Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1949, Side 10
534
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hvarf, einnig fálkar og gullörninn.
Þarna voru áður villinaut, en þau
eru nú útdauð, en hinir kunnu Há-
lands-nautgripir eru afkomendur
þeirra. Þarna eru einnig nokkrir
villikettir, en þeir voru nær útdauð
ir fyrir nokkrum áratugum. Nú
eru öll þessi dýr friðuð.
Á Suðureyum er selurinn friðað-
ur, og eru þar nú seinustu leifarn-
ar af því selakyni, sem helt til við
austanvert Atlantshaf. Á eynni St.
Kilda eru allir fuglar friðaðir. og
þar má líka sjá seli, grindavöður,
hnýsur og hákarla, sem enginn
maður gerir mein. Þannig er nátt-
úrufriðun Skota.
Af nafnkunnum stöðum má
nefna Fingalshelli, sem er eitt af
furðuverkum náttúrunnar. Sjór
gengur inn í hellirinn og koma þar
fram hinir furðulegustu litir. Enn
má nefna Giant’s Causeway í
Antrim-hjeraði. Við báða þessa
staði eru tengdar þjóðsögur um
jötunn eða vætt, sem hjet Finn.
Fjöllin í Skotlandi eru hrikaleg,
enda þótt þar sje engir jöklar. Þau
bera þess vitni að þar hefir jörð-
in einhvern tíma í fyrndinni bylst
um. Ólgandi leðjan í undirdjúpun-
um hefir lyft jarðskorpunni upp,
myndað úr henni hnykla og brot-
ið þá alla vega sundur í átökun-
um. Su*is staðar hafa þá mynd-
ast hrikalegar gjár eða jarðföll,
sem síðan hafa fylst af vatni, og
eru þar nú hinir fögru „Locks“,
sem Skotland er nafntogað fyrir.
Fjöllin í norðvestanverðum Hálönd
um líkjast mjög fjöllunum í Nor-
egi, með snarbröttum hlíðum, döl-
um, sem eru svo þröngir, að sól
sjer þar ekki mikinn hluta árs.
Standi maður á einhverjum fjalls-
tindi þar og horfi yfir hamrana,
snarbrattar hlíðarnar, dalina og
vötnin, þá getur hann máske gert
sjer ofurlitla grein fyrir því hver
aðgangur hefir verið þarna þegar
þessi fjöll mynduðust.
Canongate Tolbooth.
Þetta hús var bygt 15991.
Skotland er mjög vogskorið, eins
og best sjest á því að strandlengj-
an er jafn margar mílur eins og
landið alt er margar ferhyrnings-
mílur að flatarmáli. Eyar eru marg
ar úti fyrir ströndunum og segja
sumir að þær sje 700 talsins. Flest-
ar þeirra voru áður bygðar Norð-
mönnum og enn í dag má víða
finna leifar frá norræna tímanum
í siðum, venjum og máli eya-
skeggja. Eins og sjest á Landnámu
komu margir landnámsmenn frá
Suðureyjum, og á Orkneyjum og
Hjaltlandi búa enn afkomendur
norrænna manna og ýmsar nor-
rænar fornminjar er þar að finna.
Frægust af skosku eyunum er
Iona, eða Icolmkill, þar sem St.
Kolumba var og þar sem sextíu
fornkonungar eru grafnir.
Skamt frá Kelso á austurlandinu
er Kirk Yetholm og var þar áð-
tir aðsetursstaður Zigauna. Það er
ekki lefigra síðan en 1898 að þar
krýndu þeir seinasta konung sinn,
sem þeir kölluðu Charles II. Nú eru
Zigaunar horfnir, en konungshöll
þeirra stendur enn í Yetholm.
Aðalatvinnuvegir Skota voru
lengi vel kvikfjárrækt og fiskveið-
ar. En nú er iðnaðurinn og námu-
gröftu,. aðal bjargræðisvegir. Til
þess að gera sjer grein fyrir því,
þarf ekki nema lítinn samanburð.
Árið 1946 var hlutdeild Skotlands
í allri framleiðslu enska konungs-
rikisins:
12,5% af öllum kolum.
38% af skipasmíðum.
45% af gufuvjelum.
100% af hampiðju.
90% af framleiðslu saumavjela.
60% af niðursoðinni síld og
reyktri.
Skotar eru hreyknir af iðnaði
sínum og í sumar var haldin stór
iðnsýning í Glasgow. Var henni
ætlað að kynna mönnum hvað
skoskar vörur væri vandaðar, og
ennfremur slá því föstu að hjá
Clyde hefði verið og væri enn
smíðuð stærstu skip veraldar.
^W ^W W* ^W ^W
ÚR KLAUSTURREGLUM
BENEDIKTSMUNKA.
EF einhver pílagrímur kemur um
langa vegu og óskar að fá að dvelj-
ast í klaustrinu, þá er honum það
velkomið og hann má vera eins
lengi og hann vill, ef hann gerir
sjer alt að góðu hjer og truflar ekki
klaustursiðuna.
Ef hann finnur hjer eitthvað at-
hugavert og ekki í samræmi við
hógværð og hjartagæsku, þá skal
ábótinn tala hógværlega við hann
um það, því að vera má að hann
sje sendur af guði til þess að tala
um þetta.
En ef hann er margmáll og ó-
hlýðinn, þá skal honum hispurs-
laust sagt það að hann verði að
fara.
Ef hann þá neitar að fara, þá
skal í guðs nafni láta tvo sterka
munka koma h,onum í skilning um
það, að hann vferði að fara.