Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 2
009 LESBÓK MORGUNBLADSINS fjelaginu. Hefur Jón lagt í þetia feikna vinnu og komist að merki- legum niðurstöðum. En þar sem hjer er um athugunarefni að ræða, sem þjóðina varðar miklu, hef jeg átt tal við Jón Eyþórsson um þetta efni og var frásögn hans á þessa Fyrstu vcðurathuganir. „Skipulagðar veðurathuganir byrjuðu fyrst á stöku stað í Evrópu á öndverðri 18. öld, en samfeldar reglubundnar veðurathuganir byrj- uðu t. d. í Englandi árið 1756, en því miður er oft talsverður vafi um þessar elstu mælingar og því að ýmsu leyti erfitt að bera þær sam- an við yngri athuganir, svo að ör- uggur samanburður fáist úr þeim. Elstu veðurathuganir hjer á landi munu vera athuganir Horreboes á Bessastöðum á árunum 1749—51. Síðan komu þeir stjörnumeistar- arnir Eyjólfur Jónsson og Rasmus Lievaag til sögunnar. Þeir höfðu aðsetur á Lambhúsum á síðustu ár- um 18 aldarinnar. Jón Thorsteins- son landlæknir byrjaði reglubundn ar veðurathuganir að Nesi við Sel- tjörn árið 1823, og hjelt þeim síðan áfram eftir að hann fluttist til Reykjavíkur fram um 1850. Síðan hjeldu eftirmenn hans í embættinu áfram veðurathugunum þessum að einhverju leyti. Á árunum 1860— 1870 hafði dómkirkjupresturinn, Ólafur Pálsson, hitamælingar á hendi og sendi skoska veðurfræði- fjelaginu skýrslur um þær. Hægt cr að fá samanhangandi hita- mælingar frá Reykjavík og ná grenni frá því fyrir aldamótin 1800. En vinna færi í það að grafa þær upp og bera þær saman. Sam- stæðar reglubundnar veðurathug- anir hafa lengst verið í Stykkis- hóimi. Þar hóf Árni Thorlacius veðurathuganir í nóv. 1845. Hann mun hafa tckið það að sjer fyrir 1871 1881 1891 • 1901 1911 1919 to to to to to to 1900 lðio 1920 1930 1941 1948 1. in.viul. — Breytingar á incðalliita lofts (ojc sjávar hjá Papcy) cftir keðju- iiumlnum útreikninguni fyrir 10 ára tímabil. Lína II cr lcidrjctting fyrir Vest- manaacyar. tilmæli Bókmentafjelagsstjórnar- innar í sambandi við fyrirætlanir, sem þá voru uppi um það, að bók- mentafjelagið gæfi út íslandslýs- ingu. Þegar Jónas Iíallgrímsson lugði drög að söfnun sóknalýsing- anna, er áttu að vera undirstaða nndir íslandslýsingu hans að nokkru leyti, bað hann menn um að halda veðurbækur. Fjekk hann að minsta kosti hitamæla frá danska vísindafjelaginu, í því skyni, að að- stoðarmenn hans víösvegar um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.