Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Qupperneq 1
43. tölublað. Sunnudagur 27. nóvember 1949 XXIV. árgangur. LÖNGUHAUSINN í ÁNANAUSTUM VÍÐA í fornsögum og þjóðsöguni er minst á gerningaveður og fram á 19. öld helst sú trú hjer á landi, að hægt væri með f jölkyngi að hafa áhrif á veðurfarið. Þessu lýsir Egg- ert Ólafsson svo í Ferðabókinni: „Gerningaveður var það kallað er menn vöktu vind og illviðri á hafi, svo að skip færust og fleiri slys yrði. Tækin til þessa voru harla óbrotin, eða hausbein úr þorski, sem galdrastafir voru ristir á. Uppruni þessa er sá, að til forna notuðu menn „höfuð“ Þórs, sem annaðhvort var skorið út, rist eða málað. Á sá siður rót'sína að rekja til þess, að sagt var að Þór sjálfur hefði hleypt af stað veðri með því að blása svo úr skoltum sjer, að skegg- broddarnir stóðu beint út í loftið. Var það kallað að þeyta skegg- brodda. Á myndum þessum var Þór því sýndur gapandi og skeggið lát- ið standa beint út. Við þennan gald- ur þótti það mestur lærdómur að nota aðeins einn eða tvo galdr?.- stafi. Þeir, sem kunnu lítt fyrir sjer, drógu þá oft skakt upp, en höfuðgaldurinn var fólginn í því, að úr stafnum mætti lesa orðin „Þórs hafot“ eða „Þórs hafut“, annaðhvort bæði saman, eða hvort fyrir sig.“------ HJER er sagt að galdrastafina skyldi rista á bein úr þorskhausi, GERNINGAVEÐUR — Hluti úr kápu mynd á Þjóðsög:um Ólafs Davíðssonar, eftir Trygsva Magnússon. en venjulegast mun hafa verið notaður lönguhaus, til að gera gerningaveður, og er því lýst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar á þessa leið: „Bandrúnir voru svo fjölbrevÞ- ar, að heilu orði eða heilum for- mála var komið fyrir í einni stafs- mynd. Einn var stafur sá, er Veður- gapi er nefndur. Úr honum mátti lesa „Þórshöfuð“. Veðurgapi var hafður til þess að gera ofviðri að mönnum, sem voru á sjó og drekkja þeim. Þessi aðferð er sagt að hafi verið þar við höfð, að galdramaður tók upprifið lönguhöfuð og festi það niður, annað hvort á sjávar- bakka, ef hann var hár t. d. berg- snös ,eða á öðrum stað, sem hátt bar á og Ijet það sem út snýr á lönguhausnum óupprifnum snúa í þá átt, sem hann ætlaðist til að veðrið kæmi úr. Síðan tók hann kefli og risti á bandrún þessa, Veð- urgapann, þandi svo með keflinu út kjaftinn á lönguhausnum og festi það þar. Æstist þá veður í lofti úr þeirri átt, sem galdramað- ur vildi og umhverfði sjónum, svo engum skipum var fært á sjó að vera.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.