Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1949, Síða 16
492 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um Guðmund dýra. Sá skaplöstur sótti Guðmund, að hann elskaði konur fleiri en þá, er hann átti (Sturl. I.) Glímugaldur. Ýmsir trúa því, jafnvel á vorum dög- um, að hægt sje að verða ósigrandi í glímu, ef menn kunna töfrabrögð þau, er glímugaldur kallast. Hann er í því fólginn, að menn rista tvo galdrastafi og koma öðrum undir hælinn, en hin- um undir tærnar á hægra fæti. En ef maður mætir nú öðrum, sem slyr.gari er í töfrabrögðum, fellur sá, er minna kann og annað hvort handleggsbrotnar eða fótbrotnar í fallinu. (E. Ól.) Fallegur bær. í „Bauksvísum“ óskar Hallgrímur Pjetursson sjer þess að hann ætti fimm hundraða jörð og fallegan bæ. Lýsir hann því svo, hvernig bærinn skvldi vera: Bygður upp með brattan kjöl bústaðurinn skyldi sá, með rauðstrykaðri reisifjöl og rendum súðum utan á. Fágaður með fjalagóLf, fallega hlaðinn alt um kring. Vinnuhjúin tíu og tólf að taka vakt á bygðarhring. Jón prestur Jónsson helt nú Prestbakka. Það er sagt að hann hefði ábrýði mikið um konu sína Valgerði, og kom svo, að hann varð eigi með heilli sinnu. Það var og mælt, að Sigurði á Hvalsá þætti Valgerður góð, kona prests. Var henni og kent jafn mikið. Tók nú Jón prestur að hafa útreiðar og heldur Ijet hann ankannalega. Er það eitt til dæma talið, að hann keypti hund gráan og reiddi oft fyrir framan sig. Hefur það sagt verið, að því spáði hann Valgerði konu sinni, að eiga mundi hún Sigurð á Hvalsá og með honum tvenna tví- bura, en dæi að hinum síðari. — Jón prestur dó 1835. En svo fór að Sigurð- ur fekk Valgerðar. Var hann maður vel að sjer. En svo fór, sem. sagt er að prestur hafi fyrir spáð, að hún ól tvenna tvíbura, en dó að hinum síð- SVIFFLUGFJELAG íslands var stofn ð 1937. Þegar á öðru ári tókst einum l'jelagsmanna (Kjartani Guðbrandssyni) að halda sjer á flugi í 5 klukkustund- ir. Svo iiðu fimm ár þangað til slíkt afrek var aftur af hendi leyst, (Agnar Kofoed-Hansen). Nú hafa 25 fjelagar leyst þessa þraut af hendi og einn mað- ur (Magnús Guðbrandsson) hefir meira að segja verið á flugi rúmar 15 klukkustundir samfleytt. Hæsta flug er 5600 m. eða 18 þús. fet. — Svif- flugfjelagið á nú 8 góðar svifflugur, og 3 svifflugur eru til á Akureyri. Flest- ar hafa þær verið smíðaðar hjer á landi. Hjer á myndinni sjást tveir ungir flugmenn. sem eru að smíða sjer svif flugu. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). ari, en þau höfðu ei full tvö ár saman verið. Lá hún á gólfi í 5 dægur og varð ei vakin, áður læknisdómur kæmi frá Bjarna presti Eggertssyni, er þá hafði fengið Kvennabrekku; raknaði hún þá við. Síðast lagði hún hendur um háls bónda síns, áður hún andaðist. Og sagt er að hann kvæði eftir hana ljóð, all- harmsfullur. (G. Konr.) Sjáandi hvolpar. Alla varúð verður að hafa þegar hvolpar eru valdir til lífs; fyrst er það að þeir sjeu ekki gotnir sjáandi, því ef svo er á að drepa þá hið bráðasta. Annars hverfa þeir í jörð niður begar þeir eru þriggja nátta, en koma upp aftur á sama stað að þrem árum liðn- um, en þá eru þeir orðnir svo voðaleg ófreskja, að hver sú skepna deyr, sem verður fyrir augum þeirra. Ef svo illa fer verður að stilla svo til, að ókind þessi sjái fyrst sjálfa sig í spegli, er hún kemur upp, því að það er hennar bráður bani. Ólafur Davíðsson segir að syðra sje hvolpar þessir kallaðir moð- ormar, grafi sig í jörð eftir mánuð og sje þar langan tíma, sumir segi missiri. Brynjólfur á Minna-Núpi segir að sjá- andi hvolpar fæðist því aðeins, að móð- irin gjóti tíu í einu. Björn Halldórsson varð aðstoðarprestur í Sauðlauksdal 1759. Þegar hann húsvitjaði í fyrsta sinn, grenslaðist hann eftir kunnáttu sóknarbarna sinna, eins og venja var. Karl einn gamall var þar í sókninni og spurði prestur hann hvort hann kynni nokkurt gott guðsorð. Karl kvaðst kunna fallega bæn. Prestur spurði hvernig hún væri og var hún á þessa leið: Engillinn mætti mjer á miðri braut,, hafði horn í vanga og stangaði mig sem naut. Vaki vörður guðs vel yfir mjer. Ekki er getið um hvernig presti líkaði bænin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.