Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1950, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 75 fangelsi — og þegar jeg heyrði það var eins og þungu fargi væri af mjer ljett. Mjer fanst það næstum eins og vinargreiði.... Þótt dóm- urinn væri ranglæti, þá var mjer hughægra á eftir. Tvo sólarhringa var jeg í fang- elsi þarna í Gdynia. Fyrri nóttina var blindfullum vjelsmið kastað inn til mín, og seinni nóttina tveim- ur dauðadruknum enskum sjó- mönnum — írum. Þeir böivuðu pólsku yfirvöldunum í sand og ösku og þess á milli hjetu þeir á heilagan Patrek, verndardýrling allra íra. Og það hreif — hinn heilagi Pat- rekur mátti sín víst mikils hjá Pólverjum, því að um morguninn var þeim slept. Seinna um daginn var farið með mig í járnbrautarlest til Wrjher- owo, skamt norðvestur af Gdynia. Þar var jeg settur í fangelsi og þar átti jeg að taka út refsinguna. Mjer var stungið inn í kjallaraherbergi þar sem fyrir voru sej;tán Pólverj- ar. NOKKRUM dögum seinna kom Leijon konsúll að heimsækja mig. Og upp úr þeirri heimsókn hafði jeg það, að jeg var fluttur í betri klefa. Þar voru fyrir sex fangar, alt pólskir mentamenn. — Fimm þeirra voru á þrítugsaldri, en einn var 65 ára gamall, læknir. Aldrei komst jeg að því hvers vegna þeir voru hjer í fangelsi. Það var begj- andi samþykki allra að tala ekkert um það. Eftir nokkurra daga samvistir með þessum Pólverjum komst jeg að raun um nokkuð, sem jeg haíði haldið að væri óhugsandi, sem sjc að með okkur tókst gagnkvæm vin- átta og samúð, sem lyfti okkur upp úr vonleysi og kvíða... . Við vorum máske eins og börn, cn það voru þá góð börn, og þeir höfðu ekki niist sjálfsvjrðingu sína. 'f'il þesg að stytt^ okkur stundir og lialda a okkui- luta, íorum \að i alls konar leika, sem við höfðum ekkert hugsað um síðan við vor- um börn. Við „reistum horgemling“ og það var ágætt til að halda á sjer hita. En skemtilegast var keiluspil, sem við bjuggum okkur til og hnoð uðum kúlurnar úr brauðmolum.... ÞRIÐJUDEGINUM 8. nóvember mun jeg seint gleyma. Við vorum einmitt að keiluleik og mjer hafði gengið óvenju vel. „Þetta er líklega þinn heilladagur,“ sagði læknirinn. Hvorugan okkar grunaði hve sann- spár hann var. Rjett í því opnuðust dyrnar og inn kom lögregluþjónn, sem kvaðst eiga að fara með mig til Gdynia. Þegar við komum inn í dómsal- inn þar, var þar stórum fjölmenn- ara en þegar jeg var dæmdur. Þar voru þeir Leijon og Winberg og höfðu með sjer verjanda, sem sænska konsulatið hafði útvegað mjer. Málið var tekið upp að nýu og hann helt langa ræðu. Jeg skildi ekki eitt orð, en mjer íanst ræða hans hafa mikil áhrif á dómarann. Lögregluþjónninn, sem flutti mig frá Wrjherowo, hvíslaði að mjer: „Þetta var góð ræða. Hapn fær yð- ur sýknaðan.“ Eftir ræðuna gengu dómendur afsíðis og svo tilkyntu þeir að dóm- urinn yfir mjer væri mildaður, refs ingin færð niður í hálfs mánaðar fangelsi, og þess vegna bæri að láta mig lausan nú þegar.... ^ ^ ^ ^ ^ UM KVENFOLK KONUR eru hygnari en menn — vegna þess að þær vita minna, en skilja ineira. bað var konan, scm kom manninum út úr Paradís, cn enn er það svo, að það er konan og hún ein, sem getur leiðbeint honum þangað aftur. Aðeins á einu sviði eru hjón sam- mála. Það er þegar hann segir að ekk- crt sje of gott handa henni. Ævi konunnar skiftjst i 7 timaþil. Fyrst er hun þfjostbafn, c'.q ungbani, svq unglmgur, þá ung Jtona. þa ung koria, þa ung kona og semast ung kona. Hugþrautir © i r t' * 0- • - • •©• • • -g- « . • . « > * * « \ Ö' , • - • .. (j, . . » , + t _ t & Töfrastjarnan. Á myndinni hjer að ofan sjáið þið 12 smápeninga, sem raðað hefir verið þannig að þeir mynda sex- hyrnda stjörnu. Ef línur eru dregn- ar milli myndanna, þá verða bær sex og fjórar myntir á hverri. Nú er galdurinn sá að breyta þessu þannig að myntirnar myndi 7 beinar línur með 4 myntum í hvern, og má ekki færa til nema 4 af myntunum. Þetta er hreint ekki jafn auð- velt og margur kann að hyggja. En það er gaman að fást við það, og ef fleiri eru saman, þá skortir ekki á alls konar tillögur — en það er tilviljun ef þær hepnast fyr en eft- ir margar tilraunir. Grautarskálin. Þau eru 3 í heimili, kari, kerl- ing og' vinnumaður. Ekki er til nema ein skál í kolinu. Eí karl- inn borðar einn úr henni, þá er hann 10 mínútur að tæma hana, vinnumaður tæmir hana á 12 mín- útum og kerlingin á 15 mínútum En hvað eru þau þá lengi að tæma skálina, ef þau eta öll úr henni í einu? Og hvað eru karl og kerling tvo lengt $ð tæmg skál- ma? --

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.