Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 233 kerfi vort. Manninum má líkja við viðtökutæki. Ef vjer „skrúfum fyr- ir útvarpið“ þá heyrum vjer ekki þótt hinum fegurstu tónum sje út- varpað, en vjer erum umluktir þöglum bylgjum, sem vjer verðum ekki varir við. — En útvarpstækið getur breytt bylgjulengdinni og breytt hinum þöglu bylgjum í hljóðbylgjur. Þessu líkt er um manninn og náttúruna. Maðurinn er viðtökutæki, sem nemur viss fyrirbrigði og getur athugað þau. Vjer vitum að efniseindirnar (atom) eru gerðar úr ennþá smærri eindum: Öreindum eða for- eindum (protons), rafeindum (elektrons) og neutrons. En á milli eðlis eindanna og rafeindanna er óbrúanlegt djúp staðfest. Lögmál- ið sem skýrir hreyfingu og eðli rafeindanna er ekki hið sama og eindunum stjórnar. Þótt vjer þekkjum eitthvert lög- mál, þá er það ímyndun ein að vjer skiljum það. Raffræðingurinn hyggur að hann skilji hvers vegna rafhleðslur eru virkar, en bestu eðlisfræðingar eru ekki á sama máli. Þeir segja að vísu að hæg't sje að segja fyrirfram hvernig raf- hleðslan muni verka, en enginn maður viti enn í dag hvers vegna hún er virk. Nútíma vísindi telja oss trú um að alt efni sje samsett af ótöluleg- um grúa einda og sameinda, sem venjulegast hringsnúast með geisi- hraða og algjörlega samræmis- laust. Hinn mikli eðlisfræðingur Boltzmann hefir sýnt fram á, að samkvæmt hinu svokallaða Camot- Clausius lögmáli (second law of thermodynamics) hljóti þá fram- vinda efnisheimsins að miða að því að samræmi komist á og kraftarn- ir jafnist, þangað til öllu ósam- ræmi sje lokið. En þá er líka allri hreyfingu lokið og ekkert nema myrkur og kuldi eftir. Þau verða endalok heimsins — reikningslega. En vjer mennirnir erum vitni að annari framþróun, framþróun lífs- ins. Og hún er í algerðu ósamræmi við hina framþróunina, því að hún eykur á ósamræmið Gagnvart þessu standa efnishyggjumennirnir ráðþrota. Það er ekki vísindalegt nje heimspekilegt að taka efnis- lega framþróun fram yfir fram- þróun lífsins. Þess vegna sagði hinn mikli heimspekingur White- head: , Það eru skrítnar skepnur þessir vísindamenn, sem eyða öllu lífi sínu í þeim tilgangi að sanna, að það sje tilgangslaust“. Hver maður hefir komist að raun um að í honum eru tvö öfl. Stöðugt á hann í baráttu: annað hvort verður hann að hlýða ástríð- um sínum, dýrseðlinu, jarðneskum hvötum eða þá siðgæðis hugmynd- um sínum, sem fara í bág við hinar og eru ekki af jarðneskum rótum. Og þá veltur alt á því, hvort hann á frjálst val og hvort hann er frjáls að fara eftir því. Nú er frelsið undirstaða fram- þróunarinnar. Frá upphafi lífsins á jörðu hjer hefur svo verið. Mann- kyninu má líkja við gróandi vín- við. Ef stytta hans brotnar leitar hann ósjálfrátt að nýrri stoð að styðja sig við. Það getur mistek- ist, en þá heldur hann aðeins á- fram þangað til hann nær að hefja sig. En það getur hann ekki án stoð- ar og styttu. Og svo er fyrir að þakka, að mannkynið hefir éignast slíkar stoðir og styttur, menn, sem stóðu fjöldanum langt um ofar og voru sjer þess meðvitandi að þeir höfðu háleitar skyldur að rækja, að leiða mannkynið af vegi skepn- unnar. Og þrátt fyrir það að það kostaði fórn og sjálfsafneitun að fylgja þeim, þá hafa þéir borið hærra hlut og kenningar þeirra' borið af kenningum andstæðinga þeirra. Engin fullnægjandi skýring er enn á því hvernig lífið hófst á jörðu hjer. Nauðugir viljugir verð- um vjer því að viðurkenna, að annað hvort sje guð til, eða þá að vjer vitum ekkert í þésstt--éini. Þetta er ekki trúaratriði, heldur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.