Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1950, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22* :M Fi II. mynd. — Breytingar á með- alhita lofts (og sjávar hjá Papey) eftir keðjubundnum útreikningi fyrir 30 ára tíma- bil. Lína II sýnir leiðrjett- ingu fyrir Vestmannaeyar. — Eitt hitastig er á milli þver- strika. Tölumar aftan við nöfnin merkja meðalhita þrjá- tíu ára tímabilsins 1901—1930. línan svipuð og frá hinum athug- anastöðvunum. Af línuritinu sjest það líka greinilega, að hitaaukning- in er heldur meiri norðanlands og austan heldur én sunnanlands. Eft- ir því sem maður kemur lengra norður er misipunurinn meiri og er það í samræmi við staðreyndir ann- ars staðar. Meðalárshitinn í Gríms- ey er 2 stig, en í Reykjavík 4,3 stig. Á Akureyri er meðalárshitinn 3 stig. Þeir, sem eru kunnugir þar á slóðum, geta af þessu gert sjer grein fyrir því hve mikill munur það er á veðurfarinu sjálfu þegar mismunur á meðalhita er eitt stig. Meðalhitinn í Rvík var t. d. á árun- um 1901—’30 4,3 stig. En á tímabil- inu 1931—f45 var meðalhiti hjer 5,4 stig, þ. e. a. s. mismunurinn á hitan- um í Reykjavík, eins og hann var á fyrstu þrem tugum aldarinnar, og eins og hann er nú, er eins mikill, eða heldur meiri en mismunurinn er á milli Grímseyar og Akureyrar. Meðalhiti hefur hækkað um 1,5 stig. Frá því að veðurathuganir hófust fyrir rúmum hundrað árum í Stykk -ishólmi hefur meðalhiti ársins aldrei orðið eins hár og hann var á síðasta 30 ára tímabili, frá 1919— 1948. Þá var hann einni og hálfri gráðu hærri en hann var á tíma- bilinu 1858—1887. Á árunum 1915 —1925 fer meðalhiti ársins hækk- andi samstiga á öllum stöðvum, og heldur áfram að hækka til tíu ára tímabilsins 1926—35. En verður nokkurn veginn stöðugur, eða hægt vaxandi síðan. Samanburður á tíu stöðvum sýna að ársmeðalhitinn er 1,2 gr. hærri á árunum 1926—’35, en hann var að meðaltali 1916—25. Af mánaðarmeðaltölum í Reykja- vík frá 1841—1948 kemur í ljós að hitinn hefur vaxið mest vetrar- mánuðina. Hækkunin hefst eftir 30 ára tímabilið 1891—1920 og heldur áfram í lítilfjörlegum sveiflum til 1919—1948, samanber línurit II. Hitamunur þessara tveggja 30 ára tímabila er: í desember 1.90 stig, janúar 1,05 st., í febrúar 1 40 st., í mars 1,85 st. Að meðaltali 1,6 st. Samanburður á meðalhita árs- tíðanna í Stykkishólmi og Reykja- vík, sýnir að vor og vetrarhiti hafa vaxið mest á báðum þessum stöð- um. Fj:á þrjátíu ára tímabilinu 1892 —1921 til þrjátíu ára tímabilsins 1919—1948, vex vetrarhiti, það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.