Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 73 jafnað á meðal þeirra, er af ís- lensku bergi eru brotnir. Síðara helming æfi sinnar orti hún sjald- an kvæði, og ef minst var á það efni við hana, var hún vön að benda á púðana og segja: „Þetta eru kvæðin mín núna“. Og það voru kvæði sem Ameríkumenn gátu lesið, enda þótt á hin væru þeir viðlíka læsir og Þorsteini þóttu Danir vera á handritin okk- ar, þau er þeir hafa nú tekið ást- fóstri við — ólæsir á þau enn. En þó að hún legði kvæðagjörð á hill- una, kastaði hún sífelt fram stök- um erindum og vísum. Það var henni eðlilegt og að heita mátti ó- sjálfrátt. En slíkt færði hún ekki í letur og því mun það flest eða alt gleymt og glatað. Þessar tvær stökur fundust á sneplum í skrif- borði hennar að henni látinni: Vinir oft mitt gleðja geð á góðra manna fundum, en jeg er alveg ánægð með einveruna stundum. Vonin mjer Ijeð hefir ljósið sitt, það lýsir mjer burtu úr heimi, þá hitti eg þig aftur, hjartað mitt, eða hætti að syrgja og gleymi. Helga Baldvinsdóttir þótti vera hin mesta fríðleikskona, eins og hún átti ættir til. Hún var meðal- há vexti, eða tæplega það (158 cm.), grönn og vel vaxin, hárið mikið, dökkjarpt á lit, en var á síð- ustu árum orðið snjóhvítt; augna- brúnir voru af sama lit og hárið, augun blá, húÓin hvít og fíngerð, og roði í kinnum fram á elliár. Síðustu árin var hún orðin gild- vaxin, og stafaði af sjúkdómi beim er loksins dró hana til dauða, hæg- fara krabbameini innvortis. Ekki lá hún rúmföst fyr en rúmlega mánaðartíma að síðustu, og sálar- kröftum hjelt hún óskertum unz hún fjell í mók (coma) nokkrum klukkustundum fyrir viðskilnað- Fangi Pólverja SÆNSKI stýrimaðurinn Magne Larsson hafði siglt til Póllands síðan 1946, en aldrei farið þar í land. Hann vissi að mörgum sænskum sjó- mönnum hafði orðið hált á því. Heima átti hann konu og þrjú börn, og þeirra vegna vildi hann ekki eiga neitt á hættu. En hann slapp ekki samt og hjer segir hann frá því. ÞAÐ var miðvikudaginn 26. októ- ber. Daginn áður höfðum við kom- ið til Gdynia, og verið var að hlaða skipið með timbri. Holmkvist skip- stjóri var háttaður, flestir skip- verja höfðu farið í sænsku kirkj- una, en jeg fór ekki í land fremur venju, en stytti mjer stundir við að leggja „kabal“. Það var hlýtt í herberginu mínu, svo að jeg var lítið klæddur, aðeins í ermalausri silkiskyrtu að ofan, og á fótunum hafði jeg morgunskó. Skyndilega heyrði jeg gaura- gang mikinn, hurðinni var hrundið upp og inn kom herðabreiður liðs- foringi, með marghleypu við hlið. Bak við hann voru tveir lögreglu- þjónar alvopnaðir. Þeir voru með einn af skipverjum, Mass-Kalla, á milli sín. inn, sem bar að þann 23. október 1941. Sira Kristinn K. Ólafsson jarðsöng hana, en hann hafði kynst henni á æskuárum sínum. Þótti hann tala vel yfir moldum hennar. Efalaust hafa dánarminningar um Helgu birst í blöðunum vestra við andlát hennar. Skáldið Jóhann Magnús Bjarnason ritaði ágæta grein um hana í Eimreiðina 1942. Hann var aldavinur hennar um ná- lega hálfrar aldar skeið — og betri vin var naumast unt að kjósa sjer. Erfiljóð ortu Sigfús Benedictsson og Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Meira. — Fáðu mjer skipshafnarskrána, þrumaði liðsforinginn. — Gerðu svo vel, sagði jeg og rjetti honum afrit af henni. — Jeg vil fá skrá á þýsku, grenj- aði hann og reiddi hnefana. — Þá verðurðu að fara til skip- stjórans, sagði jeg, en hann skildi víst ekki hvað jeg sagði og helt áfram að bölsótast. — Jeg skal fylgja þjer til skip- stjórans, sagði jeg, stóð á fætur og gerði mig líklegan til að gánga út. En þá varð hann vitlaus, þreif marghleypu sína og grenjaði: — Þú ert fangi. Hann gaf fylgdarmönnum sínum merki um að grípa mig og svo ráku þeir mig á undan sjer upp á bryggju og miðuðu á mig tveimur hríðskotabyssum og marghleypu. Jeg náði aðeins í jakkann minn um leið og mjer var hrundið út úr her- bergi mínu, en jeg var á morgun- skónum. ÁSAMT Máss-Kalla var jeg nú rek- inn upp eftir Ulita Pilota, hinni breiðu götu sem liggur frá höfn- inni upp í Gdyniaborg. Og að lok- um var okkur troðið inn í óþrifa- legan hermannaskála. Þegar þang- að kom spurði jeg liðsforingjann hvers vegna jeg væri handtekinn, en hann rak upp hæðnishlátur. Þarna sat jeg nú í tvær klukku- stundir, en þá var farið með mig í fangelsi í hinum enda borgarinnar- Þar var mjer troðið inn í ískaldan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.