Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Side 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 526 Jón getur þess, að þetta sje eftir munnmælum syðra og nyrðra, en nafnið Veðurgapa hafi hann eftir Hannesi skóara Erlendssyni í Reykjavík. (Hannes var einn af þeim sem voru í draugsmálinu með Sigurði Breiðfjörð. Hann andaðist 14. júlí 1869, 71 árs að aldri). TVÆR sögur sýna það, að galdur þessi hefur verið hafður um hönd fram á 19. öld. Önnur sagan er í Gráskinnu I. og er eftir frásögn frú Ingunnar Jónsdóttur, og sagði (Salomonsen) kaupmaður í Höfðakaupstað afa hennar Jóni Ólafssyni á Helgavatni frá atburðinum. Það var einn morgun að skip lagði frá Höfða- kaupstað og ætlaði vestur á Strand ir. En skyndilega brast á stórviðri. Gekk kaupmaður þá upp á höfðann til þess að gá að skipinu. En þar urðu þá fyrir honum tveir strákar. Höfðu þeir reist þar stengur stórar og voru ristar á þær rúnir og galdrastafir. Sinn lönguhausinn var á hvorri stöng og voru skoltarnir glentir upp móti veðrinu. Strák- arnir stóðu þar hjá, studdu stang- irnar og sögðu: „Hvestu þig, hinn hvessir sig“. Þegar annar hafði sagt þetta við sinn galdrakarl, tók hinn upp sömu orðin við sinn. Þetta ljetu þeir ganga á víxl í sífellu og altaf hvesti meir og meir. Kaup- maður rjeðist á strákana, rak þá burt, fleygði lönguhausunum í sjó- inn og braut stengurnar. Fór þá óðar að kyrra og var brátt konnð besta veður. Hin sagan er í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, skráð af Þorl. H. Bjarnason kennara: Karl dó í Hvestu vestra 1882, sem þótti vita lengra en ncf hans náði. Einu sinni þcgar hann var tæplega miðaldra maður, liafði hann farið um borð i enskl eða liollenskt skip, lent þer í ilhndum við skipstjóra og haft i i heitmgum vxð hanu. övo var það um haustið að unglingur á bænum varð var við að karl fór út í skemmu og elti hann af forvitni. Karl tekur þar stóreílis lönguhaus og fer með hann upp á skemmu- burst. Þar glennir hann hausinn út og snýr kjaftinum til hafs. Að því búnu fer hann að tauta eitthvað fyrir munni sjer. Seinast bregður hann hönd fyrir auga og segir: „Nú cr mjer hughægra, því að nú eru þeir að farast við Portland.“---- ÞESSAR sögur og lýsingar á því hvernig menn gerðu gerninga- veður, skýra að nokkru leyti þá frásögn, sem hjer fer á eftir. Trúin á galdra og rúnaristur lifði býsna lengi, eigi aðeins hjá sauðsvörtum almúganum, heldur einnig hjá yf- irvöldum og hinum svokölluðu mentamönnum. í Húsagaforordn- ingunni 3. júní 1746 er meðal ann- ars svo sagt í 31. grein, að verði einhver uppvís að því að hafa not- að „rúnir og ristur, eða aðra ó- kristilega hjátrú, eða hrósi sjer af því“ þá skuli presturinn gefa hon- um áminningu og með guðs orði sýna honum fram á hve syndsam- leg viðurstygð þetta sje. Um það leyti voru þó hin ill- ræmdu galdramál úr sögunni, en það eimdi eftir af galdratrúnni. Og þótt mönnum kunni nú að þykja einkennilegt, að málarekstur og sakferli skyldi geta hafist út af jafn heimskulegu uppátæki og þvi, að setja upp lönguhaus, þá verða mcnn að minnast þess að hjátrú átti sjer þá dýpri rætur í þjóðbf- inu heldur en nú, eins og þessi grein úr Húsagaíorordningunni ber rrieð sjer. Það hefur því ekki verið af illkvitni gert nje ofsókn- arlöngun, að yfirvöldin vildu taka iiart á öllu kukli. AKIÐ 1698 kom til Kopavogaþings lqngulioíuðsmal ux' Garðasoku a Álftanesi. Var það fyrst tekið fyrir 16. febrúar, en það kostaði mörg þinghöld og mikið vafstur. Mála- vextir voru þeir, að Þorgils nokkur Einarsson vinnumaður í Görðum, hafði tvívegis fest upp lönguhöfuð á vörðu á Garðaholti. Tveir menn voru viðstaddir er hann setti upp fyrra höfuðið, og báru þeir það, að hann hefði pissað í höfuðið, sett í það spýtu og mælt svo fyrir: — „Fjandinn með fúlum anda fast í höfuðið blási“. Viðurkendi Þorgils að hann hefði haft alla hina sömu aðferð í seinna skiftið. Kvaðst hann hafa gert þetta af tómri fávisku og enga afguðadýrkun hefði hann þar með viljað fremja og „að hann hefði ekki vilja nje ásetning haft að gera guði almáttugum stygð, nje nokkrum manni mein eða skaða með þessu tiltæki." Seinna var hann þó farinn að linast og kvaðst ekki „kunna að forsvara, að hann hefði ekki gert það guði almáttug- um til utygðar, en ásetningur sinn hafi verið að útvega fiskaþerrir.“ Dómendur voru á einu máli um það að Þorgils hefði „sig stórlega forsjeð í allri aðferð og yfirlestri á lönguhöfðunum“ og að honum beri fyrir „slík ofurdáðugheit stór- feld líkamleg refsing“ auk sekta. Hvernig um refsinguna fór er nú ekki hægt að vita, sennilega hefur það verið kaghýðing, en hann var dæmdur í 8V2 marka sekt til næsta spítala. Annar maður, Oddur Ásbjarnar- son bóndi á Móakoti í Garðahreppi, var einnig dæmdur í 6 aura sekt til næsta spítala, fyrir það að hann hat'ði hirt lönguhausinn og spýtuna og ekki látið yfirvaldið vita, „hvör geymsla með leynd við yfirvaldið oss tilnefndum mönnum virðist ó- sæmileg og ókristileg, að í leynd og hylpiingu liaít sje, að guðs vors náðargáfur vanvirtar sjeu, eða djoflinum til skemtunar, en na- uxxgaxiuxxi txl skaóa að borxó b«tr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.