrir honum stjórnarskrá
Bandaríkjanna og helstu atriði
stjórnarfarsins. Það þýðir ekki fyr-
ir hann að koma aftur fyr en hann
veit eitthvað um þetta.
Þeir fóru, en komu aftur eftir
hálfa klukkustund.
— Hvað er ykkur nú á höndum?
— Nú er alt í besta lagi, sagði
fylgdarmaðurinri. Jeg hef lesið
stjórnarskrána fyrir vin minn, og
hann segir að sjer líki hún ágæt-
lega.
IJNGUR íri var nýkominn til
Bandaríkjanna. Hann var einn síns
liðs, því að fjölskylda hans hafði
tvístrast um allan heim. Skömmu
eftir að hann kom til New York,
fór hann að skoða dýragarðinn þar
og sá þar margt, sem honum þótti
furðulegt. En sjerstaklega varð
honum starsýnt á stóra kengúru.
Seinast sneri hann sjer að umsjón-
armanni og spurði:
— Hvaða skepna er þetta?
Umsjónarmanni varð ekki svara-
fátt og hann romsaði upp úr sjer:
— Þetta er spendýr, sem bcr
unga sína i poka a kviónum, Iifu'
aðallega á grasi og rótum, getur
KÍMNISÖGUR
•
stokkið tuttugu fet, er svo sterkt
í afturlöppunum að það getur sleg-
ið fullorðinn mann í rot og á heima
í Ástralíu.
— Guð hjálpi mjer, sagði írinn
og fór að hágráta. Systir mín er þá
gift einum af þeim!
UNGUR læknir kom örþreyttur
heim seint um kvöld. Hann hafði
naumast. sofið dúr í heila viku, og
hann sagði við konu sína að ekki
mætti vekja sig nema í lífsnauð-
syn.
Klukkan 2 um nóttina kom kon-
an að vekja hann. Hún kallaði, hún
ýtti við honum, en ekkert dugði.
Seinast rak hún framan í hann kalt
og blautt handklæði og þá rumsk-
aði hann. Hún sagði að hann yrði
að fara á fætur undir eins, frú
Smith nágrannakona þeirra heiði
fengið aðkenningu af slagi. Hann
staulaðist á fætur hálfsofandi, náði
í tösku sína og fór til frú Smith.
Hann gekk inn í svefnherbergi
hennar og þar lá hún, þetta fitu-
hlass og átti örðugt um andardrátt.
Hann athugaði slagæðina, mældi
hana og settist svo á rúmstokkinn,
lagði eyrað við bert brjóst hennar
og sagði:
— Gerið svo vel að telja upp-
hátt: einn, tveir, þrír og svo fram-
vegis þangað til jeg segi yður til.
Svo vissi hann ekkert af sjer fyr
cn bjartur sólargeisli fcll beint
framan í hann. Og þá heyrði hann
kvemnannsrödd, sem taldi:
— Niu þusund sjöhundruð og
einn, níu þúsund sjö hundruð og
tveir... .
Á trúboðssamkomu. Ræðumaður
\ai að tala um eiliía utskúfun og
af brermanói átiuga sknraði hann
á áheyrendur að forða sjer undan
henni.
— Ó, vinir mínir, sagði hann, á
dómsdegi mun verða grátur, óp og
gnístran tanna.
Þá stóð upp gömul kona aftarlega
í salnum og sagði:
— Jeg hef engar tennur.
— Það er sama, svaraði ræðu-
maður. Tönnum verður úthlutað.
4/ Íí iW Á V
BRIDGE
•
Þetta spil var nýlega spilað á bridge-
kepni í Noregi og varð yfirleitt tap-
spil.
S. G 10 7 2
H. 9 8 2
T. G-6 4
L. Á 10 9
S. D 6 5
H. D 5 4
T. Á K 9 2
L. 6 5 2
N
V A
S
S. 4
H. K 7 3
T. D 10 8 7 5
L. 8 7 4 3
S. Á K 9 8 3
H. Á G 10 8
T. 3
L. K D G
Vestur gaf og þrjár hendur sögðu
pass, en S opnaði sögn á einum spaða
N svaraði ýmist með grandi eða tveirn-
ur spöðum og það endaði altaf með 4
spaða sögn. Hjer skal nú rakið hvernig
spilað var á einu borði.
V sló út T K og svo sló hann út
á6num, en S trompaði. Svo tók S á
trompás og trompkóng, en úr því að
drotningin kom ekki í, var spilið tap-
að. Ekki var nema ein innkoma í borði
(L. Á) og þess vegna hlutu A og V áð
fá tvo slagi í hjarta. Það var þýðingar-
laust að slá út trompi undir drotning-
una í þeirri von að koma blindum
Scinna inn á gosann, því að V slær auð-
vitað út tigli, sem S verður að dreþa
með seinasta trompi sinu.
En það er hægt að vinna spilið með
því að slá út lágtrompi á eftir ásnum
og lofa mótspilamönnum að fá slag
þegar á drotninguna. Næsta tigulspil
er svo drcpið með S K og nú eru tvær
innkomur lijá N til þcss að hann gcti
spilað hjarta „í gegn“. Með þvi móti
tanast ekki nema einn slagur í hiarta.